Snilld!

Þetta er auðvitað hin mesta snilld hjá KSÍ. Ræður nýjan, rándýran þjálfara án þess að árangurinn verði neitt betri.

Svo til upplýsingar þá komust þessar þjóðir uppfyrir Ísland á listanum: Belgíska Kongó, Írak, Nýja Sjáland, Kongó, Jórdanía, Benín, Dómínikanska lýðveldið og Níger. 

Allt stórþjóðir í knattspyrnunni! 

Til hamingju KSÍ. 


mbl.is Ísland fellur niður um níu sæti á FIFA-listanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FBI-málið að þjappa stjórnarliðinu saman?

Fjaðrafokið á þingi í boði stjórnarandstöðunnar vegna FBI-málsins hefur þjappað stjórnarflokkunum saman og dregið úr alvarleika hótunar Þórs Saari um að styðja ekki lengur ríkisstjórnina. 

Björgvin G. Sigurðsson fær sérstaka (krata)rós fyrir að segja leyfi fyrir veru FBI hér á landi hafa fengist á fölskum forsendum.

Vonandi verður þetta til þess að stjórnin haldi velli til vors. 


mbl.is Tekist á um samstarfið við FBI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítið um lyfjapróf í fótboltanum einnig

WADA, alþjóðlega lyfjaeftirlitið, vill auka lyfjaprófanir í fotboltanum - og einnig í tennisnum - og hefur kallað forseta Fifa, Blatter, á sinn fund í næstu viku.

Blatter hefur hins vegar lýst því yfir að aukið eftirlit sé óþarfi (!) og því er ólíklegt að einhver árangur verði af þeim fundi.

Afstaða fótboltaheimsins til aukins eftirlits minnir reyndar á yfirlýsingar hjólreiðakappans Lance Armstrong sem hafnaði því lengi vel að hafa dópað sig. Fyrir nokkrum dögum fullyrti Ronaldo t.d. að það væri ekkert lyfjavandamál í fótboltanum!

http://politiken.dk/sport/fodbold/ECE1896616/wada-der-bliver-ikke-testet-nok-for-epo-i-fodbold/ 

 


mbl.is Federer kallar eftir auknu lyfjaeftirliti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæmt er það!

Í skýrslu ASÍ kemur fram að við höfum dregist aftur úr hvað launakjör varðar (á árunum 2006-9, þ.e á Hrunárunum). 
Svo virðist sem gefið sé í skyn í skýrslunni að við bætum það upp með lengri vinnutíma, rétt eins og við höfum alltaf gert, þannig að lífskjörin séu í raun ekki mikið verri en á hinum Norðurlöndunum þó svo að kreppan hafi leikið okkur miklu verr en frændur okkar.

Í skýrslunni kemur m.a. fram að hér á landi eru 14. bestu lífskjör í heimi. Betri en í Danmörku (16. sæti). Svíar eru í 10. sæti en Noregur á toppnum.

Hagvöxtur hér á landi hefur verið meiri en í Danmörku nú síðustu ár. 

Landframleiðslan er enn mjög mikil hér á landi miðað við hin Norðurlöndin þrjú og útflutningur hefur aukist mikið frá Hruni eða langmest af öllum þessum þremur löndum (um 40%). 

Það er þannig  margt gott hér á landi en aðalvandinn er hin mikla skuldastaða ríkisins, sem hrunið olli. Það kemur skýrt fram í skýrslu ASÍ:

http://www.asi.is/Portaldata/1/Resources/utgafa/Lifskjor-LokaLoka.pdf 


mbl.is Norðmenn með 49% hærri laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvarlegur áfellisdómur

ruv.is er með úttekt á plaggi Feneyjarnefndarinnar, sem er svo flókið lögfræðilega séð, að almenningur hefur ekki fengið að sjá það á frummálinu (ensku) heldur verður að bíða föstudagsins eða þangað til að Valgerður Bjarnadóttir eru búin að malla það til fyrir okkur.

Samkvæmt Rúv er plaggið þó ekki flóknara en svo að þeir þar á bæ voru snöggir að lesa úr því:

Þar segir m.a. að gerðar voru "fjölmargar alvarlegar athugasemdir við" frumvarpið. Margar greinar væru of almennt og óljóst orðaðar þannig að afar erfitt geti verið að túlka þær og fara eftir þeim. Stofnanakerfið sé frekar flókið svo sem um samspil hinna þriggja stoða stjórnkerfisins: þings, ríkisstjórnar og forseta, sem og hugmyndir um hið beina lýðræði.

Fleira má lesa í þessari úttekt RÚV : http://www.ruv.is/frett/alvarleg-gagnryni-feneyjanefndarinnar


mbl.is Álit Feneyjanefndarinnar opinberað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"þrátt fyrir að hafa verið sýknaður"!

Það er forvitnilegt að lesa skrif siðanefndar Blaðamannafélagsins í ljósi stílfærni, en eins og gefur að skilja þá ættu slík skrif háskólamenntaðra blaðamanna (eplanna) að vera okkur hrossastaðsköglunum fyrirmynd.

En það er nú alls ekki raunin! Strax fyrsta setningin er algjört klúður!: "í hinni kærðu umfjöllun er því lýst að karlmaður sé að störfum ... sem dagforeldri og passi þar 4-6 börn þrátt fyrir að hafa verið sýknaður í héraðsdómi og Hæstarétti af ákæru vegna meints kynferðisbrots gegn syni."

Einhver minna menntaður og sem ekki hefur atvinnu af skrifum myndi orða þetta eitthvað á þessa leið:

"Í hinni kærðu umfjöllun [?] er því lýst að karlmaður sé að störfum ... sem dagforeldri og passi þar 4-6 börn þrátt fyrir að hafa verið ákærður vegna meints kynferðisbrots gegn syni (sínum?)."

Er nema von að hvorki sé hlustandi á fréttir í dag, né að þær séu lesandi, þegar sjálf siðanefnd BÍ sendir frá sér jafn bjagaðan texta og þennan?


mbl.is Björn braut ekki siðareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að svo sé!

Það er gott mál að íslensku krakkarnir hafi fengið flesta vinninga miðað við hinar þjóðirnar. Stigin þeirra gerðu ekki ráð fyrir því þar sem þau voru yfirleitt í 4.-8. sæti hvað skákstig varðar fyrir mótið.

Aðeins keppendur okkar í yngsta flokknum voru stigahæst, þ.e. Vignir Vatnar Stefánsson og Nansý Davíðsdóttir.

Það var fróðlegt að geta fylgst með skákunum á netinu því sjálf taflmennskan segir mikið til um hvar krakkarnir standa í raun. Þar var Vignir Vatnar í sviðljósinu enda í "beinni" nær allan tímann.

Þrátt fyrir sigurinn komu margar brotalamir fram í taflmennsku hans. Hann notaði t.d. yfirleitt lítinn sem engan tíma. Það var nærri búið að koma honum í koll í næstsíðustu umferðinni þar sem hann notaði engan tíma alla skákina (tefldi hraðskák). Eftir 40 leiki átti hann enn einn og hálfan tíma eftir á klukkunni og var þá tveimur mönnum undir!

Því miður fyrir andstæðinginn fór hann að tefla eins hratt og Vignir, fórnaði manni og var skyndlega lentur í vandræðum. Hann lék svo skákinni niður í einum leik.

Eftir skákina tjáðu menn sig um hana á Skákhorninu og voru sammála um að  þjálfarar stráksins og aðstendendur þyrftu að setja niður og ræða málin með honum. Það þyrfti margt að laga.

 

http://hornid.com/cgi-bin/mwf/topic_show.pl?tid=12666

 

 


mbl.is Íslensku krakkarnir voru bestir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er Aron Einar ekki meiddur?

Aron gat ekki spilað með landsliðinu nú í miðri vikunni vegna meiðsla en spilaði allan leikinn í dag fyrir félagslið sitt. Sama gerði hann um síðustu helgi, lék þá einnig allan leikinn fyrir Cardiff.

Þannig virðast "meiðslin" sem héldu honum frá landsleiknum gegn Rússum einungis vera fyrirsláttur hjá þessum fyrirliða íslenska landsins.

Ef alls jafnræðis væri gætt þá ætti Aron Einar auðvitað að fá sömu refsingu og Gunnar Heiðar Þorvaldsson fékk þegar hann gaf ekki kost á sér í landsleik á síðasta ári. Hann hefur ekki verið valinn í liðið eftir það þrátt fyrir að Gunnar Heiðar hafi margoft lýst því yfir að hann væri tilbúinn í slaginn.

Aron Einar verður því ekki valinn í íslenska landsliðið í náinni framtíð ef jafnt verður látið yfir alla ganga. 


mbl.is Juku forskotið án þess að skora
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varði pyntingar

Brennan er greinilega á hálum ís á bandaríska þinginu, ekki aðeins vegna ómannaðra drónervéla (sem ekki er hægt að kalla eldflaugar eins og gert er í fréttinni) heldur ekki síður vegna fullyrðinga hans áður fyrr um að pyntingar skiluðu árangri.

Nú hins vegar segist hann vera orðinn efins - en honum er trúað mátulega. Eins og flestir vita eru beiting pyntinga mannréttindabrot samkvæmt alþjóðalögum og Ísland í hópi þeirra landa sem eiga á ættu að vera lögsótt fyrir það að leyfa fangaflugvélum CIA að lenda hér.

http://politiken.dk/udland/ECE1892368/ny-cia-chef-jeg-ved-ikke-om-tortur-virker/ 


mbl.is Varði notkun ómannaðra flugvéla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími til kominn!

Það er fjarri sanni sem Júlíus Vífill segir að hraðakstur sé ekki stundaður á Snorrabraut. Það vita allir sem þar búa eða þurfa að komast inn á götuna. Aksturinn er sérstaklega hraður við umferðaljós en menn aka mjög hratt til að ná þeim (og stoppa svo við næstu ljós!!). Þetta er sérstaklega bagalegt því þetta er íbúðagata og mjög þéttbýlt þarna í grennd.

Það er því full þörf á að þrengja götuna til að draga úr hraðakstri. Gamlar ljósmyndir frá götunni sýna bílastæði á miðri götunni sem gæti verið ágæt lausn, auk graseyja. Þá þarf auðvitað að lækka hámarkshraða og hafa hann svipaðan og í öðrum íbúðagötum. 


mbl.is Leggja til þrengingar á Snorrabraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.8.): 94
  • Sl. sólarhring: 104
  • Sl. viku: 214
  • Frá upphafi: 464547

Annað

  • Innlit í dag: 90
  • Innlit sl. viku: 193
  • Gestir í dag: 88
  • IP-tölur í dag: 87

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband