Hver er heimildin?

Þetta er nú nokkuð furðuleg frétt svona snemma á kosningardegi. Ekkert kemur fram hver sé heimildin að baki þessum "upplýsingum".

Fróðlegt væri að fá að vita hvaðan þær koma og hvort virkilega allir prestar taki undir slíka hjátrú.

Ekki er fréttin fengin af kirkjan.is  


mbl.is Óttaslegnir íbúar leita blessunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþekkt í Noregi!

Svona skriður, þegar verið að vinna við vegagerð, eru alþekktar í Noregi. Skemmst er að minnast stórtjóns og mannskaða í Norður-Þrændalögum um 2010 þegar vegagerðarmenn voru að vinna við að leggja nýjan veg ofan við sumarhúsabyggð. Sprengingar og/eða titringur frá vinnuvélunum ollu því að stærðar flái í hlíðinni fyrir ofan fór af stað og tók með sér fjölda húsa út á fjörð. Fimm manneskjur fórust.

Slíkt vinnulag var harðlega gagnrýnt ytra í kjölfar slyssins, þrátt fyrir að einnig þar hafi verið fylgt  "hefðbundnu verklagi", enda var þetta ekki í fyrsta sinn sem svipað slys gerðist í Noregi.

Ætli "hefðbundnu verklagi"verði nokkuð breytt eftir þetta hér hjá okkur, enda urðu engin "slys"? 


mbl.is 150 þúsund m³ af mold og grjóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Páll að biðla til hægri

Það er alveg greinilegt að með Árna Páli í formannssæti Samfylkingarinnar - og Katrínu Júlíusdóttur sem varaformann - hefur Samfylkingin færst mikið til hægri.

Þessi orð um ólöglega eignaupptök er grátleg einföldun á staðreyndum og dæmigert fyrir útlendingadekur hægri kratanna - og hinna hægri flokkana. Sú "eigna"upptaka sem hér um ræðir byggist á samkomulagi en ekki á einhliða ákvörðun íslenskra stjórnvalda - og er því engin eignaupptaka í sjálfu sér.

Þá er Magmadæmið mjög óheppilegt fyrir Samfylkinguna og réttara fyrir Árna Pál að þegja yfir því. Það var engin spurning um eignaupptöku eins og hann heldur fram heldur einfaldlega að ógilda kaupsamning Magma þar sem hann var ólöglegur - HS Orka var keypt í gegnum skúffufyrirtæki í Svíþjóð - og auðvelt að sanna það.

Forðumst stjórnvisku Árna Páls (og Katrínar).


mbl.is Árni Páll: Upptaka eigna gengur ekki upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tækifærismennska!

Katrín Júlíusdóttir hefur löngum sýnt það að hún er tækifærissinnuð og hagar seglum eftir vindi.

Það sem verra er. Hún virðist almennt vera mótfallin skattlagningu á fyrirtæki. Gott dæmi eru Gagnaveiturnar sem fengu undanþágur alls kyns skatta og gjalda í tíð hennar sem atvinnuráðherra. Annað dæmi er Magma sem komst upp með að kaupa HS Orku á hennar vakt og hefur aldrei borgað eyri í tekjuskatt.

Nú heggur hún í sama knérunn. Lækkar fyrst virðisaukaskattshækkunina á ferðamannabransann, sem flokkssystir hennar Oddný Harðardóttir setti á, úr 25,5% í 14%.

Og nú segist hún vera mótfallinn eigin skatti! Þetta þrátt fyrir að ferðamannaiðnaðurinn græðir fúlgur fjár þessi misserin, gróði sem skilar sér að litlu leyti í ríkiskassann.

Sem betur fer erum við nú brátt laus við Katrínu Júlíusdóttur úr ráðherrastóli. Því miður virðast arftakarnir ekki ætla að vera neitt betri: lofa "einfaldara" skattkerfi, sem þýðir auðvitað enn eina þjónunina við þá tekjuháu, þ.e. skattalækkanir fyrir þá ríku. 


mbl.is Fagnar viðsnúningi ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær mynd!

Þessi mynd segir meira en mörg orð. Þarna má sjá þrjá "forystu"menn meðal atvinnurekenda, þar á meðal Sjálfstæðismanninn Grím Sæmundsen sem var einn af þeim sem tæmdu Sparisjóð Keflavíkur og sem við skattgreiðendur þurftum síðan að hlaupa undir bagga með. 

Þessi glaðhlakkalegi fulltrúi launþega sem seilist þarna í krumlurnar á Grími er Stefán Einar Stefánsson fyrrverandi formaður VR og einnig fyrrum mikill kosningasmali hjá Sambandi ungra Sjálfstæðismanna.

Segja má að gamla slagorð Flokksins, stétt með stétt, sé þarna orðið að veruleika! Líklegt er að við megum þakka það uppbyggingu lífeyrissjóðakerfisins þar sem ekki kemst hnífurinn á milli verkalýðsforystunnar og atvinnurekenda. 

Og þá vita allir hvað þeir eiga að kjósa um helgina! 


mbl.is 80% launahækkun jók kaupmátt um 3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagðist hann ekki vera með doktorspróf?

Þetta eru nú skrítin viðbrögð frá Ögmundi og frá fleirum. Það hlýtur að skipta máli hvort Sigmundur Davíð hafi sagst vera með prófgráðu sem hann er ekki með og/eða bar ekki til baka fréttir um það.
Bent hefur verið á grein í Morgunblaðinu frá árinu 2007 þar sem segir að hann sé doktor og skipulagsfræðingur en hann er hvorugt: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1170550/

Og hann hefur aldrei séð ástæðu til að leiðrétta þetta - og neitar núna að ræða málið!

Mál sem þetta er mjög alvarlegt. Skemmst er að minnast guðfræðikennarans sem þóttist vera með doktorsgráðu en reyndist svo ekki vera með hana þegar málið var rannsakað. Hann var látinn fara frá Háskólanum. Þannig mál eru einnig mjög algeng erlendis en eru öll mun alvarlegri en Sigmundar. Þar fölsuðu menn gráður eða lugu blákalt til um þær. Það hefur leitt til þess að menn hafi þurft að segja af sér, þar á meðal tveir þýskir ráðherrar.

Tilvik Sigmundar er auðvitað ekki svona alvarlegt en hann verður að gera hreint fyrir sínum dyrum og leggja öll spil á borðið. Annars gæti hann lent í miklum vandræðum og það fyrr en seinna.


mbl.is Ögmundur: Ekki sæmandi kosningabarátta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt lið gleymdist!

Barnsley gleymdist í þessari upptalningu, þ.e. liðið fyrir neðan Úlfana í næst neðsta sætinu en það er með jafn mörg stig og Wolves, en lakari markatölu.

Þrátt fyrir tapið voru önnur úrslit í raun hagstæð liðinu þannig að ekki er öll von úti enn. Þegar tvær umferðir eru eftir geta enn 10 lið fallið en eitt er þegar fallið (Bristol City). Af þessum tíu liðum eru aðeins þrjú lið með verri markatölu en Wolves (sem er með 11 mörk í mínus)en hún mun örugglega skipta máli þegar upp er staðið. Eitt þeirra er með sex stigum meira en Úlfarnir og annað þremur stigum meira (það þriðja er Barnsley). Líkur eru því að að liðið verði að vinna báða leikina sem eftir er eða fá a.m.k. fjögur stig til að halda sér uppi.


mbl.is Úlfarnir áfram í fallsæti eftir grátlegt tap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt önnur niðurstaða hjá Gallup í dag!

Þar er Framsókn enn hæst eða með 26,7% en Sjálfstæðisflokkurinn með 24,1%. Þá vinna Píratar á samkvæmt þeirri könnun en tapa í þessari!

http://www.ruv.is/frett/framsokn-tapar-en-maelist-enn-staerst

Þá vekur athygli við þessa könnun hér (MMR) er að hún er leiðandi. Spurt er sérstaklega um fylgi við Sjálfstæðisflokkinn (3. spurning) sem skekkir aujðvitað niðurstöðuna.

Þá er alltaf jafn skrítið að sjá að fólk eldra en 67 ára er ekki tekið með í þessari könnun. Vegur atkvæði þeirra minna - eða kannski ekki neitt miðað við aðra?


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ákafur stuðningsmaður íhaldsins rétt eins og Jóhanna Vigdís!

Þetta er nú alveg ótrúleg frétt en jafnframt mjög lýsandi. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, sem oft er kölluð 19. þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lætur mynda sig þarna með fyrrum þingflokksmanni Sjalla - og svo áköfum stuðningsmanni flokksins. 

Var einhver að tala um að fréttamenn ríkissjónvarps (og útvarps) yrðu að vera pólitískt hlutlausir?

Það vakti athygli margra að í síðasta viðtalsþætti RÚV við forystumenn stjórnmálaflokkanna var Jóhanna Vigdís, yfirlýstur stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins, látin taka viðtal við formanninn Bjarna Benediktsson. Í þætti RÚV kvöldið áður var hins vegar (sjálfstæðismaðurinn eða í besta falli hægri kratinn) Sigmar Guðmundsson látinn taka viðtalið við Sigmund Davíð og þótti þjarma illilega að formanni Framsóknarflokksins.

Það var annað upp á teningnum í (drottningar)viðtali Jóhönnu Vígdísar við formann sinn.

Þar var lítið sem ekkert spurt um stefnuskrá flokksins (sem er engin) heldur einungis um hvort Bjarni ætlaði að hætta eða ekki. Bent hefur verið á að þetta hafi litið út eins og pöntuð sena hjá Flokknum. Ætlunin hafi verið að skapa samúð í garð Bjarna til að hífa flokkinn upp í skoðanakönnunum.

Og það virðist hafa tekist ágætlega! Ekki hefur verið rætt um annað síðan hvað Bjarni hafi nú verið drengilgur og einlægur - og staðið sig vel - og stuðningsyfirlýsingarnar hrynja nú yfir hann. Staðan hans hefur aldrei verið sterkari en nú!

Og svo er verið að halda því fram að RÚV sé hlutlaus, opinber stofnun!!!!!!!!!!!!!!!!!! 


mbl.is Sjálfstæðismaður í sparifötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Matthías með skot í stöng og skalla í slá!

Matthías Vilhjálmsson, markahæsti leikmaður fyrstu deildarinnar norsku í fyrra, átti góðan leik með Start í kvöld gegn efsta liðinu Rosenborg, átti skalla í slá og skot í stöng.

Start hlýtur að vera ánægt með byrjunina hjá sér í deildinni, enda nýliðar, með einn sigur og tvö jafntefli.


mbl.is Start sótti stig til Þrándheims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.8.): 10
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 464385

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband