Óhemju háar endurgreiðslur!

Samkvæmt lögum frá 2009 um 20% endurgreiðslu kostnaðar vegna erlendrar kvikmyndar þá má búast við að milli 600 og 800 milljónir séu endurgreiddar af verkefnum sem þetta eina fyrirtæki stendur að! Það munar um slíka upphæð svona mitt í kreppunni.

Kostnaðurinn við að laða þessi kvikmyndafyrirtæki til landsins er því óhemjumikill og hætt við að reynt sé að smyrja mikið ofan á kostnaðarhliðina til að ná sem mestu af ríkinu.

Auk þess er umstangið orðið þannig að heil byggðarlögin fara á hvolf vegna þessa. Íbúarnir mega ekki vera á ferli meðan á tökum stendur svo dögum skiptir osfrv. Þá eru aðalleiðir eins og Hringvegurinn meira og minna lokaður langtímum saman vegna þessa!

Í mynd Stillers sem mikið hefur verið rætt um kemur alls ekki fram að verið sé að mynda á Íslandi heldur er bæ eins og Stykkishólmi breytt í grænskt þorp!

Því er spurning hvort einhver hagnaður sé af þessu í raun og ef svo hvort hann sé virkilega fyrirhafnarinnar virði.

Skrítið annars að vinstri stjórn skuli hækka endurgreiðlslu til handa slíkum hágróðafyrirtækjum úr 14% í 20%. Er ekki nær að lækka þær niður í 7% ef það þarf að vera með þær á annað borð?


mbl.is Helga segir tækifæri í eftirvinnslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 455555

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband