16.1.2013 | 21:15
Aron-arnir að klikka!
Já, ekki var þetta burðugt hjá íslenska landsliðinu. Aron Pálmarson var að klikka illilega, sérsaklega í seinni hálfleik. Aðein tvö mörk í átta tilraunum hjá íþróttamanni ársins er alls ekki ásættanlegt.
Þá var skrítið að sjá stjórn Arons Kristjánssonar á liðinu. Hinn leikreyndi Þórir Óskarsson fékk ekki eina einustu mínútu í leiknum, fyrir utan það að fá að taka tvö víti, heldur var spilað með algjörlega óreyndan hornamann allan leikinn (og kom lítið út úr)!
Svo var auðvitað vörnin oft á tíðum algjör kapituli útaf fyrir sig og grátlegt að horfa upp á það hve Danirnir léku hana grátt. Þjálfarinn átti þar ekkert svar.
Þetta ætlar ekki að vera mótið okkar. Ég spái að við föllum út í fyrsta leiknum í úrslitakeppninni, sem verður líklega á móti Þjóðverjum.
![]() |
Átta marka tap fyrir Dönum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2013 | 13:44
Sammála
Ég er sammála þessu og einnig Braga Guðbrandssyni sem hefur varað við heiftinni í þessari umræðu. Menn segja það óhikað á kommentakerfum (DV!) að þeir séu tilbúnir að drepa þá menn sem eru haldnir barnagirnd.
Egill Helgason benti á grein í The Guardian þar sem reynt er að taka á málum sem þessum af yfirvegun og á ábyrgan hátt:
http://www.guardian.co.uk/society/2013/jan/03/paedophilia-bringing-dark-desires-light
Ég hvet fólk til að lesa þá grein.
![]() |
Barnaníðingur versti stimpillinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2013 | 12:42
Ósannindi
Álfheiður fer þarna með rangt mál - og eflaust vísvitandi.
Fyrir tæpu ári sagði formaður VG, Steingrímur J. Sigfússon að flýta verði viðræðunum - og Ögmundur Jónasson bætti því við að þeim yrði að vera lokið fyrir alþingiskosningarnar og að kosið yrði þá um málið.
http://www.ruv.is/frett/steingrimur-vill-flyta-esb-vidraedum
Það að frysta viðræðurnar núna, sýnir alls ekki að Samfylkingin hafi gefið eftir eins og sumir hægri-kratar innan flokksins hafa fullyrt, heldur þvert á móti. Flótti VG er að verða algjör í ESB-málinu. Samfylkingin ræður nú alfarið ferðinni - og er búin að tryggja sér stuðning VG við áframhaldandi aðildarviðræður eftir kosningar og áframhaldandi stjórnarsamstarf á þeim forsendum.
![]() |
VG spáði aldrei hraðferð í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2013 | 07:31
Danir í enn eitt stríðið!
Frakkar eru ekki að gera það endasleppt þessa dagana. Hernaðarbrölt þeirra hefur ekkert minnkað með tilkomu kratastjórnarinnar í landinu. Þeir tóku mjög virkan þátt í loftárásunum á Libýu (auk virkra afskipta af borgarastyrjöldinni á Fílabeinsströndinni), eru herskáastir allra vestrænna þjóða í garð Sýrlandsstjórnar og svo nú þess hernaðaríhlutun í borgarastyrjöldina í Malí.
Óhætt er því að tala um póst-nýlendustefnu hjá þeim.
En Danir láta ekki sitt eftir liggja. Þeir hafa fengið "blod paa tanden" að undanförnu eftir að hafa tekið þátt í öllum stríðum sem Bandaríkjamenn hafa komið að undanfarinn áratug eða svo.
Núna sjá þeir um birgðaflutninga fyrir franska herinn - og senda hermenn með flutningavélunum. Þeir eiga að vera í landinu (en ekki taka þátt í bardögum!). Athyglisvert er að þessi stríðsæsingur Dana hefur ekkert minnkað með tilkomu kratastjórnarinnar þar.
Og inn í þessa hernaðardýrkum vilja íslenskir kratar endilega ganga, þ.e.a.s Evrópusambandið!
Jafnaðarmenn eru að taka við af hægri mönnum sem hernaðarsinnaðasti flokkurinn á Vesturlöndum!
![]() |
Aukinn þungi í aðgerðum á Malí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2013 | 10:22
Athyglisverð grein í Fréttablaðinu í dag
Birgir Guðjónsson skrifar grein í Fréttablaðið í dag, mánudag, um meinta lyfjamisnotkun í íþróttaheiminum hér á landi. Þessi maður er ekki einhver náungi út í bæ, heldur fyrrverandi yfirmaður lyfjaeftirlitsmála hjá ÍSÍ um árabil.
Þar kemur m.a. fram að árið 1993 hafi fundist sterar í líkamssýnum bráðkvadds kraftlyfingamanns - og kemur fram að hann hafi verið heimsfrægur. Þetta eru upplýsingar sem ég veit ekki til að hafi komið fram áður, sem hlýtur að teljast nokkuð sérkennilegt.
Í greininni er einnig fullyrt að fyrirliði landsliðsins (og KR) í körfubolta árið 2001 hafi fallið á lyfjaprófi en það verið þaggað niður.
Þetta eru alvarlegar ásakanir á hendur manna eins og Ellert B. Schram sem þá var forseti ÍSÍ, sem á að hafa þaggað málið niður - og á Ólaf Rafnsson þáverandi forseta Körfuknattleikssambandsins og núverandi formann ÍSÍ, sem á að hafa tekið virkan þátt í þögguninni.
Ekki verður í fljótu bragði séð við hvaða körfuknattleiksmann er átt en í liði KR árið 2000 (þ.e ári fyrir sýnafundinn) voru menn eins og Jakob Örn Sigurðarson og Jón Arnór Stefánsson í liðinu. Þá var Baldur Ólafsson þar einnig.
Birgir skrifar þessa grein í tengslum við umræðuna um aukna steranotkun í samfélaginu undanfarin misseri samfara stórauknum áhuga á "líkamsrækt". Þess vegna er mikilvægt að öll spil séu lögð á borðið í baráttunni gegn þessum vágesti sem sterar eru.
Því er spurt: Hver er þessi einstaklingur sem um ræðir og hverjir eru það sem harðast hafa barist gegn eftirliti með steranotkun í íþróttum hér á landi?
![]() |
Jón Arnór úr leik í þrjár vikur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.1.2013 | 22:00
Hvorugir með í kvöld!
![]() |
Eggert frestar ákvörðun hjá Úlfunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2013 | 11:11
Af hverju ekki nafn- og myndbirting?
Eins og fjölmiðlar, þar með talið Morgunblaðið, hafa verið duglegir við að birta nafn og myndir af meintum lögbrjótum - og alltaf látið sem sekt þeirra sé sönnuð - þá spyr maður sig af hverju þessi einstaklingur er ekki nefndur á nafn í fréttinni né birt mynd af honum?
Getur verið að það sé vegna þess að hann er einungis talinn sekur um rán - og tengist Sjálfstæðisflokknum mjög nánum böndum?
Allir aðrir fjölmiðlar birta nafn mannsins en ég sakna hins vegar myndar af honum.
Svo stærir Sjálfstæðisflokkurinn sig af því að meint brot mannsins lendi ekki á flokknum heldur aðeins á Norðurlandaráði!
![]() |
100 þúsund krónur 82 sinnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2013 | 08:18
Ekki sýndur á netinu?
Auðvitað er þetta arfaslakt hjá RÚV að kaupa ekki sýningarréttinn. Þetta er jú einu sinni þjóðaríþrótt okkar Íslendinga og áhorf alltaf mjög gott - og auglýsingatekjur miklar. Þá stendur stofnunin mjög vel fjárhagslega og hefur vel efni á mótinu - auk þess sem það hefur skyldur að gegn við landsmenn hvað þetta varðar.
En vonandi er hægt að horfa á þetta ókeypis. Nú var ágætis þjónusta í boði hjá Evrópska handknattleikssambandinu hvað EM kvenna varðar og allir leikir sýndir beint á netinu. Er ekkert slíkt í boði hvað HM varðar?
![]() |
Á milli steins og sleggju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2013 | 17:01
"Vernda karlmenn gegn orðrómi"?
Þetta er skringilega til orða tekið svo ekki sé meira sagt. Í öllum öðrum fréttum um þetta mál, svo sem í Politiken, þá er fullyrt að þetta sé gert til að vernda börnin gegn hugsanlegum kynferðisafbrotamönnum - og þá fyrst og fremst körlum (konur gera jú ekki svoleiðis lagað).
Fastur pistlahöfunur í Politiken segir þetta vera aðför að karlkyns starfsmönnum í leikskólum og þeir gerðir tortryggilegir um leið og þeir hefja störf þar á bæ.
Hann segir líka að þetta sé hluti af almennri herferð gegn karlmönnum. Farið sé að líta á það að hafa fæðst sem slíkur sé litningargalli og kalli á perraskap. "Y-kromosomet ses efterhånden som en sygelig gendefekt":
Hann ber þetta saman við afstöðu til kvenna hér áður fyrr "alle kvinder som barnagtigt hysteriske og delikate" og til svertingja: "alle negere blev opfattet som dumme og stærke".
Þessi afstaða til karlkynsleikskólakennara sé ekki aðeins hreinræktaður kynja-rasismi gagnvart þeim heldur einnig slæm skilaboð til barnanna um að karlmenn séu hættulegir: "børnene i daginstitutioner får et skævvredent og bizart forhold til mænd. Børnene opdrages reelt til at betragte mænd som farlige; til at møde alle mænd med en frygt for begramsning og overgreb."
![]() |
Karlar mega ekki skipta á börnunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2013 | 13:56
Hin hliðin á manninum
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_adsent/drengur-ur-eyjum
Hvernig væri að hafa umfjöllunina aðeins hófstilltari og fara varlega í að nota orð eins og "barnaníðingur" (og þess vegna "flugdólgur", "nauðgari" osfrv.)?
Ef við ættum að vera samkvæm sjálfum okkur þá væru allar fréttir um þá sem sæta ákæru sérstaks saksóknara kallaðir "stórsvindlarar", "fjárglæframenn", "bankaræningja" osfrv.
Af hverju er það ekki gert?: "Bankaræninginn Lárus Velding kom fyrir rétt í dag ákærður fyrir að hafa stolið 10 milljörðum úr sjóðum Glitnis og afhent vinum sínum án nokkurra trygginga um endurgreiðslu".
![]() |
Lögreglan á von á nýjum kærum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 3
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 230
- Frá upphafi: 464570
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 209
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar