Vægari en venjuleg flensa?

Þessi kórónuveira er greinilega ekkert skæðari en venjuleg flensa. Enda segja Danir og Norðmenn ekki að fólk hafi dáið úr veirunni heldur að þeir látnu hafi verið með hana.

Hér og víðast annarsstaðar eru fjölmiðlar hins vegar meðvirkir stjórnvöldum og tönnlast á því að fólk deyi úr veirunni. Þá er alveg hætt að tala um að hinir látnu hafi verið með undirliggjandi sjúkdóma. Allt til að þóknast yfirvöldunum.

Bæði í Noregi og Danmörk eru til tölur yfir það hve margir, sem deyja ár hvert, voru með flensu. Það eru miklu fleiri en þeir látnu sem voru með veiruna. Hér virðast ekki vera til neinar tölur yfir þetta en þessar eru þó betri en ekkert.

Þá skal tekið fram að bæði hér á landi og á hinum Norðurlöndunum eru innlagnir á sjúkrahús miklu færri en hefur verið undanfarin ár.
Heilbrigðisyfirvöld hafa af þessu miklar áhyggjur og telja að það sýni að fárveikt fólk vilji ekki ónáða önnum hlaðna heilbrigðisstarfsmenn og liggi því frekar heima fársjúkt. Hrósandi hjúkrunarfólki þá skal þess einnig getið að það hefur sjaldan haft eins lítið að gera í vinnunni og í þessu veirufári!


mbl.is Færri dóu í ár en undanfarin tvö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlýðum ekki Víði!

Þetta "almannavarna-" og sóttvarna- og landlæknalið er að verða algjör farsi. Smit eru næstum orðin engin og það fyrir meira en hálfum mánuði. 
Þegar 6. apríl voru smitin komin niður undir 10 og enn lægri frá 10. apríl.
Samt var mikil skimun á þessu tímabili svo ekki er hægt að bera því við þegar reynt er að rökstyðja það að tveggja metra reglan gildi út í hið endanlefga, hvað þá að krár verði lokaðar amk fram í júní eins og stjórnvöld hafa ákveðið, osfrv.
Mér sýnist að þetta mottó hjá þríeykinu og stjórnvöldum, allur er varinn góður, sé eins afkáranlegt og hjá nunnunni sem setti smokk á kertið...

Enda er svo komið að venjulegt fólk eins og þú og ég er farið að gera grín að þessu og lætur þessa tveggja metra reglu sér lítið skipta. Er ekki mál til komið að þessari valdníðslu og heimsku linni? 


mbl.is Metrarnir tveir komnir til að vera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrossalækningar!

Enn segja allar tölur að veiran réni mjög hratt og smit orðin mjög fá. Þau hafa ekki verið færri í næstum einn og hálfan mánuð!!

Samt er enn langt í land að hérlend stjórnvöld byrji að aflétta hömlur á almenning eða hálfur mánuður.

Hins vegar eru aðeins tveir dagar í að Danir byrja að létta á hörkunni. Þegar á mánudag leyfa þeir starfsemi hárskera, sjúkraþjálfara, tannlækna, augnlækna, sálfræðinga, ökukennslu o.fl. Dómstólarnir fara svo aftur af stað þann 27.

Þetta gera Danir þrátt fyrir að dánartilfellum þar hafa aukist undanfarna daga ef eitthvað er. 28 manns sem voru með veiruna létust þann 15. apríl (en ekki endilega úr henni eins og Danir (og einnig Norðmenn) leggja mikla áherslu á að greina þar á milli). Það var þá flest dauðsföll í langan tíma.
Þá hafa hlutfallslega miklu færri náð sér af smitinu í Danmörku en hér á landi. 

Samt halda menn hér stíft í að viðhalda samkomubanni, banni á starfsemi smárra þjónustufyrirtækja o.fl. - um leið og þeir tala um að aðgerðirnar hér séu miklu mildari en annars staðar (nema í Svíþjóð auðvitað).

Á Norðurlöndunum er farið að kalla aðgerðir stjórnvalda hrossalækningar (heste-kur á norsku). Það þýðir að lækningaaðferðin gerir meiri skaða en sjálfur sjúkdómurinn. 
Það á svo sannarlega einnig við hér á landi ef svo heldur fram sem horfir ...

 


mbl.is Sex ný smit – ekki færri frá 8. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villandi upplýsingar!

Þessi fullyrðing um aukningu kynsjúkdóma er vægast sagt villandi. Það á aðeins við um sýfilis (sárasótt) og lekanda, eins og sést á línuritunum, en þau eru aðeins lítill hluti sýkinga.

Klamydían sem er lang algengust kynsjúkdóma hér á landi hefur dregist saman (amk ef miðað er við árið 2016).
Enda ekkert skrítið í ljósi þess að skemmtistöðum er lokað og því mun minna um "ríða, búið, bless" en áður hjá blessuðum landanum, sem er jú svo gasalega frjálslyndur í kynferðismálunum, sbr texta eins aðal stóðhestsins: "Vertu þú sjálfur, gerðu það sem þú vilt".


mbl.is Kynsjúkdómatilfellum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæruleysi eða óþarfa harka?

Víðir Reynis óttast kæruleysi í kjölfar boðaðra léttingar á samkomubanni o.fl. Það má hins vegar allt eins spyrja sig hvort þessar léttingar ættu ekki að koma fyrr og gangi ekki nógu langt. Ljóst er a.m.k. að pressan á stjórnvöld um að aflétta kvöðum vegna veirunnar mun stóraukast á næstunni. Enda er mikið í húfi. Það stefnir í efnahagslegt hrun í annað sinn á rúmlega 10 árum. Í fyrra skiptið voru viðbrögð stjórnvalda alltof sein og alltaf lítil en nú alltof harkaleg. Það er allt annaðhvort of eða van á þessu blessaða skeri.  

Allar tölur segja okkur nefnilega að veiran rénar mjög hratt og smit orðin mjög fá. 
Frá því 1. apríl hefur smitum snarfækkað, úr 99 þá, í 24 þann 7. apríl. Um páskana voru reyndar tekin fá sýni en síðustu þrjá dagana var aftur tekinn talsverður fjöldi sýna og enn er smitunin á niðurleið (9, 7 og 12 ný smit).

Sama má segja um það hve margir eru í sóttkví og hvað margir hafa náð sér af veirusmitinu.
Fjöldi þeirra sem eru í sóttkví hefur snarlækkað, frá því um 9.000(!) 23. mars niður í 1.800 manns þann 15. apríl.
Nú hafa 1144 manns náð bata af þeim 1739 sem hafa smitast. 1800 manns eru í sótt­kví, eins og áður sagði, en 16.726 hafa lokið henni!

Dánartíðnin er einnig mjög lág eða aðeins átta manns. Reyndar er ekki vitað hvort þeir hafi látist úr veirunni eða af einhverjum öðrum undirliggjandi sjúkdómum.
Danir eru hins vegar mjög meðvitaðir um að greina þarna á milli. Þeir tala um "coronarelaterade" dauðsföll en íslenskir fjölmiðlar halda því enn statt og stöðugt fram að dauðsföll í heiminum, sem og hér á landi, séu vegna veirunnar (látist úr covid 19).

Það er kominn tími til að almenningur (og fjölmiðlar) fari að láta í sér heyra vegna þeirra mannréttindabrota sem fólk verður fyrir af hálfu stjórnvalda vegna þessarar pestar, en hún er miklu vægari en gert var ráð fyrir í upphafi.


mbl.is Óttast bakslag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það einfaldlega ekki niðurgangur?

Svíarnir eru ekki feimnir við að nefna þetta. Þar í landi er magaprestin (vinterkräksjukan eða á fagmáli calicivírus) hætt að breiðast út sem yfirleitt gerist ekki fyrr en í maí. 

Þeir þakka það auknu hreinlæti. Það á eflaust einnig við hér á landi.

Í Danmörku hefur mjög dregið úr dauðsföllum vegna inflúensu sem þeir þakka sömuleiðis auknu hreinlæti í kjölfar kórónuveirunnar. 


mbl.is Hvaða „öðrum sýkingum“ er að fækka?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

20 km norðan við Dagverðareyri?

Þetta er undarlegur fréttaflutningur! Eins og Dagverðareyri, sen er bóndabær, sé einhver miðpunktur á þessu svæði. Svo er eflaust varla nema 20 km á milli Hjalteyrar og Dagverðareyrar, þannig að vélin hefur nauðlent rétt sunnan við Hjalteyri, en þar er þéttbýli, ef þessi frétt er rétt (sem ég leyfi mér að efast um). 


mbl.is Nauðlentu í Eyjafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættulegar aukaverkanir

Í frétt um þetta lyf, klórókín, fyrir nokkrum dögum var sagt frá því að hætt væri að nota það á Gautaborgarsvæðinu. Nýjustu fréttir greina frá því að fleiri héraðssjúkrahús í Svíþjóð hafi hætt að nota lyfið. 

Rannsóknir þær sem vitnað er til í þessari frétt eru franskar og taldar mjög hæpnar. Lesa má um það í dönsku vísindariti: https://videnskab.dk/krop-sundhed/er-klorokin-virkelig-et-mirakelmiddel-mod-coronavirus

Hér á landi eru hins vegar menn eins og sóttvarnarlæknir hlutlausir eða jafnvel jákvæðir gagnvart lyfinu. Maður spyr sig því hvort hér sé ekki verið að gera tilraunir á fólki sem fyrirtæki eins og Alvogen og skúrkur eins og forstjórinn Róbert Wessmann, viðskiptamaður ársins rétt fyrir Hrun, græða ein á. 


mbl.is Malaríulyfið komið til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um sóttir í gegnum söguna

Danir hafa tekið saman sóttir í gegnum tíðina:
https://www.dr.dk/nyheder/kultur/historie/300-aar-siden-kaempede-koebenhavn-mod-den-doedbringende-pest-karantaene-og

Þar er m.a. sagt frá sótt árið 1711 sem getur varla verið önnur en Stórabóla sem geisaði hér á árunum 1707-1709. 

Fróðlegt væri að sjá svipaða umfjöllun um sóttir hér á landi. 


mbl.is Jákvæðar fregnir frá Ítalíu og Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harkalegar aðgerðir!

Norðmenn gera það ekki endasleppt. "Hvítliðarnir" þeirra sendir út á þjóðvegina til að reka fólk heim sem leyfir sér að aka um þá! 

Nokkur umræða hefur verið á Norðurlöndunum hvort hinar harkalegu aðferðir sem Danir og Norðmenn nota skili nokkrum sérstökum árangri og geri ekki mun meiri skaða en gagn.

Svíar fullyrða það að minnsta kosti og Danir eru meira að segja farnir að huga að því að draga úr hörkunni. Við sjáum í fjölmiðlum myndir frá Svíþjóð þar sem Svíarnir sitja áhyggjulausir á útikaffihúsum og -börum, njóta sólarinnar undir blómstrandi kirkjuberjatrjám, meðan götur, stéttar og torg eru tóm annars staðar í evrópskum borgum!

Og miðað við fólksfjölda er ekki svo mikill munur á dauðsföllum í þessum löndum, eða á þeim sem eru smitaðir, á spítala eða í gjörgæslu og öndunarvél. 

Hér á landi er einnig spurning hvort samkomubann og takmörkun á fjölda fólks samankomið á einum stað hafi einhvað að segja í baráttunni við veiruna. Enn sem komið er, er meirihluti þeirra sem smitast hvort sem er í sóttkví (eða yfir 50%) og samkvæmt tölum frá Íslenskri erfðagreiningu er einungis um 0,6% þjóðarinnar smituð. Það getur nú varla flokkast undir faraldur (Haraldur! Hér er of kalt ...). 

Harkan á sumum sviðum virðist þannig algjörlega óþörf. Hins vegar kemur linkindin á öðrum sviðum mjög á óvart, þ.e. gagnvart sóttkvíarfólkinu. Það fær að valsa um úti í samfélaginu undir því yfirskini að það þurfi að hreyfa sig utandyra osfrv. Það þó að margsannað sé að þetta lið er það sem smitar mest. Skrýtið. 

Svo eru einnig fullyrðingar þremenningateymisins um góðan árangur í baráttunni við veiruna frekar hæpnar. Svo virðist sem fjöldi smitaðra hér á landi sé með því mesta í heiminum, það er miðað við höfðatölu (þriðja mest). Ástæðan, sem borið er við, er sú að fjöldi sýna sem tekin eru hér séu mun fleiri en annars staðar í heiminum.
Það stenst varla, allavega ekki ef miðað er við Svíana. Þeir taka um 10.000 sýni á viku sem er svipað og hér á landi en samt er smitið hlutfallslega miklu minna þar en hér. 


mbl.is Slegist um heimavarnafólk í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2020
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 455616

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband