Tækifærismennska!

Katrín Júlíusdóttir hefur löngum sýnt það að hún er tækifærissinnuð og hagar seglum eftir vindi.

Það sem verra er. Hún virðist almennt vera mótfallin skattlagningu á fyrirtæki. Gott dæmi eru Gagnaveiturnar sem fengu undanþágur alls kyns skatta og gjalda í tíð hennar sem atvinnuráðherra. Annað dæmi er Magma sem komst upp með að kaupa HS Orku á hennar vakt og hefur aldrei borgað eyri í tekjuskatt.

Nú heggur hún í sama knérunn. Lækkar fyrst virðisaukaskattshækkunina á ferðamannabransann, sem flokkssystir hennar Oddný Harðardóttir setti á, úr 25,5% í 14%.

Og nú segist hún vera mótfallinn eigin skatti! Þetta þrátt fyrir að ferðamannaiðnaðurinn græðir fúlgur fjár þessi misserin, gróði sem skilar sér að litlu leyti í ríkiskassann.

Sem betur fer erum við nú brátt laus við Katrínu Júlíusdóttur úr ráðherrastóli. Því miður virðast arftakarnir ekki ætla að vera neitt betri: lofa "einfaldara" skattkerfi, sem þýðir auðvitað enn eina þjónunina við þá tekjuháu, þ.e. skattalækkanir fyrir þá ríku. 


mbl.is Fagnar viðsnúningi ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 455503

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 117
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband