Hvað með vopnin til uppreisnarmanna?

Ljóst er að vestræn lönd með Bandaríkjamenn í broddi fylkingar eiga stóra sök á hinu skelfilega ástandi í Sýrlandi. Friðsælu og tiltölulega velmegandi landi var breytt í vígvöll vegna ákafrar löngunnar vestrænna ríkja til að koma stjórnvöldum frá - með hjálp uppreisnarmanna sem í fyrstu fóru fram með friðsemd.

Og þá skiptir engu hver á í hlut, öfgamenn eða ekki, allir fá eins mikið af vopnum frá "vinum" þeirra og þeir lystir.

Á meðan Bandaríkjamenn harma lát óbreyttra borgara í stríðinu í Sýrlandi, birtast tvær skýrslur unnar af virtum bandarískum háskólum. Þær fjalla um loftárásir bandarískra drónervéla í Pakistan á meinta andstæðinga þeirra í stríðinu í Afganistan.

Þar kemur fram að þessar árásir, með mannlausum, fjarstýrðum flugvélum, bitna illa á almennum borgurum. Þvert á það sem stjórnvöld í Wasington halda fram þá er um 20% þeirra sem láta lífið almennir borgarar, þar af um fjórðungur börn.

Auk þess er lítill árangur af þessum árásum, að sögn skýrsluhöfunda. Það er að langstærstum hluta lágtsettir liðsmenn Talabanhreyfingarinnar sem eru drepnir, en höfuðmarkmiðið ameríkananna með þeim er að drepa leiðtoga hennar.

Einhver hefði kallað framferði Bandaríkjamanna í þessum heimshluta fyrir hræsni - sem og fréttaflutning fjölmiðla af þeim.  Amk er fréttaflutningurinn mjög hlutdrægur. Aðeins örsjaldan er sagt frá hinni hliðinni, eins og í þessari frétt:

http://www.dn.se/nyheter/varlden/dronare-dodar-fler-an-usa-medger

 


mbl.is Clinton þrýstir á Íraka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 455617

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband