9.1.2013 | 11:46
Hvernig verða fréttir til?
Þetta er nokkuð merkilegur viðsnúningur frá því að fyrst birtust fréttir af þessum atburði. Allir fjölmiðlar héldu því fram að hópnauðgun hafi átt sér stað - og að hún hafi verið framin við Hörpuna (aldrei talað um meinta hópnauðgun eða að meint fórnarlamb hafi haldið þessu fram heldur alltaf um atvikið sem staðreynd). Fróðlegt væri að fá að vita hvernig þessi "vitneskja" barst fjölmiðlunum í ljósi þess að hvorttveggja var rangt.
Er það lögreglan sem lekur svona vitlausum upplýsingum eða eru það fjölmiðlarnir sjálfir sem búa til sem æsilegastar fréttir til að svala þorsta hneykslunar- og trúgjarns almennings?
Það hefur mikið gengið á í fjölmiðlum undanfarið: flugdólgur, barnaníðingur, hópnauðgarar. Er ekki kominn tími til að slaka aðeins á í æsifréttamennskunni?
![]() |
Ekki útilokað að annar hafi horft á |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2013 | 10:40
Ekki eitrun en mikið flúor í beinum?
http://www.ruv.is/frett/mikill-fluor-i-beinum-dyra-en-ekki-eitrun
Það sem mér finnst athyglisverðast við þessar niðurstöður er að svo virðist sem "umhverfisslysið" sem átti sér stað í sumar (þegar hreinsibúnaður átti að hafa bilað í fyrsta og eina skiptið) virðist hafa staðið yfir miklu lengur en aðeins í sumar. Elstu kindurnar (sex til sjö ára) voru með miklu meira flúor í beinum en þær yngri. Það bendir til að flúormengunin hafi staðið miklu lengur yfir en í sumar - eða allt að sex til sjö ár.
Samt er reynt að gera lítið úr menguninni og talað um flúor í beinum en ekki eitrun!! Já, það er engu logið um konflikthræðslu okkar Íslendinga né um þjónkun okkar við útlendinga.
![]() |
Bústofn varð ekki fyrir eitrun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.1.2013 | 22:22
Solbakken rekinn!
Loksins er búið að reka Solbakken frá Wolves. Liðiðm hafði tapað tveimur leikjum í röð í 1. deildinni, gegn neðstu liðunum, og svo núna í bikarnum gegn utandeildarliði.
Kannski fá nú Íslendingarnir fleiri tækifæri hjá liðinu, sérstaklega hinn snyrtilegi Eggert Gunnþór Jónsson.
http://fotball.aftenposten.no/england/article262966.ece
![]() |
Gylfi og félagar áfram - öll úrslitin í bikarnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2013 | 17:09
Öll Íslendingaliðin úr leik!
Já það ednaði ekki vel fyrir Íslendingaliðin í enska bikarnum í dag. Öll slegin út í 3. umferðinni. Reyndar spilaði aðeins einn Íslendingur í dag, Kára Árnason, sem var rekinn útaf undir lok leiksins (líklega fyrir slagsmál því leikmaður andstæðinganna var einnig rekinn útaf á sama tíma) í tapi gegn liði í sömu deild.
Hvorki Heiðar Helguson né Aron Einar voru með Cardiff þegar það tapaði fyrir 5. deildarliði (?) og sömuleiðis voru hvorki Björn Bergmann né Eggert Jónsson með Úlfunum í tapleik gegn öðru 5. deildarliði.
Svo virðist sem hinn norski þjálfari Wolves, Solbakken, sitji traustur í sessi þrátt fyrir dapurt gengi liðsins en hann hefur fengið víðtækar heimildir til að hringla með liðið. Það gerði hann svo sannarlega í dag og uppskar eftir því.
http://fotball.aftenposten.no/england/article262919.ece
![]() |
Minnst fjögur úrvalsdeildarlið slegin út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2013 | 16:26
Hatursorðbragð ...
Talandi um kommentakerfi DV. Mér sýnist að meira að segja þingmennirnir noti orð sem við skulum vona að börnin "okkar" heyri ekki né sjái.
Var að hlusta á Baggalútsmanninn Braga Valdimar Skúlason í útvarpinu rétt áðan. Hann las upp úr grein í Vikunni frá því á 5. áratugnum. Þar var stungið upp á því að foreldrar hýddu börn sín í hvert skipti sem þau segðu eitthvað ljótt.
Kannski mætti einnig nota þá aðferð á alþingsmennina okkar til að venja þá af ljótu orðbragði (að kalla fólk bjána og það m.a.s. forsetann)?
Það er þó spurning hver eigi að framkvæma slíkt, kannski Ólafur Ragnar sem forseti?
![]() |
Kallar forsetann bjána |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2013 | 13:34
Hvað með Össur?
Það er merkilegt hve grófur Árni Finnsson er í sínum pólitíska skollaleik. Það hefur ekki heyrst orð frá honum hingað til vegna Drekasvæðisins þrátt fyrir að Össur Skarphéðinsson, flokksbróðir Árna, hafi ítrekað slegið sér upp á málinu og haldið því fram að það gæti bjargað íslenskum efnahag.
Fyrst nú þegar Steingrímur J. Sigfússon er kominn að málinu heyrist hljóð úr horni. Þó er Steingrímur á engan hátt að slá sig til riddara með málinu, eins og Össur gerði. Hann dregur frekar úr væntingum en hitt - og leggur áherslu á umhverfisþáttinn (að fara varlega osfrv.).
Ég endurtek það sem ég hef sagt áður. Það er kominn tími fyrir Náttúruverndarsamtökin að losa sig við Árna svo þau verði ekki talin algjörlega ómarktæk vegna pólitískrar slagsíðu.
![]() |
Gagnrýnir olíustefnu Steingríms |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2013 | 13:59
Er það svo?
Ég held að þetta sé ekki rétt hjá Jóni. Það er enginn valkostur til fyrir ESB-andstæðinga á vinstri vængnum sem hafa kosið VG hingað til. Ekki er hægt að fara yfir til Samfylkingarinnar og ekki heldur til Bjartrar framtíðar því báðir þessir flokkar eru hlynntir inngöngu í Evrópusambandið - og varla fara menn að kjósa hægri flokkana bara vegna ESB.
Skýringin hlýtur að vera önnur, þ.e. almenn óánægja á öllum sviðum með frammistöðu ráðherra VG í ríkisstjórn.
Eina leiðin til að fá skýringu á þessu er að fram komi framboð vinstra megin við VG - sem er miklu harðari andstæðingur markaðsaflanna og eindregnari talsmaður umhverfisverndar og friðar- og afvopnunarmála í heiminum.
Ef það fylgi verður mikið þá fyrst er ljóst að kjósendur flokksins hafi fengið sig fullsadda af leiðtogum VG.
Hvernig væri að reyna á það?
![]() |
Kjósendur VG fengið upp í kok |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2013 | 11:00
Betra!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2013 | 08:42
Trausti eða Veðurstofan?
Þessar upplýsingar er nú að finna hjá Veðurstofu Íslands, sem eflaust er frumheimildin og því eðlilegt að leita þangað en til Trausta:
http://www.vedur.is/um-vi/frettir/nr/2610
![]() |
Sólskinsmet fyrir sunnan og norðan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2012 | 17:29
Nú verður Solbakken örugglega rekinn
Þetta getur ekki þýtt nema eitt, að þjálfarinn verði rekinn og það strax.
Verður þetta annar norski þjálfarinn sem rekinn verður í þessari viku í fyrstu deildinni ensku. Fyrr í vikunni fékk Henning Berg reisupassann hjá Blackburn, liði sem féll niður úr úrvalsdeildinni í vor, rétt eins og Wolves, og er í neðstu sætum Championship - rétt eins og Wolves.
Þetta þarf ekki að þýða neitt slæmt fyrir íslensku leikmennina í liðinu. Þeir voru jú báðir keyptir fyrir tíma Solbakkens - sem er einfaldlega heimskur, norskur hrokagikkur sem hefur takmarkað vit á fótbolta.
![]() |
Sigur hjá toppliði Cardiff en Úlfarnir töpuðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 5
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 232
- Frá upphafi: 464572
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 211
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar