19.11.2013 | 23:39
Lagerbäck og framtíðin
Það er spurning hvað Lars Lagerbäck vill gera í framtíiðinni eftir þessi vonbrigði með íslenska landsliðið. Vill hann halda áfram, eða á hann kannski ekki annarra kosta völ?
Svo virðist sem Lars hafi sótt um þjálfarastöðuna hjá Stokkhólmsliðinu Djurgården, eftir að norskur þjálfari þess var ráðinn þjálfari norska landsliðins, en ekki fengið: (http://www.dn.se/sport/fotboll/har-ar-djurgardens-nye-tranare/)
Sænski skógarbóndinn er auðvitað farinn að eldast. Síðasti stóri árangurinn hjá honum var 2008 þegar hann kom Svíum á EM.
Það er því spurning hvort forysta KSÍ sé tilbúin að borga landsliðsþjálfara stórlaun, að mér skilst, sem má muna sinn fífil fegurri.
![]() |
Lagerbäck: Hef notið hverrar mínútu með liðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2013 | 22:35
Þjálfararnir frekar lélegir!
Það sem einkenndi leik íslenska landsliðið í kvöld, rétt eins og í fyrri leikjum undankeppninnar, er lélegt liðsval og óöruggi í innáskiptingum í leikjunum.
Þetta var áberandi í kvöld, rétt eins og önnur kvöld, svo sem í því að lélegasti manni liðsins (og vallarins) er ekki skipt útaf heldur látinn spila allan leikinn. Í kvöld gerði það að verkum að Krótatar voru alls ekki einum manni færri þó svo að þeir misstu aðal markaskorarann af velli.
Ef KSÍ ætlar að halda í þetta þjálfarapar, sem allt bendir til að verði (Lars fær jú enga aðra þjálfarastöðu, ekki einu sinni hjá botnliði í sænsku úrvalsdeildinni), þá er hætt við að íslenska landsliðið hjakki í sama farinu um ókomin ár.
Nema auðvitað að KSÍ-forystan fái sparkið og þjálfarateymið einnig - þá verður framtíðin björt með lið sem getur vel spilað fótbolta með réttum þjálfurum - og réttri forystu.
![]() |
Heimir: Of margir léku undir getu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2013 | 20:15
Dapur fyrri hálfleikur
Ekki var nú spilamennskan burðug hjá íslenska landsliðinu í fyrri hálfleik. Lítil færsla á sóknarmönnunum, einkum Eið sem varla hreyfði sig úr sporunum. Þarna sást vel munurinn á honun og Kolbeini sem hleypur allan tímann.
Þá sást Birkir Bjarnason varla í leiknum og hlýtur að vera sá sem fer fyrstur af velli, vonandi núna strax í hálfleik fyrir Rúrik Gíslason sem er miklu öflugri leikmaður.
Þá væri gott að hvíla Eið sem fyrst og setja Gylfa Þór framar á völlinn. Í stað hans er Emil Hallfreðsson og Helgi Valur góðir kostir sem varnartengiliðir.
Þetta gengur greinilega ekki svona - og auk þess er nú færi þegar Króatar eru einum færri - að stokka upp liðið og sækja grimmar, rétt eins og sást núna loksins í lok hálfleiksins.
Þetta er prófraun Lars Lagerbäck. Stenst hann pressuna og þorir að breyta til eða ætlar hann að lulla svona áfram með liðið og sjá möguleikann á þátttöku á HM í Brasilíu að ári fjara smám saman út - og þar með framtíð sína sem alvöruþjálfari einnig?
![]() |
Draumurinn úti - Króatar á HM |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.11.2013 | 11:48
Eflaust ekki ástæðulaus aðvörun ...
... en hætt er við að það sé frekar ástæða til þess að vara við skrílslátum fullra Íslendinga á leiknum en að heimamenn verði óvinveittir okkur (m.a. vegna óviðeigandi skrifa um landsliðið þeirra).
Af reynslunni hér heima af fyrri leiknum þá voru mun meiri vandræði af Íslendingum en Króötum. Til þess var t.d. tekið hvað króatískir áhorfendur voru rólegir og kurteisir á leiknum. Þeir sem fengu síðasta miðana á leikinn, sem var á svæði Króatanna, urðu vitni að því að af leik loknum þá kvöddu Króatarnir Íslendingana með handabandi, á meðan Tólfan úaði á leikmenn króatíska landsliðsins!
Það er kannski eitthvað til í ummælum króatíska landsliðsþjálfarans að við hérna uppi í norðrinu séum ekki þeir herramenn sem við þykjumst jafnan vera (og Króatar kannski ekki þeir bandítar sem við viljum meina?)?
![]() |
Fíflalæti á Maksimir geta verið varasöm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.11.2013 | 13:32
Rosa sukk!
8-9 bjórar á mann á fimm tímum eða fleirum er nú varla mikill skandall. Ekki fóru þeir út á lífið sem eflaust myndi vera talið agabrot og þeim verið refsað fyrir.
Ætli einhver hafi nokkuð talið bjórana sem fór ofan í íslenska liðið? Menn þar á bæ fóru sumir hverjir ekki að sofa fyrr en undir morgunn að eigin sögn!!!
![]() |
Króatar drukku til morguns eftir leik á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.11.2013 | 15:33
Ósmekklegt
Þessi Tólfa er greinilega létt rugluð. Fyrst einhver lélegur brandari um Modric og svo dylgjur um að hann og dómarinn séu hommar.
Ef þetta á að vera mórallinn í framtíðinni væri auðvitað best að íslenska karlalandsliðið tapaði öllum leikjum sínum. A.m.k. á ekki að láta gaura eins og þessa sitja fyrir með miða á landsleiki eins og raunin var með Tólfuna fyrir leikinn við Króata.
Þá skilst mér að áhorfendur hafi úað á leikmenn króatíska liðsins þegar það gekk útaf vellinum að leik loknum. Skrílslæti sem þessi eru okkur ekki sæmandi.
Vonandi reynir KSÍ að taka á málum eins og þessum og fá áhorfendur til að koma fram við erlendar þjóðir af kurteisi.
![]() |
Báðu lögregluna afsökunar - Modric meinlaus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.11.2013 | 21:15
Allt dómaranum að kenna!!!
Gat nú verið. Nú er farið að væla út af dómaranum. Lars Lagerbäck, þessi dagfarsprúði skógarbóndi frá Svíþjóð, þoldi ekki pressuna og kenndi dómaranum um að íslenska landsliðinu tókst ekki að sigra það króatíska á heimavelli.
Frá mínum bæjardyrum séð átti dómarinn góðan leik, hafði góða stjórn á málum og sá til þess að hlutirnir fóru ekki úr böndunum.
Með manni færri má segja að úrslitin hafi verið góð - og að allt geti gerst í Zagreb á þriðjudaginn.
Það góða við leikinn er að Rúrik sýndi það og sannaði fyrir fullum Laugardalsvelli að hann á fullt erindi í byrjunarliðið og að liðskipanin með hann á hægri væng en Jóhann Berg á þeim vinstri er mjög vænleg til árangurs í seinni leiknum.
![]() |
Ísland náði jafntefli manni færri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.11.2013 | 20:03
Bara betra?
Viðbrögð manna á RÚV við meiðsli okkar besta sóknarmanns, þess sem kom okkur í umspilið, er alveg ótrúleg.
Þjálfari Keflvíkinga virðist illilega vangefinn, bara betra að Kolbeinn sé meiddur (hvað með hinn umspilsleikinn t.d.?), þá kemur bara Eiður inn og heldur boltanum betur en Kolbeinn???
Annars er leikurinn algjörlega í jafnvægi og ljóst að þjálfaraskipti Króatanna gera ekki mikið fyrir liðið. Það sýnir næstum ekkert og sá frægi frá Bayern München sést ekki í leiknum!
![]() |
Kolbeinn borinn meiddur af velli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2013 | 14:22
Pukrið með liðskipanina!
Það er alltaf sama sagan með pukrið í kringum íslenska karlalandsliðið í fótbolta. Alltaf er síðast tilkynnt um landsliðshópinn og svo um byrjunarliðið hjá okkar liði ef borðið er saman við nágrannaþjóðirnar.
Nýjasta dæmið er í dag. Samkvæmt fréttinnii hér að ofan er búið að tilkynna leikmönnum um byrjunarliðið en þjóðin fær ekkert að vita fyrr en á síðustu stundu (fyrir leik) frekar en venjulega.
Ef menn halda að þetta sé sænskur siður fara þeir villur vega. Svíar eru nefnilega búnir að tilkynna landsliðið sem mætii Portúgal í kvöld í fyrir umspilsleik þeirra. Það var gert fyrr hádegi þó svo að leikur þeirra byrji seinna en okkar.
http://www.dn.se/sport/fotboll/har-ar-sveriges-startelva-mot-portugal/
Þá kemur fram að Lars Lagerbäck haf komið til greina sem þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Djurgården, en hafi svo á endanum ekki orðið fyrir valinu: http://www.dn.se/sport/fotboll/har-ar-djurgardens-nye-tranare/
Pirringur hans í garð Ragnar Sigurðssonar á blaðamannafundinum í gær verður kannski útskýrður sen vonbrigði Lars Lagerbäcks vegna þessarar niðurstöðu? Svo er auðvitað spurning hvort hann hafi sótt formlega um stöðuna - og þá hvort það hafi verið með vitund og vilja Knattspyrnusambandsins.
![]() |
Sveppi segir að Eiður verði á bekknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.11.2013 | 10:17
Varnarbakvörður!
Þá vitum við hvernig bakvarðarstaðan verður skipuð. Ekki Rúrik, hann er jú sóknarmaður. Varla Ólafur Ingi því hann vill sækja fram. Og varla Helgi Valur þó hann geti vel varist. Þá er í raun aðeins einn eftir, þ.e. Hallgrímur Jónasson sem er auðvitað góður kostur í stöðuna.
Enn furða ég mig þó á að Jóhann Laxdal hafi ekki verið valinn í landsliðshópinn (í stað Eggerts t.d.). Nú kvartar Heimir yfir því að vera ekki með neinn alvöru hægri bakvörð í liðinu, þrátt fyrir að hafa áður valið Jóhann í landsliðshópinn (sem spilar jú þá stöðu með Stjörnunni) en nú, þegar ljóst var að Birkir Már yrði í banni, þá er Jóhann ekki valinn! Merkileg stjórnviska það.
Það var gott hjá króatíska landsliðsþjálfaranum þegar hann sagði sitt hlutverk vera að velja í liðið. Síðan sæju leikmennirnir um að spila leikinn. Samkvæmt þessu verða þjálfaranir fyrst og fremst dæmdir út frá því hverjir þeir velja byrjunarliðið.
Ég er hræddur um að íslensku landsliðsþjálfararnir falli á því prófinu. Stemmningin fyrir þessa leiki núna er farin að líkjast stemmningunni fyrir leikinn gegn Slóvenum hér heima í riðlakeppninni. Þá voru Slóvenar með nýjan flottan þjálfara, Katanec, rétt eins og Króatarnir nú.
Munið þið hvernig sá leikur fór? 2-4 fyrir Slóvena!
![]() |
Mikilvægast að nýr bakvörður verjist vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar