Þrjú mörk í þremur leikjum!

Eyjólfur Héðinsson er nú búinn að skora þrjú mörk í síðustu þremur leikjum með liði sínu, Sönderjyske, og heldur nú inn í vetrarfrí í góðri fjarlægð frá botninum.

Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari má vera feginn að það er langt í næsta landsleik - svo hann sleppur við góðan leik að velja Eyjólf í landsliðið.

Eyjólfur hefur nefnilega ekki hlotið náð í augum Svíans hingað til þrátt fyrir mjög góða frammistöðu oft á tíðum. Þá er bara að vona með Lars að formið versni í fríinu svo að landsliðsþjálfarinn geti með góðu móti gengið enn einu sinni framhjá Eyjólfi.


mbl.is Eyjólfur enn á skotskónum gegn Bröndby
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

10 marka munur og þjálfarinn farinn að öskra!

Þessi leikur er rétt eins slakur og fyrri leikirnar. Sóknin varla til staðar og engin ógnun fyrir utan. Valið á Pekarskyte í landsliðið er eins misheppnað og hugsast getur - og ekki gengur betur hjá hinum skyttunum vinstra megin.

Enda hefur Ágúst landsliðsþjálfari ekki gert miklar rósir á þjálfaraferli sínum og leyfi ég mér að efast um að hann geti eignað sér árangur landsliðsins undanfarið.

Í Noregi var hann alltaf í botnbaráttu með lið sitt Levanger, með þær Pekarskytte og Rakeli Dögg innanborðs. Það endaði með falli og brottrekstri Ágústar.

Þessi árangur núna fær auðvitað falleinkun og endar vonandi einnig með brottrekstri þjálfarans.


mbl.is Ísland úr leik á EM eftir þriðja tapið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andleg veikindi að ganga á Akureyri?

Þetta er allskondin skýring á brottfalli úr framhaldsskóla, þ.e andleg veikindi fjölda nemenda eða hátt í 66 þeirra! Þetta hlýtur að vera stór hlutfall nemenda við skólann!

Af þessu mætti draga þá ályktun að andlegt ástand Akureyringa - og nærsveitunga - sé verra en annars staðar á landinu því hvergi annars staðar hefur þessi skýring á brottfalli komið fram.

En kannski er aðstoðarskólastjórinn aðeins í einhverjum persónulegum lobbýisma eins og nú er svo algengt (hjúkrunarfræðingar um mikið álag sem kalli á hærri laun - lögreglumenn sömuleiðis sem kalli á hærri fjárveitingar osfrv.)? Frekar ósmekklegt finnst mér ...


mbl.is Hætta í skóla vegna andlegra veikinda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Menningar"málin fyrst og síðust!

Eins og margir eflaust muna þá hefur nýlega komið fram að Íslendingar verja um helmingi meira til "menningar"mála en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Einnig kom fram að við verjum helmingi minna til mennta- og velferðarmála en hinar þjóðirnar.

Skýringin á þessu er eflaust margvísleg en einn hluti hennar eru þessi listamannalaun. Þar fara 82 milljónir til fólks sem vissulega þarf þeirra ekki, svo sem þingmaðurinn Þráinn Bertelseon (sem er þannig á tvöföldum launum), Erró (sem er auðvitað moldríkur) og svo menn eins og Matthías Johannessen sem er eflaust á fínustu eftirlaunum sem fyrrum ritstjóri Moggans.

Það er auðvitað löngu kominn tími til að leggja þessi heiðurslaun af að mestu og verja peningunum þangað sem skortur er á þeim, svo sem til mennta- og velferðamála.


mbl.is Heiðurslaunin stórhækka í kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tapið gegn Svartfellingum kannski ekki svo slæmt?

Svartfellingar eru greinilega með besta liðið í þessum riði, eftir yfirburðasigur gegn Rússum fyrr í dag.

Því má ætla að íslenska liðið eigi séns í kvöld gegn Rúmenum sem misstu jú unnin leik gegn Rússum í gær niður í jafntefli. Þá verður liðið þó að spila hraðari sóknarleik og ógna meira fyrir utan en það gerði gegn Svartfellingum.

Enn fer ég ekki ofan af því að það vanti Þorgerði Önnu Atladóttur í liðið. Hún sýndi það með Val gegn rúmenska meistaraliðinu í Evrópukeppninni um daginn að hún á fullt erindi í alþjóðlega boltann.

Það hlýtur að teljast helsta ráðgáta íslanska handbltans á þessu ári, af hverju landsliðsþjálfarinn gat ekki sagt henni hvort hún væri í landsliðinu eða ekki - og dró það svo lengi að hún gat að lokum ekki gefið kost á sér lengur.


mbl.is Þriggja marka tap fyrir Rúmenum á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott að fá borgað fyrir fé sem vantar af fjalli!

Þetta er eflaust í fyrsta skipti sem bændur fái borgað fyrir fé sem heimtast ekki, en af því er alltaf talsvert á hverju ári eins og bændur, og búalið, vita - sérstaklega eftir að tófunni fjölgaði svo mjög. Því má segja að margir fjárbændur megi verið heppnir að óveðrið skall á þann 11. sept.

Kannski verður þetta svo reyndin í framtíðinni, þ.e. að Bjargráðasjóður borgi skaðann ef illa heimist af fjalli? 

Þá er verðið nokkuð sérstakt. Mér skilst að ærverð sé á milli 7-9.000 krónur en bændur fá borgaðar 11.000 kr. fyrir ána. Verður það að teljast all rausnarlegt.


mbl.is Fá 11 þúsund fyrir á og 8.600 fyrir lamb
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slakur leikur

Þetta er alls ekki nógu góður leikur hjá íslenska liðinu. Það vantar alla ógnun í sóknarleikinn. Stella Sigurðardóttir er búin að skjóta margoft en aðeins skorað eitt mark, Hrafnhildur Skúla sem leysir hana af er alltof hæg og Karen Knútsdóttir ógnar varla nokkuð sem heitið getur sem leikstjórnandi.

Sem betur fer eru Svartfellingingar einnig slakir í sókninni svo enn er von.

Merkilegt að sú litháíska er ekkert notuð í leiknum - og ekki heldur í æfingarleikjunum.

Hefði ekki verið nær að velja Þorgerði Atladóttur í skyttustöðuna vinstra megin heldur en manneskju sem er að leika í 2. deildinni norsku - og fær svo ekkert tækifæri tilað spila þrátt fyrir að vera valinn í landsliðið?

Ef þessi leikur tapast verður að skrifa það á reikning landsliðsþjálfarans.


mbl.is Tíu marka tap í fyrsta leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurningin er hver sé ókurteis!

Veldur hver á heldur! Ég held nú að flestir óhlutdrægnir aðilar séu sammála um það að málþóf síðustu missera á alþingi eigi miklu meiri þátt í að draga úr virðingu almennings fyrir alþingi en þessi uppákoma stjórnarliðanna.

Það er meira að segja furðulegt að slíkt hafi ekki verið gert fyrr. Reyndar er aðferðin til að gagnrýna málþófið frekar furðuleg. Maður veltir því fyrir sér af hverju ekki sé talað opinskátt um málið á þingi - og þingsköpum beitt til að stöðva þófið.

Kannski er ástæðan sú að forseti þingsins er í gíslingu stjórnarandstöðunnar og hinn raunverulegi forseti heiti Ragnheiður Elín en ekki Ásta Ragnheiður ...

En af hverju stjórnarliðar geri ekki neitt í því máli er mér einnig hulin ráðgáta ...


mbl.is Kurteisi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hún ekki krati?

Mig minnir nú að Valgerður hafi verið í Alþýðubandalaginu hér áður fyrr. Nú er hún gift varaþingmanni Samfylkingarinnar í kjördæminu, Örlygi Hnefli!

Kannski segir þetta okkur hve stutt er á milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, ekki síst í þessu kjördæmi.


mbl.is Valgerður gefur kost á sér í 2. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð fullorðinna mikil

Gagnrýni á dómara bæði innan og utan vallar er mjög algeng eins og allir vita - og spurning hvort slík framkoma hafi ekki haft áhrif á morðárás hollensku strákana.

Amk er þessi mynd sem fylgir fréttinni í dönsku blaði, næg ástæða fyir alla þá sem koma að fótbolta, einkum þó forráðamenn félaganna, að hugsa sinn gang eftir atvik sem þetta:

http://politiken.dk/sport/fodbold/ECE1831755/ungdomsspillere-slog-og-sparkede-linjedommer-til-doede/

 

 


mbl.is Aðstoðardómari barinn til dauða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 234
  • Frá upphafi: 464574

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 213
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband