Hvalreki eða matarsóun?

Þessi tíðu hvalrekar undanfarið, sérstaklega á grindhvölum, hafa vakið mikla athygli fjölmiðla og kostað heilmikið umstang við að reyna að bjarga þessum dýrum. Og ef það hefur ekki tekist eru dýrin annaðhvort urðuð eða dregin á haf út og sökkt með tilheyrandi kostnaði.

Hér áður fyrr þóttu þessi "strönd" hins vegar hin bestu búbjörg enda var orðið hvalreki algengt orð yfir happafeng.
Líkleg skýring á þessum undarlegu sinnaskiptum er líklega sú að þjóðin er orðin svo fín með sig, enda löngu orðin yfir sig södd af allri ofgnóttinni sem hún býr við.
Reyndar má á móti benda á að önnur rík þjóð, Færeyingar, stunda grindhvalaveiðar af mikilli íþrótt og borða kjötið af grindhvölum með bestu lyst.

Svo líklega er íslenska þjóðin frekar svona fín með sig en að hún sé einfaldlega of södd. Svo er auðvitað fátækt fólk á meðal vor sem myndi vel þiggja smá bita af hvalkjöti í matinn ef það væri í boði.

Þá má nefna að þetta ógrynni af kjöti, sem þarna fer til spillis, er enn enn eitt birtingardæmið um þá gríðarlegu matarsóun sem viðgengst í þessu þjóðfélagi allsnægtanna og ofneyslunnar.

Fólk, og ekki síst fjölmiðlar, vælir og vælir yfir hnattrænni hlýnun, talar um hamfarir og að heimsendir sé í nánd, en sóar og bruðlar svo sjálft með gjafir náttúrunnar eins og ekkert hafi í skorist.

Hræsni eða bara einfaldlega heimska? 


mbl.is Strandaði að nýju og drapst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhann Berg meiddur?

Leyfi mér að efast um það. Þori að veðja að hann muni leika með Burnley strax eftir landsleikjahléð - sjáum til. Annað eins hefur jú gerst og furðu oft meira að segja.
Sama á eflaust einnig við um Alfreð.
Aumingjaskapur að lúffa svona fyrir félagsliðinum sem vilja helst ekki leyfa leikmönnum sínum að spila landsleiki.


mbl.is Jóhann Berg frá í 3-4 vikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara "smávægilegt"?

Þessir veðurspekingar á Veðurstofunni gera það ekki endasleppt. "Þetta var bara smá­vægi­legt" þegar sólarhringsúrkoman mældist 140 mm.

Þetta þætti nú ekkert smáræði í Reykjavík því sjaldan mælist þar svo mikil úrkoma á mánuði.

En það býr jú enginn út á landi svo þetta er auðvitað engin frétt!


mbl.is Aurskriður á Siglufirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Ágúst 2019
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 132
  • Frá upphafi: 455505

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 119
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband