10.10.2024 | 12:07
Um morðin í Jeju í Suður-Kóreu árið 1948
Mikilvæg ákvörðun Sænsku akademíunnar í ljósi þjóðarmorðanna í Gaza, Vesturbakkanum og nú í Líbanon þessa dagana, með dyggum stuðningi bandarískra stjórnvalda.
Nóbelsverðlaunahafinn í ár, Han Kang, skrifaði bókina Lifandi og dauðir um þjóðarmorðin á eyjunni Jeju í Kóreu þegar herlögreglan þar í landi, á vegnum einræðisstjórnarinnar þar sem var studd af Bandaríkjunum, bældi niður uppreisn eyjaskeggja með mjög brútölum hætti, þ.e. drápu á milli 80.000-100.000 manns, aðallega óbreytta borgara. Fram á miðjan 10. áratuginn var bannað að minnast á þessi morð þar í landi og var refsað með barsmíðum, pyntingum og fangelsun ef það var gert.
Stjórnvöld í Suður-Kóreu viðurkenndu þessi morð svo loksins árið 2003 og árið 2007 var einnig viðurkennt að þetta hafi verið þjóðarmorð.
https://en.wikipedia.org/wiki/Jeju_Island
![]() |
Han Kang hlýtur Nóbelinn í bókmenntum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2024 | 11:31
"Þá verður jörðin fyrir alla"
Myndin hennar Lísu
Gult fyrir sól, grænt fyrir líf,
grátt fyrir þá sem reka menn út í stríð.
Hvítt fyrir börn, sem biðja um frið
biðja þess eins að fá að lifa eins og við.
Er ekki jörðin fyrir alla?
---
Taktu þér blað, málaðu á það
mynd þar sem að allir eiga öruggan stað.
Augu svo blá, hjörtu sem slá
hendur sem fegnar halda frelsinu á.
Þá verður jörðin fyrir alla.
Olga Guðrún Árnadóttir
https://www.tonak.is/is/skolinn/songvaflod/songbokin/myndin-hennar-lisu
![]() |
Myndir: Mótmælt fyrir utan ríkisstjórnarfund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2024 | 08:50
Biden: Gera Trump að skotmarki
Gamli jálkurinn hann Biden mismælir sig ekki aðeins eða tafsar á orðunum heldur er býsna illorður í yfirlýsingum sínum, svo það jaðrar við stríðsyfirlýsingar.
Orðrétt sagði hann fyrir nokkrum dögum: Put Trump in a bullseye, sem útleggst jú eins og titillinn hér ofar segir. Og það var tekið bókstaflega.
Svo auðvitað þetta um bænina og að ofbeldi sé ekki liðið í landinu! Þetta stríðsæsingartal Bidens hefur reyndar fyrst og fremst beinst gegn Rússum og í yfirlýsingum um að Ísrael hafi rétt á að "verja" sig en þegar á annað borð er talað á þennan hátt, er stutt yfir í það að tala þannig einnig í kosningabaráttunni.
Rétt er einnig að minna á orð Macrons Frakklandsforseta um að ef flokkur hans myndi tapa í kosningum þar í landi þýddi það borgarastyrjöld.
Já lýðræðið á undir högg að sækja viða á Vesturlöndum og það einkum hjá þeim sem tala hæst um hve miklir lýðræðissinnar þeir eru.
Heimur á heljarþröm?
![]() |
Joe Biden gaf fyrirmælin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2024 | 19:48
Þór Sigfússon!
Guðni Th lýkur forsetatíð sinni með "glæsibrag", hengir fálkaorðinni á einn helsta Hrunverjann! Þór Sigfússson átti yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi sem forstjóri Sjóvár í Hruninu, svo sem fyrir Vafningslánið fræga uppá 10,5 milljarða:
https://www.visir.is/g/2010964612d/gaeti-att-yfir-hofdi-ser-allt-ad-sex-ara-fangelsi
Líklega er þetta dæmigert fyrir stutt minni ráðamanna þjóðarinnar um þessar munddir, sem og þjóðarinnar sjálfrar, sem sýndi sig í nýafstöðnum forsetakosningum þegar einn helsti hugmyndafræðingur nýfrjálshyggjunnar fyrir Hrun, Halla Tómasdóttir, var kosinn forseti lýðveldisins.
Já veröldin er skrítin og langtímaminni fólks mjög stutt.
![]() |
Sextán fengu fálkaorðuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2024 | 18:45
Stærsti þjófnaður veraldarsögunnar?
Loksins hafa Vesturlönd látið verða af áformum sínum um að stela 50 milljörðum dollurum frá Rússum og "lána" leppum sínum í Úkraínu (hvernig er annars hægt að lána eitthvað sem maður ekki á?).
Þátttaka Vesturlanda í hernaðinum gegn Rússum verður sífellt augljósari, þannig að vel er hægt að tala um að algjört stríð vestrænna þjóða standi nú yfir gegn rússneska birninum.
Það er auðvitað spurning hvernig alþjóðastofnanir bregðast við þessum tíðindum en þær eiga að vera hlutlausar í þannig átökum.
Það hefur reyndar margoft sýnt sig að þessar alþjóðastofnanir, sem voru settar á fót til að stjórna heimsmálunum og varðveita friðinn, hafa ekkert vald m.a. hvað varðar þjóðarmorð Ísraela á Gaza - og eru algjörlega undir hælnum á Kananum í alþjóðamálum. Sama á við um stríðið í austurhluta Úkraínu. Það eru Bandaríkin og leppríki þeirra sem ráða öllu á alþjóðavettvangi og eru hinar raunverulegu Sameinuðu þjóðir, þ.e. eitt land og þeirra leppar sem er lögga Jarðarinnar. Hvenær ætla aðrar þjóðir, utan Vesturlanda, að rísa upp gegn þessari nýjustu birtingarmynd nýlendustefnunnar?
![]() |
Fagnar sögulegu láni til Úkraínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2024 | 19:23
Enn eitt skrýtið byrjunarval
Enn heldur Norsarinn besta leikmanni Íslands, Stefáni Teiti Þórðarsyni, út úr liðinu. Þegar Stefán kom loks inná í leiknum gegn Englendingum komst jafnvægi í leik liðsins.
Þetta vandamál, stressið, sást strax vel í leiknum gegn Hollendingum þar sem Ísland hélt boltanum nær aldrei heldur lá undir stanslausri pressu. Það leiddi auðvitað til marks sem urðu sem betur fór ekki fleiri í fyrri hálfleiknum.
Nær allir íslensku leikmennirnir hafa átt slakan leik til þessa svo það mætti skipta þeim flestum út í seinni hálfleik. Jón Dagur, Jóhann Berg, Arnór Trausta og Andri Lúkas ættu að fara fyrstir útaf. Svo Hákon Haralds sem hefur ekki heldur sést í leiknum.
4-0 tap gegn Hollendingum eftir útisigur gegn Englendingum - og afsakanirnar þegar byrjaðar!
Var ekki einhver að hneykslast á þeim sem setja spurningarmerki við landsliðsþjáfara íslenska landsliðsins? Kristian loksins inná á 83. mín!!
![]() |
Holland reyndist ofjarl Íslands í Rotterdam |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2024 | 18:20
Að venju skrýtið byrjunarliðsval hjá þeim norska
Stefán Þórðar, valinn leikmaður dönsku bikarkeppninnar, er ekki í byrjunarliðinu!
Annars er valið á Bjarka ekki svo vitlaust en hann er enginn bakvörður heldur sóknartengiliður. Ef val þetta á að sýna að þjálfarinn ætli að láta liðið vera sóknarsinnað gegn Englendingum, þá er hann illa úti að aka (sem hann er reyndar yfirleitt).
Þá er spurning um formið á Jóhanni Berg. Hann hefur lítið fengið að spila með Burnley og liðið féll jú niður í b-deildina í ár.
Einnig er spurning hvort ekki sé kominn tími á Arnór Trausta. Lið hans er í botnbaráttu í sænsku úrvalsdeildinni og hefur verið að tapa stórt undanfarið. Sjálfstraustið er eflaust ekki mikið þessa dagana hjá kappanum.
Af hverju fær Kristian Hlyns ekki tækifæri - spilandi í miklu betra liði?
Svo er auðvitað þessi mikla ást á Jóni Degi. Hann er að spila í lélegu liði, og fær svo sem takmarkaðan spiltíma þar, en er alltaf valinn í byrjunarlið Hareide.
![]() |
Bjarki beint í byrjunarliðið á Wembley |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.5.2024 | 18:11
Karlalandsliðið í fótbolta
Landsliðshópurinn fyrir vináttuleiki við Englendinga og Hollendinga nú í júní hefur verið valinn. Þarna eru menn sem leika lítið sem ekkert með liðum sínum eins og Hlynur Karls sem er hægri bakvörður. Af hverju ekki Dagur Dan Þórhallsson? Þá er Logi Tómasar ekki í hóp en hann leikur alla leiki með Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni. Ekki heldur Kolbeinn Þórðar sem er fastamaður í liði Gautaborgar eða Davíð Ólafs sem leikur alla leiki með liði sínu í Póllandi.
Líklega er þó undarlegast að Þórir Helga sé ekki í hóp en hann var lykilmaður í því að Braunschweig bjargaði sér frá falli í þýsku b-deildinni. Í staðinn er Arnór Sig valinn sem ekkert hefur leikið með enska b-deildarliðinu Blackburn eftir að hann meiddist í síðasta landsleik og var reyndar yfirleitt varamaður í félagsliði sínu fyrir þann tíma.
Annar sem hlýtur að banka á dyrnar en er ekki valinn, er Júlíus Magnússon sem er fyrirliði spútnikliðs Fredrikstad í norsku úrvalsdeildinni. Einnig Sævar Magnússon hjá Lyngby.
Hins vegar er gaman að sjá Bjarka Stein í liðinu sem hefur fengið mikinn leiktíma hjá Venezia, mun meiri en félagi hans Mikael Ellerts, sem einnig má setja spurningarmerki við að sé valinn í landsliðshópinn. Einnig er Kristian Hlyns í hópnum en hann hefur ekkert fengið að spreyta sig með landsliðinu undanfarið undir stjórn Hareide. Vonandi verður breyting þar á í þessu æfingarleikjum.
Nú er búið að framlengja samning KSÍ við landsliðsþjálfarann út árið 2025, þrátt fyrir að hann hafi ekki náð þeim markmiðum sem sett voru þegar Arnar Viðars var rekinn, þ.e. að komast á EM. Árangur Norðmannsins er á engan hátt betri en Arnars og það sem meira er, Hareide virðist ganga í smiðju hans með vali á landsliðshópnum. Af hverju var þá verið að reka Arnar Þór fyrst arftaki hans er bara eftirherma?
Svo er auðvitað þetta með Albert Guðm. hreinasti farsi. Valinn í umspilinu um sæti á EM en ekki núna!!
![]() |
Albert ekki í landsliðshópnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2024 | 19:55
Djöfuls fífl!
Nú eru Kanarnir að pressa á Hamas og aðra Palestínumenn um að samþykkja "vopnahlés"tillögu Ísraela og krefjast þess reyndar eins og haft er eftir Blinken (að baki er einhver hótun um að Kaninn muni taka aukinn þátt í fjöldamorðum Ísraela á Gazabúa ef tillögurnar verða ekki samþykktar). Sama segir Cameron, sem nú er utanríkisráðherra Breta. Hamas verða að samþykkja þessar rausnarlegu tillögur!
Þetta er auðvitað engin vopnahléstillaga eins og kemur fram í þessari frétt. Fíflið við stjórnvölin í Ísrael var svo gáfaður að viðurkenna það, óaðspurður!
Eftir stendur hvað felst í þessum tillögum. Vopnahlé aðeins í 40 daga. Innrásarherinn ekki dreginn út af Gaza og algjör óvissa um framhaldið.
Síðan eru auðvitað fréttirnar af mótmælum stúdenta í Bandaríkjunum og hörð viðbrögð háskólayfirvalda og lögreglu þar við þeim. Lýðræðisríkið mikla leyfir ekki friðsöm mótmæli og Biden réttlætir það.
Sameinuðu þjóðirnar segja hins vegar að það sé klárt mannréttindabrot að vísa mótmælendum úr skóla eins og verið er að gera þar vestra.
Jamm, þá veit maður það. Mótmæli þýða "berufsverbot"! Elsku Kaninn, verndarinn okkar allra gegn vondu anti-lýðræðissinnum heimsins, hann lætur ekki að sér hæða í hræsninni!
![]() |
Ráðast inn í Rafah óháð vopnahléi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2024 | 18:14
Að "tala meiningu" sína
Jón Gnarr er ekki alltof sleipur í íslenskunni. Maður segir meiningu sína, en talar hana ekki. Annars er þetta viðtal við Gnarrinn frekar klént yfirklór hjá honum vegna óheppilegra ummæla hans um Katrínu og Bjarna Ben varðandi forsætisráðherrakapalinn: "Ég hef ekkert út á Bjarna Benediktsson að setja."
Nokkuð hlálegt yfirklór auðvitað miðað við undirskriftasöfnunina gegn Bjarna, sem vel yfir 40.00 manns hafa skrifað undir. Populismi svo sem hjá Gnarr en hann hefur þó vit á því að sjá eftir þessum ummælum. Þau eru frekar óheppileg, ef hann verður forseti, þ.e. að hafa tekið undir það að forsætisráðherrann sé persona non grata og viljað hann í burtu.
Jón er þar með skárri en Baldur Þórhalls sem ekki hefur dregið til baka eða afsakað dónaleg ummæli sín um Katrínu Jakobsdóttur. Sá náungi kann ekki mannsiði og hefur ekkert að gera á Bessastaði.
![]() |
Kveðst tala af virðingu: Ég er enginn dóni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 108
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 94
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar