Útgöngubann?

Nú ganga þær sögur úr mörgum áttum að útgöngubann sé yfirvofandi.

Kannski ekki skrítið vegna þessarar miklu aukningar á greindum smitum. 

Smit hafa greinst hér á landi frá 27. febrúar, fyrst fá á hverjum degi en fóru svo fjölgandi frá og með 9.-11. mars (9, 14, 24). Stórt stökk kom 13. mars (aftur 24 smit) og eftir það. Reyndar hafði þá greiningum fjölgað. Síðustu tvo daga eða frá og með 17. mars fjölgaði greindum smitum mjög mikið (46, 66). 

https://www.covid.is/tolulegar-upplysingar

Þetta hlýtur að kalla á einhverja endurskoðun hjá stjórnvöldum, í það minnsta bann við komu ferðamanna til landsins, sem er auðvitað löngu tímabært. Einnig bann við ferðalögum Íslendinga til útlanda. Það hafa m.a.s. Svíar gert, sem við höfum þó fylgt fram að þessu (í því að gera sem minnst).
Þetta er a.m.k. miklu skárra en að setja á útgöngubann.


mbl.is 80 ný smit af kórónuveirunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harkalegar aðgerðir - á sumum sviðum

Á meðan íslensk stjórnvöld þrjóskast við að loka landamærunum og hlífa þannig Icelandair, ferðaskrifstofum og hóteleigendum við að endurgreiða útlagðan kostnað fólks sem ekki getur nýtt sér áður borgaðar ferðir og gistingu, er harkan á öðrum sviðum mikil.

Gott dæmi um þetta er það sem Birgir Guðjónsson bendir á, en hann er jú enginn leikmaður í þessu sambandi (læknisfræðiprófessor).

Hann vill einnig meina að miklu meira sé gert úr þessum veirufaraldri en ástæða er til.

Það má nefna nokkrar tölur í því sambandi sem styðja þessa skoðun hans.

Í Noregi hafa sex(?) látist af völdum veirunnar, þ.e. sem voru sýktir af henni. Meðalaldur þeirra er 89 ár. Árlega deyja 900 manns úr inflúensu í landinu.

Sex eru látnir í Danmörku, allt eldra fólk sem var með undirliggjandi sjúkdóma. Að meðaltali látast um 1100 manns úr inflúensu þar í landi.

10 eru látnir í Svíþjóð. Þar eru heimsóknir á sjúkrahús og hjúkrunarheimili ekki bannaðar, heldur aðeins takmarkaðar (ekki-nauðsynlegar heimsóknir).
Í öðru landi í Skandinavíu (man ekki hvar) er nánustu aðstandendum leyft að heimsækja eldra fólkið, svo sem makar og börn. Hér er þannig gengið mun lengra en í nágrannalöndunum.

Það bárust sjokkerandi tölur frá Ítalíu í gær um að 475 smitaðir einstaklingar hafi látist á einum degi. Alls hafa þar látist 2978 manns sem greindir hafa verið með veiruna. Ef litið er til íbúafjölda á Ítalíu er þetta í raun ekki háar tölur.

Auk þess kemur sjaldan fram hversu margir deyja af öðrum sjúkdómum, hvorki daglega eða yfir svipað langt tímabil sem veikin hefur geisað.

8.810 hafa látist á heimsvísu, 218.824 smitast. Þetta geta heldur ekki talist háar tölur.

Hér á landi hefur ekki verið gefið upp, svo ég viti, hve margir deyja hér árlega af inflúensu. Kannski er ekki til statistík yfir það, sem er ámælisvert, því slíkar upplýsingar liggja fyrir á hinum Norðurlöndunum.

 


mbl.is Ákvörðun sem stenst ekki skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. mars 2020

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 455616

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband