Jamm

Það er hætt við að Lars Lagerbäck ætli að nota Eggert sem varnartengilið hægra megin fyrst hann bætti ekki reyndum varnartengiliði inn í liðið.

Mér telst svo til að Eggert hafi aðeins spilað í um 70 mín. síðan enska 1. deildin og deildarbikarinn hófst í haust. Hann var ekki einu sinni í leikmannahópnum hjá Wolves í sjö leikjum af 10 en á bekknum í þremur leikjum og spilaði í 7 mín. Þá var hann eitt sinn í byrjunarliðinu, í deildarbikarnum gegn 4. deildarliði, og spilaði í 67. mín.

Þrátt fyrir að fyrstudeildarlið á Englandi geti ekki notað Eggert er hann samt alltaf valinn í íslenska landsliðshópinn og verður líklega í byrjunarliðinu gegn 15. sterkasta liði í heimi!

Flestir aðrir landsliðsþjálfarar hafa það sem reglu að segja hugsanlegum landsliðsmönnum að leita sér að öðru félagsliði eða biðja um að fara á leigu ef þeir fá ekkert að spila með liði sínu - annars verði þeir ekki valdir í landsliðið. Ekki íslensku landsliðsþjálfararnir!

Leikþjálfun skiptir þannig mjög miklu máli í fótboltanum, rétt eins og í öllum öðrum íþróttagreinum, og ætti auðvitað að gera útslagið þegar valið er í landslið.

Þá skiptir einnig máli hversu sterk deildin er sem þú leikur í.

Íslenska deildin þykir t.d. ekki sterk, er í 40. sæti í Evrópu ef byggt er á árangri félagsliða í Evrópukeppnunum. Ef nefndar eru þær deildir þar sem Íslendingar leika þá er enska úrvalsdeildin í 2. sæti (Gylfi Sig.), sú ítalska í 4. sæti (Birkir Bjarna), sú hollenska í 8. sæti (Alfreð Finnboga og Jóhann Berg), sú belgíska í því 11. (enginn!!), sú tyrkneska í 12. (Grétar Rafn) og sú danska í því 15. (Ragnar Sig).

Þjálfari danska stórliðsins FCK segir þetta um belgísku deildina í samanburði við þá dönsku (á dönsku!):  "Den belgiske liga er sværere. Det er en hård liga, hvor alle hold forsvarer sig godt, og der er en masse mand-mod-mand-dueller. Der får man ikke lov til at spille så uforstyrret, som man for eksempel gør i Danmark."

Því vekur furðu að enginn íslensku leikmaður í belgísku deildinni skuli vera valinn í landsliðið, ekki einu sinn þegar veikindi og leikbann eru að hrjá liðið, einmitt í þeim stöðum sem "belgísku" leikmennirnir eru að spila.

Tekið skal fram að svissneska úrvalsdeildin er mun veikari en sú belgíska, m.a.s. veikari en sú danska, eða í 16. sæti.

 

 


mbl.is Kemur Eggert beint inn í liðið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brandari!

Þetta val er nú algjör brandari. Að vísu er Pálmi Rafn fastamaður í liði Lillestöm í norsku deildinni en hann er sóknartengiliður sem tæplega getur komið í stað varnartengiliðanna tveggja, Einars Arons og Helga Vals, sem verða ekki með gegn Sviss.

Þá hefur ungur og óreyndur strákur eins og Rúnar Már ekkert erindi gegn svo sterku liði sem Sviss er.

Hér virðist reynsla ekki skipta neinu máli heldur þeir helst valdir sem enga reynslu hafa. Hugsunin virðist vera sú að byggja upp lið til lengri framtíðar en ekki að velja bestu mennina nú til að nota tækifærið sem gefst í því að vera í einhverjum veikasta riðlinum í undankeppni HM.

Sama vitleysan, sem var við lýði þegar Óli Jó. var við stjórnvölin, heldur nú áfram. Maður er farinn að gruna að Lars Lagerbäck hefði ekki fengið landsliðsþjálfarastarfið nema hann lofaði því að halda áfram stefnu KSÍ-forystunnar, þ.e. að leyfa ungu strákunum að spreyta sig. 

Svo til samanburðar má nefna að meðalaldur norsk liðsins er 26 ár. Svo er með flest önnur landslið. Hvað ætli hann sé eiginlega hár hjá íslenska landsliðinu?


mbl.is Rúnar og Pálmi með gegn Sviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir ætli það nú séu?

"Leyndin" yfir því hverjir eru í landsliðshópi íslenska karlaliðsins í fótbolta er alltaf að taka á sig skrýtnari myndir. Val liðsins er yfirleitt kynnt seint og illa og nú þetta. Vel getur verið að menn séu ekki með planB og að enginn sé á hliðarlínunni ef einhver úr hópnum meiðist eða fer í bann. Samt var nú vitað um Helga Val vel fyrir leikinn gegn Albaníu en ekkert gert.

Ég legg til að Belgíumennirnir Stefán Gíslason og Arnar Viðarsson verði kallaðir í hópinn, eða þá einn vinstri bakvörður (t.d. Hjörtur Logi) og svo einn varnartengiliður (Stefán).

Svo er auðvitað nokkuð skondið að Grétar Rafn Sveinsson sé valinn fyrirliði í leiknum gegn Sviss eða eins og segir hjá 433.is: "Grétar hefur staðið einkar vel með landsliðinu undir stjórn Lars Lagerbäck og er lykilmaður."

Hið rétta er að Grétar hefur lítið spilað með landsliðinu undanfarið, einnig hjá Lars, og er alls enginn lykilmaður í liðinu.


mbl.is Tveir kallaðir inn fyrir Helga Val og Aron
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur á óvart ... þrátt fyrir allt

Evrópusambandið er ekkert friðarbandalag eins og saga þess sýnir (svo sem í Júgóslafíu, Libyu og nú síðast afskipti þess af borgarastyrjöldinni í Sýrlandi).

Búist var við að Nóbelsnefndin gerði ekki sömu vitleysuna og var gerð þegar Obama fékk verðlaunin 2009 heldur að reynt væri að fara sömu leið og í fyrra þegar tveir (af þremur) einstaklingar fengu verðlaunin fyrir friðsamlega baráttu fyrir auknum mannréttindum. Því var talað um hugsanlega verðlaunahafa, fólk eins og  Gene Sharp, sem er þekktur fyrir baráttu sína gegn kúgun, og egypska nunnan Maggie Gobran sem starfar fyrir fátæk börn í landi sínu, eða veðmálasamtökin Paddy Power.

Nei, ó nei. ESB skal það vera!


mbl.is Valið á ESB staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dásamlegt!

Þetta er nú eitthvað fyrir Össur og Samfylkinguna!!

Annars er Thorbjörn Jakland formaður Nóbelsnefndarinnar (frá 2009) fyrrverandi formaður Jafnaðarmannaflokksins norska, og forsætisráðherra í Noregi á árunum 1996-99, sem er andstæðingur aðildar að ESB svo þetta er ekki beint sambærilegt.

Jakland hefur hins vegar verið mjög gagnrýndur á undarförnum árum fyrir umdeildar yfirlýsingar og ákvarðanir, ekki aðeins sem formaður Nóbelsnefndarinnar heldur einnig sem aðalritari Evrópuráðsins.

Fyrsta verk hans sem forseti Nóbelsnefndarinnar var að veita Obama friðarverðlaunin vegna fyrirheita hans og hefur ekkert dregið úr átökum eftir það (né annars staðar af hálfu Bandaríkjamanna). Þá strax var farið að krefjast afsagnar hans.

Næsti skandall Nóbelsnefndarinnar var að veita kínverskum andófsmanni friðarverðlaunin árið 2010, sem leiddi til mjög erfiðs stjórnmálasambands milli Kína og Noregs og mjög minnkandi útflutningstekna Norðmanna til Kína.Héldu Kínverjar því fram að Jagland væri strengjabrúða Bandaríkjamanna og að ótýndur glæpamaður hafi fengið verðlaunin.

Í fyrra var minni styr um verðlaunin en þó þótti skrítið að forseti Liberíu, Ellen Johnson Sirleaf, fengi þau. Sagt var að hún hafi bætt mjög kjör kvenna mjög í heimalandinu og meðal annars fullyrt að mjög hafi dregið úr nauðgum kvenna þar. Nú fyrir nokkrum dögum kom svo í ljós að engin tölfræði var til staðar um þetta síðastnefnda! Líkleg ástæða fyrir valinu er sú hversu mjög konan er hliðholl Bandaríkjamönnum og gætir hagsmuna vestrænna þjóða í þessum heimshluta.

Og nú þetta. Evrópusambandið sem gerði loftárásir á Júgóslavíu á sínu tíma, köstuðu sprengjum á kínverska sendiráðið þar, og studdu glæpamenn til valda í Kosóvó. Þá var bandalagið virkur þátttakandi í loftárásunum á Libýu í fyrra.

Það er greinilegt hvar hin pólitíska slagsíða liggur hjá Nóbelsnefndninni. Hún styður vestræna hagsmuni og hagsmuni stórveldanna af öllum mætti og lætur þá stjórna vali sínu.

Allavega er það ekki ofbeldislaus barátta fyrir friði, sem hún er málsvari fyrir, þó svo að það sé yfirlýst markmið friðarverðlauna Nóbels - og hinsta ósk stofnanda þeirra Alfreðs Nóbels.


mbl.is ESB fær friðarverðlaun Nóbels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fær Ari Skúlason þá loks að leika í sinni sttöðu?

Ekki erun þetta nú góð tíðindi, sérstaklega í ljósi þess að sóknarmennirnir eru orðnir fáir og erfitt að færa einhvern þeirra aftur í þessa stöðu.

Hins vegar hefur Ari Freyr Skúlason leikið þessa stöðu alla tíð með liði sínu Sundsvall og er talinn einhver albesti leikmaður í þeirri stöðu í sænsku úrvalsdeildinni (jafnvel mun betri en Helgi Valur).

Því finnst mér sjálfgefið að Ari fái nú tækifærið til að spila þá stöðu sem hann er vanur, þó svo að það verði að viðurkennast að vinstri bakvarðarstaðan í landsliðinu er höfuðverkur, sem Ara gæti kannski tekist að laga.


mbl.is Óvíst hvort Helgi Valur getur leikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhemju háar endurgreiðslur!

Samkvæmt lögum frá 2009 um 20% endurgreiðslu kostnaðar vegna erlendrar kvikmyndar þá má búast við að milli 600 og 800 milljónir séu endurgreiddar af verkefnum sem þetta eina fyrirtæki stendur að! Það munar um slíka upphæð svona mitt í kreppunni.

Kostnaðurinn við að laða þessi kvikmyndafyrirtæki til landsins er því óhemjumikill og hætt við að reynt sé að smyrja mikið ofan á kostnaðarhliðina til að ná sem mestu af ríkinu.

Auk þess er umstangið orðið þannig að heil byggðarlögin fara á hvolf vegna þessa. Íbúarnir mega ekki vera á ferli meðan á tökum stendur svo dögum skiptir osfrv. Þá eru aðalleiðir eins og Hringvegurinn meira og minna lokaður langtímum saman vegna þessa!

Í mynd Stillers sem mikið hefur verið rætt um kemur alls ekki fram að verið sé að mynda á Íslandi heldur er bæ eins og Stykkishólmi breytt í grænskt þorp!

Því er spurning hvort einhver hagnaður sé af þessu í raun og ef svo hvort hann sé virkilega fyrirhafnarinnar virði.

Skrítið annars að vinstri stjórn skuli hækka endurgreiðlslu til handa slíkum hágróðafyrirtækjum úr 14% í 20%. Er ekki nær að lækka þær niður í 7% ef það þarf að vera með þær á annað borð?


mbl.is Helga segir tækifæri í eftirvinnslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villi og stóriðjan

Það er ótrúlegt hve sumir menn geta lagst lágt í þjónkun sinni við stóriðjujöfrana og útlendinga.

Það er ekki nóg með að stóriðjufyrirtækin borga lítinn sem engan skatt hér á landi, einkum þau fyrirtæki sem voru sett á laggirnar á árunum fyrir Hrun (það átt jú að laða þau til landsins með lágu raforkuveðri og hagstæðu skattaumhverfi).

Svo þegar hér fer allt á hliðina í Hruninu var gripið til þess ráðs að fá þessi sömu fyrirtæki að bera byrðarnar með landsmönnum - og það tókst!  En, hingað og ekki lengra, nei ómögulega takk.

Því er þessi framlenging nú án samþykkis þeirra sem hugsa um það eitt að skara eld að eigin köku.

Vonandi tekst að finna fleiri leiðir til að þvinga þessi fyrirtæki til að taka þátt í að leysa skuldavanda þjóðarinnar. Þeir gera það ekki af fúsum og frjálsum vilja þrátt fyrir ofsagróða.


mbl.is Samkomulag hundsað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérkennileg frétt

Það er spurning hvers vegna þessi frétt kemur fram núna - og svo sem einnig hvernig hægt sé að yfirfæra sænskar tölur á íslenskar aðstæður.

Kannski kemur þetta fram vegna umræðu í Noregi þessa dagana í kjölfar þess að norska ríkisstjórnin ætlar að borga þeim börnum skaðabætur sem höfðu veikst höfðu af drómasýki (narkolepsi) vegna bólusetningarinnar. Nú þegar hafa 19 börn fengið greiðslu upp á um tvö hundruð milljónir króna. Norska stjórnin hefur lagt meira en einn og hálfan milljarð til hliðar vegna þessa sem hún gerir ráð fyrir að skaðabæturnar geti komist í.

Sjá  http://www.aftenposten.no/nyheter/iriks/Tar-hoyde-for-a-utbetale-75-millioner-til-vaksineofre-7011747.html

Rannsóknir í Svíþjóð sýna þetta sama, þ.e. er tengsl vegna bólusetningarinnar við svínainnflúensunni og drómaveikisfaraldurs meðal barna í kjölfar hennar

Þess vegna er þessi yfirlýsing frá sóttvarnalækninum vægast sagt misvísandi ef ekki beinlínis villandi.


mbl.is Bólusetning kom í veg fyrir dauðsfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.8.): 4
  • Sl. sólarhring: 91
  • Sl. viku: 309
  • Frá upphafi: 464665

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 282
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband