Slakur leikur

Þetta er alls ekki nógu góður leikur hjá íslenska liðinu. Það vantar alla ógnun í sóknarleikinn. Stella Sigurðardóttir er búin að skjóta margoft en aðeins skorað eitt mark, Hrafnhildur Skúla sem leysir hana af er alltof hæg og Karen Knútsdóttir ógnar varla nokkuð sem heitið getur sem leikstjórnandi.

Sem betur fer eru Svartfellingingar einnig slakir í sókninni svo enn er von.

Merkilegt að sú litháíska er ekkert notuð í leiknum - og ekki heldur í æfingarleikjunum.

Hefði ekki verið nær að velja Þorgerði Atladóttur í skyttustöðuna vinstra megin heldur en manneskju sem er að leika í 2. deildinni norsku - og fær svo ekkert tækifæri tilað spila þrátt fyrir að vera valinn í landsliðið?

Ef þessi leikur tapast verður að skrifa það á reikning landsliðsþjálfarans.


mbl.is Tíu marka tap í fyrsta leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Þvílíkur bjáni þessi þjálfari. Það ætti að spila nokkrum sinnum hvað hann öskraði á leikmennina í leikhléinu í seinni hálfleik.
Hann ætti að öskra meira á sjálfan sig í stað þess að sýna leikmönnunum slíka lítilsvirðingu.

Torfi Kristján Stefánsson, 4.12.2012 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 455598

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband