9.8.2015 | 17:50
Eiður Aron ekki með?
Annað segja nú norrænir miðlar.
Eiður var í byrjunarliði Örebro og lék allan leikinn!
http://vglive.no/#match=iss1963568
![]() |
Arnór Ingvi á skotskónum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2015 | 21:47
Viðtal við Kára fyrir leikinn
Kári fékk góða dóma í Sydsvenskan fyrir leik sinn í kvöld, sem og hinn miðvörðurinn.
Fyrir leikinn var viðtal við hann í sama blaði þar sem hann var kallaður herforingi varnarinnar:
http://www.sydsvenskan.se/sport/forsvarsgeneralen-ska-dirigera-mff-mot-europa/
Hann virðist þó hafa gleymt sænskunni sem hann lærði sem krakki í Lundi en viðtalið fór fram á ensku og skandinavísku!
Greinilegt er að reynslan í íslenska landsliðinu er að gera honum og Birki Bjarnasyni gott en lið þeirra eru nú bæði öruggt með sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
![]() |
Frábær endurkoma Kára og félaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2015 | 15:55
Nýjan gjaldmiðil?
Ætli hnífurinn standi ekki einmitt þar í kúnni? Einsmálsflokkurinn Björt framtíð er nefnilega ekki þekktur fyrir klukkufrumvarp sitt, flestum er sama um það, heldur fyrir sitt eina mál: Inngönguna í ESB og upptök evrunnar.
Nú hins vegar nefnir formaðurinn ekki ESB-málið á nafn og talar aðeins um annan gjaldmiðil en ekki evruna.
Kjósendurnir vita hins vegar betur og hafa engan áhuga á flokki sem enn heldur fast við inngöngu í ESB og upptöku evru, þrátt fyrir að allir viti hvaða afleiðingar það muni hafa í för með sér. Grikkland er gott dæmi um það.
Það er svo sem ekkert skrítið að hinn ESB-flokkurinn, Samfylkingin, sé einnig í frjálsu falli í skoðanakönnunum. Meðan þessir flokkar breyta ekki um stefnu varðandi ESB og evru mun fylgið halda áfram að hrynja af þeim.
![]() |
Björt framtíð ekki einsmálsflokkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2015 | 08:23
Hlýtt eða kalt?
Í yfirlitinu frá Veðurstofunni kmeur fram að meðalhiti í Reykjavík í júlí var 11,3 stig, 0,8 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en -0,8 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Hann var 46. hlýjasti júlímánuðurinn í sögu mælinga í 145 ár, eða vel yfir meðaltalinu!
Ef mánuðurinn er borinn saman við sama mánuð það sem af er öldinni kemur í ljós að júlí í ár er í hópi þeirra hlýrri:
Á þessari öld var kaldara í Reykjavík árin 2000 (10,7), 2001 (11,1), 2002 (10,2), 2005 (10,5), 2007 (11,0) og 2013 (10,9).
Árið 2006 var svipaður hiti (11,4 stig), einnig árin 2008 (11,5), 2009 (11,3), 2011 (11,2) og 2014 (11,4).
Árið 2003 var mun hlýrra (12,8) og einnig árin 2004 (12,6), 2010 (12,1) og 2012 (12,3).
Þetta gerir sex kaldari júlímánuði á öldinni, fimm svipaða en fjóra hlýrri. Sem sé í góðu meðallagi á þessari öld, sem hefur slegið öll met í hlýindum það sem af er!
Svo ekki sé talað um sólskinið í Reykjavík sem mældist í 225,5 klukkustundir. Það er heilum 54 stundum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 og 30 stundum yfir meðallagi síðustu tíu ára (fleiri síðast 2009).
![]() |
Veðri misskipt það sem af er sumri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2015 | 18:44
Bráðum tvö ár í fangelsi!
Blaðamennirnir eru núna bráðum búnir að sitja tvö ár í fangelsi í Þýskalandi, fyrir fréttamennku sem þýsk stjórnvöld kalla landráð.
Það ríkir tjáningar- og fjölmiðlafrelsi í þessari háborg ESB!:
https://netzpolitik.org/2015/verdacht-des-landesverrats-generalbundesanwalt-ermittelt-doch-auch-gegen-uns-nicht-nur-unsere-quellen/
![]() |
Þýski ríkissaksóknarinn rekinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2015 | 09:03
Úrkalínuher átti upptökin
Eftirlitsmenn frá ÖSE, Öryggisstofnun Evrópu, eru sammála um að Úkraínuher hafi átt upprökin að þessum átökum. Stjórnarherinn víli ekki heldur fyrir sér að skjóta á eftirlitsmennina og er ÖSE nú að hugsa um að koma sér í burtu frá mestu ófriðarsvæðunum.
Reyndar er merkilegt með ÖSE, rétt eins og vestræna fjölmiðla, að þeir forðast að gefa upp hver sé sökudólgurinn, þó svo að það megi auðveldlega lesa milli línanna hver sé árásaraðilinn.
http://www.dn.se/nyheter/varlden/osse-ser-over-ukrainainsats/
Þetta á einnig við um þessa frétt á mbl.is. Almennir borgarar á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna særðust, sem þýðir auðvitað að það er Úkraínuher sem hefur skotið á þá.
Hér á landi er um þessar mundir mikil umræða um þátttöku Íslands í refsiaðgerðunum gegn Rússum vegna Úkraínudeilunnar, rétt eins og það sé Rússar einir, og aðskilnaðarsinnar, sem eigi sökina. Þessar refsiaðgerðir geta snúist gegn okkur ef Rússar hætta að kaupa íslenskar vörur. Þetta hefur m.a. gerst með norskar vörur og kostað Norðmenn drjúgan skildinginn.
Úkraínustjórn hefur hins vegar enn og aftur sýnt að þeir vilja gera rússneska minnihlutann í landinu að þriðja flokks borgurum og svipta þá sjálfsögðum mannréttindum. Þetta styðja vestræn lönd með ESB og Bandaríkin í fylkingarbroddi og við Íslendingar tökum undir með þeim. Já, hræsni okkar vesturlandabúa ríður ekki við einteyming.
![]() |
Úkraínskir hermenn féllu í bardögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.7.2015 | 10:37
Sláttinn?
Þetta kallast nú að snúa, eða tæta, en ekki að slá enda engin sláttuvél sjáanleg!
![]() |
Slátturinn loksins hafinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2015 | 08:40
Vill komast í landsliðið
Ein helsta ástæða þess að Matthías skipti um klúbb var ætlun hans að komast í íslenska landsliðið og í úrslitakeppni EM. Lið hefði mjög góða framherja á að skipa og hann yrði að spila með toppliði til að eiga einhverja möguleika á að vera valinn í landsliðið. Þetta að sögn hans sjálfs í viðtali við staðarblaðið í Þrándheimi.
Einnig kemur fram í viðtalinu að hann hafi ekki tekið tilboði rússneska liðsins, sem var eitthvað betra en Rosenborgar, vegna þess að fjölskyldan vildi ekki flytja þangað:
http://www.adressa.no/100Sport/fotball/eliteserien/article572749.snd
Matthías er að mínu mun betri leikmaður en Jón Daði, sem hefur verið valinn í landsliðið að undanförnu. Vonandi verða þessi skipti til þess að Ísfirðingurinn verði að ósk sinni.
![]() |
Matthías semur við Rosenborg á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2015 | 19:01
Steinþór með stórleik
Skrítin frétt þetta því maður leikins var Steinþór Þorsteinsson. Hann átti stoðsendingu og fiskaði víti sem skorað var úr.
Viking er búið að selja tvo sóknarmenn síðustu daga sem gefur Steinþóri tækifæri í byrjunarliðinu í fyrsta sinn á leiktíðinni.
![]() |
Jón Daði innsiglaði Íslendingaslaginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.7.2015 | 08:43
Afsakanir?
Íslensku félagsliðunum hefur líklega aldrei gengið svona illa í Evrópukeppnunum eins og í ár. Öll fallin úr leik.
Þetta verður Norðmönnum tilefni til að bera saman árangur íslenska landsliðsins og félagsliðanna, þ.e. eftir leik KR gegn Rosenborg. Þar kemur fram að norska liðið hefði getað unnið 7-0 sigur á KR í stað 3-0 sigursins sem varð lokastaðan.
Þeir voru undrandi á því hvað KR-liðið var lélegt miðað við landsliðið okkar. Norska félagsliðið svo miklu betra, meðan íslenska landsliðið sé mun betra en það norska:
http://www.vg.no/sport/fotball/rosenborg/rosenborg-videre-i-europa-etter-lekestue-paa-lerkendal/a/23493971/
![]() |
Rauðasta Evrópusumarið í áratug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.8.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 228
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 208
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar