Hvað með vopnin til uppreisnarmanna?

Ljóst er að vestræn lönd með Bandaríkjamenn í broddi fylkingar eiga stóra sök á hinu skelfilega ástandi í Sýrlandi. Friðsælu og tiltölulega velmegandi landi var breytt í vígvöll vegna ákafrar löngunnar vestrænna ríkja til að koma stjórnvöldum frá - með hjálp uppreisnarmanna sem í fyrstu fóru fram með friðsemd.

Og þá skiptir engu hver á í hlut, öfgamenn eða ekki, allir fá eins mikið af vopnum frá "vinum" þeirra og þeir lystir.

Á meðan Bandaríkjamenn harma lát óbreyttra borgara í stríðinu í Sýrlandi, birtast tvær skýrslur unnar af virtum bandarískum háskólum. Þær fjalla um loftárásir bandarískra drónervéla í Pakistan á meinta andstæðinga þeirra í stríðinu í Afganistan.

Þar kemur fram að þessar árásir, með mannlausum, fjarstýrðum flugvélum, bitna illa á almennum borgurum. Þvert á það sem stjórnvöld í Wasington halda fram þá er um 20% þeirra sem láta lífið almennir borgarar, þar af um fjórðungur börn.

Auk þess er lítill árangur af þessum árásum, að sögn skýrsluhöfunda. Það er að langstærstum hluta lágtsettir liðsmenn Talabanhreyfingarinnar sem eru drepnir, en höfuðmarkmiðið ameríkananna með þeim er að drepa leiðtoga hennar.

Einhver hefði kallað framferði Bandaríkjamanna í þessum heimshluta fyrir hræsni - sem og fréttaflutning fjölmiðla af þeim.  Amk er fréttaflutningurinn mjög hlutdrægur. Aðeins örsjaldan er sagt frá hinni hliðinni, eins og í þessari frétt:

http://www.dn.se/nyheter/varlden/dronare-dodar-fler-an-usa-medger

 


mbl.is Clinton þrýstir á Íraka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Versta þöggun Íslandssögunnar?

Það versta við þetta mál er þöggunin sem hefur verið ástunduð um þetta Oracle-kerfi allt síðan því var komið á. Það var allan tímann vitað um gallana á því en ekkert sagt fyrr en nú, 10 árum síðar!!!!

Reyndar er þessi þöggun dæmigerð fyrir íslenskt samfélag en þetta er þó líklega versta dæmið.

Hér er eitt dæmi um kerfisgallann. Ætli þau sé ekki fleiri og alvarlegri en þetta?:
http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=2012120929245

Vel gæti maður trúað því að búið sé að stela mörgum milljörðum frá þeim ríkisstofnunum sem nota þetta kerfi - og þeir eiga eflaust eftir að verða miklu fleiri fyrst alþjóð veit núna af þessum göllum.


mbl.is Alvarlegir gallar á bókhaldskerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er þá ekkert gert í málinu?

Maður verður daglega var við fjölda bílstjóra sem tala í símann meðan þeir eru að aka bifreið sinni. Tvisvar hefur það gerst að bíl, sem stjórnað var á þennan hátt, var ekið inn á akbrautina þar sem ég var á bíl og næstum lentur inn í hliðina á mér. Tekið skal fram að í báðum tilvikum var um stóra jeppa að ræða og báðir ökumennirnir voru ... konur. Reyndar er það miklu algengara að konur tali í síma undir stýri en karlmenn (og hana nú!).

Aldrei hef ég heyrt um að lögreglan hafi skipt sér af þessu háttalagi þó svo að það sé bannað. Fréttin í gær um dönsku ökumennina sem hafa verið teknir undanfarið við þessa iðju og þurft að borga háar sektir fyrir, verður vonandi til þess að tekið verði á þessu vandamáli og það af fullri hörku.

Einnig er ótrúlega algengt að sjá bíla fara yfir á rauðu - og virðist heldur ekkert vera gert í því.

En vesalings löggunni er vorkunn. Hún er jú alltaf í fjársvelti og getur því aldrei gert skyldu sína!

Þessi skortur á löggæslu leiðir til þess að almenningur telur sig ráða þessu sjálfur, rétt eins og fólk ráði því hvort það leggur upp á gangstétt eða ekki (er ekki svo?). Lögleysan verður þannig regla en ekki undantekning.


mbl.is „Eins og að aka undir áhrifum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boðar ekki gott fyrir landsliðið

Hætt er við að dvöl Gylfa Þórs hjá Tottenham verði enginn dans á rósum! Og það boðar ekkert gott fyrir landsliðið þegar einn af fastamönnum þess lendir á bekknum hjá félagsliði sínu.
Það virðist reyndar vera örlög ótrúlegra margra landsliðsmanna. Birkir Bjarnason er á bekknum hjá Pescara og fær lítið að spila. Sama má segja um Jóhann Berg sem hlýtur að fara að leita sér að nýju félagi. Sölvi Geir virðist svo vera kominn fast á bekkinn hjá FCK. Eggert Gunnþór Jónsson er svo ekki einu sinni í leikmannahópnum hjá Wolves.

Rúrik Gíslason hefur einnig verið á bekknum hjá sínu nýja félagi, FCK, en úr rættist í síðasta leik. Fyrirliðinn Aron Einar var einnig á bekknum hjá Cardiff í fyrstu leikjunum í haust en hefur fengið að spila undanfarið. Þá er Björn Bergmann að koma inná undnafarið hjá Wolves af bekknum.

Heilt yfir lítur þetta ekki nógu vel út hjá landsliðinu. Styrkleiki íslensku atvinnumannanna virðist ekki nægur um þessar mundir, auk þess sem valið á liðinu orkar mjög tvímælis.

Þeir sem eru að standa sig best úti þessa dagana eru annað hvort ekki valdir í liðið (Aron Jóhannsson og Stefán Gíslason) eða sitja á bekknum (nær) allan tímann (Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Alfreð Finnbogason).
Þá eru menn ekki að spila stöður sínar með landsliðinu, menn eins og Ari Freyr Skúlason sem leikur sem varnartengiliður hægra megin hjá Sundsvall og á stóran þátt í að takast að halda liðinu í efstu deild sænska boltans. Í landsliðinu er hann settur í vinstri bakvarðarstöðuna ef hann fær að vera með á annað borð!


mbl.is Gylfi Þór fékk lægstu einkunn allra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er Mogginn að birta þessa yfirlýsingu - og þessa mynd?

Fréttin sem yfirlýsing Hamars á við hefur aldrei birst í Mogganum heldur einungis á fotbolti.net og öll umræðan um þetta mál farið fram þar.

Því er furðulegt að Mogginn sé að birta svona blammeringar í garð stuðningsmanna KF, hvað þá þessa mynd sem er leiðinda aðför að mannorði þeirra sem eru á myndinni. 

Þá er framkoma Hamars í þessu máli í alla staði fáránleg. Fyrst fyrirlýsing þjálfarans Salih Heimi Porca, sem virðist hafa lært meira af gamla þjálfaranum sínum Guðjóni Þórðarsyni en góðu hófi gegnir, og svo þetta frá knattspyrnudeildinni.

Vegna staðhæfingar Porca um slæma aðstæður fyrir norðan þá er ástæða til að benda á aðstæðurnar sem áhorfendum eru búnar í Hveragerði, en sjá má þær á myndbandi af atvikinu. Þar er vírnetsgirðing sem greinir áhorfendastæðið frá sjálfum leikvellinum (eins og áhorfendur séu rollur!!

Er ekki ástæða fyrir KSÍ að banna slíkar aðstæður og fara fram á það við Hamar að úr því verði bætt?


mbl.is Yfirlýsing frá Hamri vegna leiksins við KF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leggja íslenskuna af rétt eins og krónuna!

Það má nota sömu rök um íslenska tungumálið og notað er um íslensku krónuna.

Samfélagið er alltof lítið og þjóðin alltof fámenn til að vera með sérstakt tungumál. Auk þess er kostnaðurinn við það alveg gríðarlegur - allar þessar þýðingar á tilskipunum Evrópusambandsins svo og auðvitað á upplýsinga- og tölvuútbúnaði.

Einfaldast er að taka upp enskuna í staðinn þar sem þjóðin er öll orðin svo ameríkanseruð að fjölmiðlafólk getur ekki einu sinni tekið viðtöl við skandinava á þeirra eigin tungu heldur verða að notast við enskuna.

Svo er auðvitað út- og innflutningur langmestur á vörum frá enskumælandi þjóðum svo þetta er sjálfsagt mál - rétt eins og með evruna.

Ég er viss um að allir sannelskandi alþjóðasinnar og andstæðingar úreldra þjóðernissjónarmiða taki undir þetta með mér - og er þá einkum hugsað til vina minna, kratanna, í því sambandi.


mbl.is Íslenskan næstverst stödd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju var Magnús rekinn?

Það hljóta ýmsir að spyrja sig af hverju þurfti að láta þjálfarann fara svona rétt fyrir lok móts. Var hann ekki að standa sig vel hjá ÍBV? Liðið í 2. sæti deildarinnar og í góðum sjens að komast í Evrópukeppnina að ári.
Varla hefur það verið krafa Hermanns eða hvað?
mbl.is Snýr aftur til Eyja eftir 15 ár í Englandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðmenn fegnir!

Það fór um Norðmenn undir lok leiksins. Á einum netmiðlinum mátti lesa mikið þakklæti til íslensku kvennanna fyrir að klúðra hverri sókn á fætur annarri undir lokin.
Hólmfríður Magnúsdóttir fékk sérstakar þakkir:
85. mín: "If it ain't broken, don't fix it, men hva hvis det ikke fungerer? Island prøver seg med kveldens 372. langskudd. Over, nok en gang. Takk, Magnusdottir."
90. mín.: "Hjelmseth slår unna, Island plukker returen, men skyter utenfor. Igjen. Takk, takk, takk!"
Og að leik loknum: "JAAA! Veigar Páll Gunnarsson! Jóhanna Sigurdardóttir! Eidur Gudjohnsen! Vi har slått dere alle! Kamerat Reinfeldt here we come!"
mbl.is Ísland þarf að fara í umspil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"megaskarp i år"

Það eru kannski frekar mótspilarar Arons sem gefa honum háar einkunnir en þjálfari AGF.

Fyrirliði Midtjylland átti varla orð til að lýsa hæfni Arons: http://politiken.dk/sport/fodbold/superligaen/ECE1756650/agfs-ligatopscorer-imponerer-lige-nu/

En þjálfari AGF kvartaði yfir því að Aron brenndi af dauðafæri í byrjun seinni hálfleiks!

 


mbl.is „Aron leggur geysilega hart að sér“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndband af mörkum Arons

Hér er myndband af mörkum Arons og stoðsendingunni sem hann átti í þriðja markinu:
http://sporten.tv2.dk/2012-09-17-tv-johanssons-vilde-m%C3%A5lstime-kn%C3%A6kker-fcm?forside


mbl.is Aron hækkar í verði og fær betri samning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.8.): 26
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 331
  • Frá upphafi: 464687

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 304
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband