Þeir ríku gleðjast!

Góð vísa er sjaldan of oft kveðin.
Eftirfylgjandi er tekið af vef stéttarbaráttunnar (höf. Sigurður H. Einarsson). Svo er Sósíalistaflokkurinn að tapa stórfylgi á tímum stórspillingar kapitalistanna! Biluð þjóð - og lærir ekkert af Hruninu?:

"Af hverju þurfa rótgróin fyrirtæki, sem hafa skilað milljörðum í hagnað á undanförnum árum eins og útgerðin, Bláa Lónið, Icelandair, og fl. ríkisaðstoð strax á fyrstu dögum samdráttar? Þegar ég var að vinna í smiðjum hérna á árum áður, komu oft tímar, t.d. á haustin sem lítið var að gera, það gat jafnvel orðið 2 eða 3 mánuðir. Bara unnin dagvinna [...] Mála, sansa verkfæri, fara yfir lagerinn, þrífa og taka til. Verkefni sem yfirleitt sitja á hakanum í mikilli vinnu. Þetta var auðvitað mikill tekjumissir, allir misstu yfirvinnuna og tekjutap mikið þannig séð því enginn gat staðið sína plikt með því að vinna bara dagvinuna. Í þessu ástandi var engum sagt upp.
Nú bregður svo við að allir helstu milljarðamæringar Íslands vilja láta okkur skattborgarna borga fyrir sig reksturinn. Ekki ein vika skal líða í samdrætti nema að sækja um styrk hjá okkur skattborgurum.
En er ekki ástæða til að tekjutengja eða afkomutengja þessa styrki sem við þurfum að borga þessum millum? Ekki get ég sótt um félagslegt húsnæði einfaldlega [vegna þess að] ég er of tekjuhár, af hverju má þetta ekki gilda líka um fyrirtæki? Skerðingar, tekjutengingar, og fl., sem við launþegar þekkjum svo vel. Af hverju má þetta ekki líka gilda um fyrirtæki? Er ekki eðlilegt að það líði um 3 mánuðir áður en rætt er um ríkisaðstoð? Það kemur ekki til greina að taka vísitöluna úr sambandi tímabundið, en milljarðamæringarnir geta fyrirhafnarlítið sett krumluna í ríkissjóð og hirt þaðan hundruð milljóna ef ekki milljarða. Eðlilegt, réttlátt?? Nei fjandakornið."

 


mbl.is „Efnislega eru þetta breytingar til bóta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðnýta þessi fyrirtæki!

Af vef stéttarbaráttunnar (höf. Sigurður H. Einarsson). Svo er Sósíalistaflokkurinn að tapa stórfylgi á tímum stórspillingar kapitalistanna! Biluð þjóð - og lærir ekkert af Hruninu?:

"Af hverju þurfa rótgróin fyrirtæki, sem hafa skilað milljörðum í hagnað á undanförnum árum eins og útgerðin, Bláa Lónið, Icelandair, og fl. ríkisaðstoð strax á fyrstu dögum samdráttar? Þegar ég var að vinna í smiðjum hérna á árum áður, komu oft tímar, t.d. á haustin sem lítið var að gera, það gat jafnvel orðið 2 eða 3 mánuðir. Bara unnin dagvinna [...] Mála, sansa verkfæri, fara yfir lagerinn, þrífa og taka til. Verkefni sem yfirleitt sitja á hakanum í mikilli vinnu. Þetta var auðvitað mikill tekjumissir, allir misstu yfirvinnuna og tekjutap mikið þannig séð því enginn gat staðið sína plikt með því að vinna bara dagvinuna. Í þessu ástandi var engum sagt upp.
Nú bregður svo við að allir helstu milljarðamæringar Íslands vilja láta okkur skattborgarna borga fyrir sig reksturinn. Ekki ein vika skal líða í samdrætti nema að sækja um styrk hjá okkur skattborgurum.
En er ekki ástæða til að tekjutengja eða afkomutengja þessa styrki sem við þurfum að borga þessum millum? Ekki get ég sótt um félagslegt húsnæði einfaldlega [vegna þess að] ég er of tekjuhár, af hverju má þetta ekki gilda líka um fyrirtæki? Skerðingar, tekjutengingar, og fl., sem við launþegar þekkjum svo vel. Af hverju má þetta ekki líka gilda um fyrirtæki? Er ekki eðlilegt að það líði um 3 mánuðir áður en rætt er um ríkisaðstoð? Það kemur ekki til greina að taka vísitöluna úr sambandi tímabundið, en milljarðamæringarnir geta fyrirhafnarlítið sett krumluna í ríkissjóð og hirt þaðan hundruð milljóna ef ekki milljarða. Eðlilegt, réttlátt?? Nei fjandakornið."


mbl.is „Horfum í gegnum ástandið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Freudian slip?

Þórólfur á þetta nú varla skilið þó svo að hann sé að ákveðnu marki undir áhrifum frá Kára og sænska sóttvarnalækninum um að skapa hjarðónæmi.

Þetta á auðvitað miklu betur við Tegnell hinn sænska en þar er dauðsföllum af völdum veirunnar að stórfjölga. 18 manns létust úr henni síðastliðinn sólarhring í Stokkhólmsléni einu - og fjöldi látinna í Svíþjóð er kominn yfir 60.

Sænski sóttvarnalæknirinn sagði fyrir nokkru að reynslan muni sýna hvort stefna hans væri rétt eða röng, þegar gagnrýnendur hans vildu fara að dæmi Dana með mjög ströng viðbrögð til að hefta útbreiðslu veirunnar. Í Danmörku er dauðsföllin miklu færri ...


mbl.is Röng myndbirting sökum álags á vefþjóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í vesturbænum?

Hér áður fyrr var talað um að vesturbærinn væri vestan við Lækinn, þ.e. að Lækjargata skipti bænum í vestur og austur. Því var Vesturbæjarskólinn um tíma vestan við Lækjargötuna og Miðbæjarskólinn rétt austan við.

Austurbæjarskólinn er enn staðsettur við Skólavörðuholtið og Austurbær (áður Austurbæjarbíó) við Snorrabraut. Í raun var allur bærinn frá Lækjargötu að Elliðaánum kallaður austurbær hér fyrrum.

Í þessari frétt er hins vegar gert ráð fyrir að vesturbærinn nái austur að Kringlumýrarbraut. Einhvern tíma hefðu nú Hlíðarbúar brugðið við að vera kallaðir vesturbæingar (samanber erkifjendur Valsmanna, KR-inga)!


mbl.is Heitavatnslaust til 9
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilviljun eða ...?

Þetta eru fyrstu gleðilegu fréttirnar af veirunni.
Það bætir eflaust geð manna þeim mun meira, því seinast í gær voru svartsýnustu spár uppfærðar úr 2000 smituðum í 6000 og að hámark smitsins yrði í lok apríl (en ekki 7.-15. eins og áður var spáð).

Eins og bent er á í fréttinni voru sýnin sem tekin voru þó mun færri en dagana á undan. Flest sýnin voru tekin 15. mars eða 545. Þann 20. mars voru þau 498, 21. mars 320 en í gær "aðeins" 183. Stökkið niður á við, úr 95 í 21 er þó meira en svo, að ástæðan sé fyrst og fremst fækkun sýnatöku.
Kannski verður þetta hjá okkur eins og í Kína. Gengur yfir á tveimur mánuðum?!


mbl.is Aðeins 21 nýtt smit síðasta sólarhringinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn að monta sig yfir hugmyndaauðginni!

Ótrúlegt að sóttkvíarliðið skuli enn vera að monta sig yfir því hversu hugmyndaríkt það sé! Og enn furðulegra að landlæknir og almannavarnir sem slíkar hafi ekki fyrirskipað algjört útgöngubann á þetta lið.
Já, hvernig er eiginlega hægt að segja að fólk sé í sóttkví ef það er spígsporandi meðal fólks, meira að segja hlaupandi um í miðbænum með hlaupahópnum sínum þar sem sumir í honum eru ekki einu sinni í sóttkvínni (og þar af leiðandi í mikilli smithættu)?!

Svo erum það við sem eigum að halda okkur í tveggja metra fjarlægð frá þeim en þau ekki frá okkur!
Að auki má benda á að þessi tilmæli um tveggja metra fjarlægð ná til allra, ekki aðeins þeirra sem eru í sóttkví ...


mbl.is Vel merkt í sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er auðvitað bestu tilmælin!

Líklega ætti Víðir Reynisson að taka lögregluna á Suðurnesjum sér til fyrirmyndar í næstu beinu útsendingum, því þessi tilmæli slá út alla þá snilld sem Víðir hefur sagt til þessa!

Víðir átti reyndar ummæli dagsins áður, þ.e. að með því að treysta hvert öðru þá náum "við enn betri árangri við að draga úr faraldrinum."

Reyndar stóð Svandís Svavars sig einnig vel í dag þegar hún talaði um "nokkra aukningu" á smiti síðasta sólarhringinn.
Þetta tvennt síðastnefnda á auðvitað vel við þegar greining á smiti hefur náð "fordæmalausum" hæðum síðasta sólarhring.


mbl.is Biður fólk að hætta við fyrirhuguð afbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bófinn fundinn -

 - og er svo heimskur að játa á sig glæpinn.

Í leiðbeiningum landlæknis er tekið skírt fram að einstaklingur í sóttkví megi "ekki fara út af heimili nema brýna nauðsyn beri til". Eina undantekningin á þessu er sú að leyft er að fara í gönguferðir (og auðvitað á mjög fáförnum stöðum), eins brýnt og það nú er! 
Þetta er auðvitað margbrotið, svo sjálfgefið er að alveg verði tekið fyrir þetta, eða svo hélt maður.
En ónei, ekki! Það má ekki stoppa ferðafrelsi skíðaferðauppannna sem breiddu út veiruna, heldur er frekar í umræðunni að leggja á algjört útgöngubann fyrir þjóðina í heild (nema kannski fyrir uppanna í sóttkvínni?).

Og Marta smarta er svo siðlaus að hún sér ekkert athugavert við þetta framferði okurbúllunnar Erlingsen fyrir sóttargemlingana.

https://www.mbl.is/smartland/heilsa/2020/03/22/serstok_sottkviarvesti_rjuka_ut_i_ellingsen/


mbl.is Sérstök sóttkvíarvesti rjúka út í Ellingsen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórólfur í afneitun

Hann neitar að horfast í augu við það að stjórnvöld séu að missa veiruna úr böndunum. Það þrátt fyrir að 30% sýna sem tekin voru á Landspítalanum í gær hafi greinst jákvæð. Og smitkúrfan verður sífellt brattari. 95 smit á síðasta sólarhring og 318 síðustu fjóra daga!
Ísland sker sig úr meðal þjóða miðað við smit á höfðatölu. Meira að segja áróðursmeistari ESB á Íslandi sér sinn kost vænstan að forða sér úr landi!

Nú hafa 124 lönd lokað öllum skólum hjá sér en Þórólfur berst enn við að halda leik- og grunnskólum opnum. Rökin er þó harla léttvæg, það er til þess að heilbrigðisstarfsfólk og lögreglan geti sinnt starfi sínu.
Ætli það sé ekki hægt að leysa slík vandamál auðveldlega! Hafa einhverja leikskóla opna fyrir fyrrnefnda hópinn en löggan getur auðvitað átt sig því hún sést hvort sem er aldrei. Grunnskólakrakkarnir ættu að geta séð um sig sjálfir eða þá að eldri systkini hjálpi þeim yngri og svo auðvitað afar og ömmur o.s.frv.
Að minnsta kosti líta yfirvöld í 124 löndum ekki á að það sé neitt vandamál.


mbl.is „Útgöngubann ekki á teikniborðinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig væri að bjóða upp á ókeypis heimferðir?

Þessi ráðherraómynd virðist ekki vita sitt rjúkandi ráð. Hann hefur hingað til ekki viljað koma til móts við ferðafólkið, hvorki með því að setja á ferðabann svo fólkið sem fór síðast út, færi ekki og fengi ferðirnar endurgreiddar, né að bjóðast til að kosta ferðir fólks heim, fólks sem hefur þurft að borga yfir 80 þúsund krónur aukalega fyrir að flýta heimferðinni!

Þetta væntanlega til að þjóna ferðaskrifstofunum og Icelandair, sem í raun hefðu ekki þurft - og þurfa ekki - að tapa neinu á slíkum ráðstöfunum þar sem hluti af ráðstöfunarpakka ríkisstjórarinnar (upp á 230 milljarða!!!!) færi í bæta þeim upp tapið.

En kannski fá þessi fyrirtæki hvort sem er vænan hluta af pakkanum en almenningur látinn blæða eins og venjulega. Hagur fyrirtækjanna er nefnilega í reynd ekki einnig hagur fólksins.


mbl.is Flugleiðir til landsins gætu lokast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Mars 2020
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 103
  • Frá upphafi: 455542

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 99
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband