18.6.2012 | 21:59
Dómaraskandall
Dómarnir gegn Króötum allan leikinn voru hlægilegir sem og það sem Spánverjunum var leyft að komast upp með.
Króatarnir voru snuðaðir um tvær vítaspyrnur, í fyrri hálfleik þegar Ramos braut illilega á Mandzukic (og verðskuldaði að auki gula spjaldið) en ekkert dæmt - og svo í seinni hálfleik (þegar staðan var enn 0-0) þegar hangið var á handleggnum á Corluka. Í staðinn geystust Spánverjar upp og skoruðu markið sem sendi Króata út úr keppninni.
Þetta er auðvitað ekki í fyrsta eða annað skiptið sem dómararnir hjálpa "stóru" þjóðunum að komast áfram. Spillingin innan knattspyrnunnar - og dómaraliðsins - ríður ekki við einteyming.
Og enginn segir neitt ...
![]() |
Spánverjar og Ítalir áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2012 | 17:10
Íslenskir ESB-sinnar og kratar fagna sigri hægriaflanna í Grikklandi!
Þetta viðtal við Eirík Bergmann Einarsson hinn mikla Evrópusambandssinna (og krata) er auðvitað stórmerkilegt.
Hann fullyrðir fyrst að Grikkir hafi komist inn í Evrópusambandið með brögðum og að þeim hefði aldrei verið stætt á að taka upp Evruna. Ef þetta er rétt hjá honum þá er hætt við að okkur Íslendingum verði aldrei stætt á að komast í ESB þar sem við getum aldrei uppfyllt þau skilyrði sem þarft til að taka upp Evruna.
Þá er Eiríki Bergmann mjög létt yfir því að hægri flokkurinn hafi unnið (nauman) sigur í kosningunum og á þá gleði sammerkt með markaðsöflunum og fjármálastofnununum í Evrópu! Hann kallar Grikkland úlfaríki sem sífellt hleypur útundan sér! Lýsing hans á ástandinu í landinu og á grísku þjóðfélagi alla síðustu öld er ekki falleg og verður varla sögð vera annað en ósvífið níð um landið: Þar er stjórnleysi og gríðarleg landlæg spilling. Fólk borgar ekki skattana sína og gríska ríkið hefur verið á hausnum meira eða minna alla 20. öldina. Næsta skref fyrir ESB er auðvitað að leggja landið undir sig og gera það aftur að nýlendu eins og það var fram á 19. öld!
Ekki er Árdísi Ingvarsdóttur eins létt yfir niðurstöðunum og óttast að þær leiði til enn meira atvinnuleysis meðal ungs fólks í landinu. Þessi hætta virðist ekki valda Eiríki Bergmanni áhyggjum, né öðrum íslenskum (og kratískum) ESB-sinnum. Þeir virðast ekki heldur hafa hinar minnstu áhyggjur af því að með inngöngunni í ESB verði atvinnuleysið innan sambandsins flutt hingað til lands.
Það hlýtur vekja athygli að jafnaðarmenn (sem eru helstu og jafnvel einu ESB-sinnarnir hér á landi) skuli gleðjast yfir sigri hægri-aflanna í Grikklandi. Þetta segir mér það eitt að ESB-sinnuðu kratarnir eru orðnir mesti hægriflokkurinn á Íslandi, þ.e. Samfylkingin.
En þá beinist augum að samstarfsflokki þeirra í ríkisstjórn. Eru Vinstri grænir virkilega ekki orðnir þreyttir á samstarfinu við þá eða er sá flokkur einnig orðinn háborgaralegur krataflokkur?
![]() |
Er gríski harmleikurinn á enda? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2012 | 20:59
Loksins hægt að hlusta á beinu lýsinguna!
Það var mikill léttir að þurfa ekki að hlusta á speki silfurskeiðsgauranna, Bjarna Guðjóns og Hauks Inga, í beinni lýsingu á leik Þjóðverja og Hollendinga á Rúv í kvöld.
Að vísu losnaði maður ekki við Bjarna í spekinni á eftir og í hálfleik - og sætir furðu að þessir tveir menn, sem ekki aðeins eru bullandi hlutdrægir heldur hafa ekkert vit á fótbolta, skuli fá að dósera á þennan hátt í ríkisfjölmiðlinum.
Er ekki hægt að hlífa okkur við þessum mönnum - og einnig heimska íþróttafréttamanninum með furðulegu áherslurnar?
![]() |
Þjóðverjar í góðum málum eftir sigur gegn Hollendingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2012 | 07:59
Hann þjálfaði nú líka danska landsliðið ...
... með Morten Olsen um tíma!
Auk þess er hann frægasti knattspyrnumaður sem Danir hafa átt!
![]() |
Laudrup sagður taka við Swansea |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2012 | 23:48
Þakið að rifna af húsinu?
Annars voru þetta fínir tónleikar með Costello, þó svo að fagnaðarlætin hafi verip hófleg og undirtektir áheyrenda frekar litlar þegar frægustu lögin hljómuðu. Það var ótrúlegt að þessi stórstjarna skyldi spila hátt í klukkutíma lengur en hljómleikarnir áttu að standa.
![]() |
Hvínandi stemning hjá Costello |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2012 | 20:55
Trúlegt!
Bandaríkjamenn hafa verið duglegir við að drepa Talibana og aðra meinta terrorista með því að gera árásir á heimili þeirra - ekki síst með drónervélum sínum sem eru fjarstýrðar drápsvélar.
Þá er vitað mál að Kaninn, frelsari alheimsins og sjálfskipaður vernari veraldarinnar, setur það ekkert fyrir sig þó svo að konur og börn séu fyrir í þessum húsum. Það að tilheyra þessu fjölskyldu þessara svokölluðu "terrorista" er dauðasök.
Þetta er auðvitað þvert gegn öllum alþjóðalögum, Genfarsáttsálanum o.s.frv. en Bandaríkjamenn gefa auðvitað skít í það - og heimurinn segir ekki neitt.
Þetta gerist ekki bara í Afganistan, heldur einnig í Jemen og Sómalíu - og víðar.
Og nú ætlar Evrópusambandið að feta sömu slóð og hefur ákveðið að kaupa nokkrar svona drápsvélar til að nota í Evrópu! Össur var þar við og lýsti glaður yfir stuðningi við þessar hugmyndir.
Hverjir ætli verði fyrstu fórnarlömbin? Andstæðingar ESB?
![]() |
NATO hætti loftárásum við íbúahverfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2012 | 16:46
Samstöðufundur?
Þetta er nokkuð skrítinn fréttaflutningur á mbl.is og einnig á tístinu ("nokkrir" mótmælendur)!
Mér sýndist nú hóparnir vera nokkuð svipaðir, og mótmælendur síst færri þar sem þeir dreifðu sér meira um svæðið.
Því er það hrein og bein fréttafölsun að tala um samstöðufund, því þetta er allt eins mótmælafundur.
Vonandi fer þó allt vel og helv. kalsarigningin verði til að kæla fólk niður.
![]() |
Fjölmenni á samstöðufundi á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2012 | 09:10
Langbesta liðið?
Halló.
Það eru of margir veikir hlekkir í þessu liði, eins og kom í ljós í seinni hálfleiknum gegn Azerum, svo það er alls ekki hægt að tala um mjög gott lið hvað þá það langbesta!
Hægri bakvörðurinnn er t.d. alltof hægt og klaufskur að auki. Eins var Jón Daði á hægri kantinum klaufskur með boltann og átti í erfiðleikum að standa í lappirnar. Finnur Orri á miðjunni var greinilega veiki hlekkurinn þar, féll of langt aftur og leyfði allt of mikið spil fyrir utan teiginn.
Varamennirnir voru heldur ekki góðir nema Rúnar Már sem var mjög öruggur í spilinu.
Það eru þó nokkrir góðir leikmenn í liðinu (en ekki nógu margir). Aron var t.d. mjög hættulegur frammi í seinni hálfleiknum en Björn síðri (en sýndi þó nokkra góða takta). Þá var Kristinn Jónsson góður í vinstri bakverðinum og Björn Daníel lipur á miðjunni. Miðverðirnir stóðu einnig fyrir sínu og gaman að sjá hvað Hörður Magnússon er teknískur og öruggur á boltanum. Seinna markið fæst ekki skrifað á hann heldur á Þorstein Má sem var með glórulausa sendingu tilbaka.
Reyndar má lesa gagnrýni á landsliðsþjálfarann í ummælum Björns Bergmanns um að hann og Aron hafi verið alltof einir frammi í seinni hálfleiknum - að liðið hafi ekki fylgt með fram (sem er rétt).
Eyjólfur vill hins vegar hafa þetta svona eins og kemur fram í myndbandsviðtalinu við hann eftir leikinn hér á mbl.is.
Það er þó of mikið sagt að Ísland væri efst í riðlinum með annan þjálfara - en það hefði verið til bóta.
![]() |
Björn Bergmann: Erum langbesta liðið í riðlinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2012 | 08:51
Er maðurinn fífl?
Þetta var nú einmitt gallinn hjá liðinu í seinni hálfleik! Of oft langar sendingar fram á Björn Bergmann sem mátti sín lítils gegn fjölmennri vörninni, og miðjan bakkaði oft allt of mikið þannig að Azerarnir náðu upp spili fyrir framan vítateig Íslendinga svo oft skapaðist stórhætta. Þetta finnst Eyjólfi í lagi!!
Einu skiptin sem vel gekk í þessum seinni hálfleik var einmitt þegar stutta spilið fékk að njóta sín, sérstaklega eftir að Valsarinn (Rúnar) kom inná. Þá skapaðist nokkrum sinnum stórhætta við vítateig Azerana og eitt sitt augljóst víti (þegar Ólafsvíkingurinn var felldurinni í teig).
Eyjólfur er greinilega ekki starfi sínu vaxinn og ætti að taka poka sinn sem fyrst.
![]() |
Eyjólfur: Of æstir á köflum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2012 | 18:45
Hringl með liðið!
Eyjólfur Sverrisson er mikið fyrir það að hringla með liðið.
Þá þar nefna að hann notar nú þriðja markmanninn í mótinu, Árna Snæ Ólafsson.
Þá hefur hægri bakvörðurinn aldrei spilað með liðinu, Haukur H. Hauksson, ekki einu sinn verið valinn í hópinn fyrr en nú.
Annars er gaman að sjá sóknarparið þarna, Björn Bergmann og Aron, sem ættu að gera það gott.
Til gaman má nefna að Kolbeinn Sigþórsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru báðir gjaldgengir með liðinu (og Jóhann hefur leikið með liðinu), en eru hvorugir valdir nú.
![]() |
Ísland fékk á sig sigurmark í uppbótartíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.9.): 4
- Sl. sólarhring: 120
- Sl. viku: 364
- Frá upphafi: 464931
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 322
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar