Varnarbakvörður!

Þá vitum við hvernig bakvarðarstaðan verður skipuð. Ekki Rúrik, hann er jú sóknarmaður. Varla Ólafur Ingi því hann vill sækja fram. Og varla Helgi Valur þó hann geti vel varist. Þá er í raun aðeins einn eftir, þ.e. Hallgrímur Jónasson sem er auðvitað góður kostur í stöðuna.

Enn furða ég mig þó á að Jóhann Laxdal hafi ekki verið valinn í landsliðshópinn (í stað Eggerts t.d.). Nú kvartar Heimir yfir því að vera ekki með neinn alvöru hægri bakvörð í liðinu, þrátt fyrir að hafa áður valið Jóhann í landsliðshópinn (sem spilar jú þá stöðu með Stjörnunni) en nú, þegar ljóst var að Birkir Már yrði í banni, þá er Jóhann ekki valinn! Merkileg stjórnviska það.

Það var gott hjá króatíska landsliðsþjálfaranum þegar hann sagði sitt hlutverk vera að velja í liðið. Síðan sæju leikmennirnir um að spila leikinn. Samkvæmt þessu verða þjálfaranir fyrst og fremst dæmdir út frá því hverjir þeir velja byrjunarliðið.

Ég er hræddur um að íslensku landsliðsþjálfararnir falli á því prófinu. Stemmningin fyrir þessa leiki núna er farin að líkjast stemmningunni fyrir leikinn gegn Slóvenum hér heima í riðlakeppninni. Þá voru Slóvenar með nýjan flottan þjálfara, Katanec, rétt eins og Króatarnir nú.

Munið þið hvernig sá leikur fór? 2-4 fyrir Slóvena!

 


mbl.is Mikilvægast að nýr bakvörður verjist vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Við þetta má auðvitað bæta að fyrir nokkrum leikjum var mikið kvartað yfir Birki Má í bakvarðarstöðunni (rétt eins og Ara Frey vinstra meginn). Nú hins vegar er staðan hans mjög svo vandfyllt (og Ari talinn, af þeim sem vit hafa á, einn besti maður íslenska landsliðsins)!

Getur verið að það vanti eitthvað í fótboltavit þeirra sem svona láta - að vandamál liðsins liggi ekki hjá bakvörðunum heldur í varnarvinnunni hjá tengiliðunum (sóknar og varnar)?

Torfi Kristján Stefánsson, 15.11.2013 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 455605

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband