Systir Kristjáns Möller!

Nokkuð skondið hvernig sama lið er alltaf valið í stjórnunarstöður. Genin svona góð eða klíkuskapurinn svona sterkur? Kannski bara einfaldlega pólitík?

Og fjölmiðlarnir spila með, sbr þessi skrif um Víði, Þórólf og Ölmu: "Ber öll­um sam­an um að þar sé á ferð afar gott tríó sem svar­ar öllu vel og af yf­ir­veg­un"!

Minni á orð Gunnars Smára um elítuna, að það sé inngróið í sig að vantreysta "þessu samkomulagi og hvað er boðlegt og hvað ekki, hver fær að vera með og hverjum er haldið úti. Og niðri."

 


mbl.is Far­ald­ur­inn er á fleygi­ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný Hrunstjórn

Meðal boðaðra ráðstafana ríkisstjórnarinnar er lækkun bankaskatts - ofan á afnám bindiskyldunnar og sveiflujöfnunarsaukans þannig að bankarnir mega nú haga sér eins og þeim sýnist.
Þetta þýðir ekkert nema aukna neyslu í erfiðu ástandi – og áframhaldandi offjárfestingu í hótel- og íbúðabyggingum.
Auk þess á að auka innflutning með niðurfellingu tollafgreiðslugjalda í meira en eitt og hálft ár, þ.e. löngu eftir að kórónuveirukrísan er afstaðin – og að auki frestun á greiðslu aðflutningsgjalda!

Allt samkvæmt óskalista heildsalanna og peningaaflanna og kemur engum til góða nema þeim einum. Og allt þetta eykur kerfisáhættu, leiðir til lítillar áhættuvitundar og alltof auðveldu aðgengi fjármálafyrirtækjanna að fjármagni, rétt eins og gerðist í Hruninu.
Hætt er því við aukinni skuldsetningu og hækkun fasteignaverðs með þessum ráðstöfunum. Þær eru þannig greið leið til fjölda gjaldþrota, þvert gegn því sem ríkisstjórnin segist ætla að gera með þessu!
Þetta þýðir jafnframt algjört skipbrot kratismans. Fyrst með fyrri Hrunstjórninni þar sem Samfylkingin gerðist leppur íhaldsins og nýfrjálshyggjunnar - og nú með leppun Vinstri grænna.
Jafnaðarmennskan er þannig ekki lengur vinstri stefna heldur mið-hægri stefna sem hefur gert gamla slagorð íhaldsins að sínu: Stétt með stétt.
Hagur fyrirtækjanna er hagur fólksins! 


mbl.is Viðspyrna fyrir Ísland - aðgerðir stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með almenning og lítil fyrirtæki?

Danir leggja mikla áherslu á að koma til móts við smáfyrirtæki og hjálpa þeim alveg sérstaklega til að komast yfir þá erfiðleika sem veiran skapar hjá þeim.

Hér hafa þau alls ekki verið nefnd á nafn, heldur hefur fjármálaráðherrann ýjað að því að einungis "lífvænleg" fyrirtæki fái fyrirgreiðslu.
Enda segir í þessari frétt að þau fyrir­tæki verði "und­an­skil­in ef rekstr­ar­erfiðleik­ar eru ekki til­komn­ir" vegna veirunnar og "hvort skuld­setn­ing sé til­kom­in vegna annarra þátta en rekstr­ar." Hætt er við að vina- og flokkspólitík verði ofarlega í því mati og lobbýisminn verði þá allsráðandi (svona endurtekning á Hruninu).

Þá er ljóst að almenningur fær lítið að njóta vaxtalækkanna Seðlabankans. Stóru bankarnir lækka útlánsvextina mjög lítið og lífeyrissjóðirnir ekki neitt! Húsnæðislán almennings lækka því samasem ekkert.
Eina ljósglætan er frumvarp félagsmálaráðherra um bætur til þeirra sem missa atvinnuna eða þurfa að draga úr starfshlutfalli.
Sérkennilegt er að það þurfi Framsóknarmann til að huga að almenningi, ekki síst í ljósi þess að forsætisráðherrann er úr flokki sem hingað til hefur kynnt sig sem flokk hins vinnandi manns. 


mbl.is Fyrirtæki munu fá greiðsluskjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vera í sigurliðinu

Las viðtal við Gunnar Smára Egisson um erfiða æsku hans. Þar segir hann m.a. að það sé inngróið í sig að vantreysta "þessu samkomulagi og hvað er boðlegt og hvað ekki, hver fær að vera með og hverjum er haldið úti. Og niðri."

Blessaður forseti vor er greinilega í hinu liðinu. 


mbl.is Ávarpa starfslið Landspítala frá Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að taka ábyrgðina á sig!?

Víðir Reynisson, helsti vásérfræðingur okkar til margra ára, sagðist taka á sig (og þeirra í sóttvarnarliðinu) ábyrgðina á útbreiðslu veirunnar í Eyjum með því að leyfa bikarúrslitakeppnina í handbolta fyrir um hálfum mánuð,i þegar í ljós var komið að fólk hér á landi hafði smitast af kórónuveirunni og meira en vika síðan fyrsta smitið uppgötvaðist. 
Svo komu rétt í þessu fréttir af því að bændakór, sem hafði farið til Póllands á kóramót en þurfti í skyndi að aka til Þýskalands til að forðast að lokast inni í Póllandi, fékk að sleppa við sóttkví þegar það kom heim - allt í boði landlæknis og Almannavarna, þrátt fyrir settar reglur um sóttkví fólks sem kæmi frá Þýskalandi.
Það fylgir svo fréttinni að þessir bændur hafi haft vit fyrir sóttvarnarliðinu og farið í sjálfskipaða sóttkví. 
Já, það er spurning um frammistöðu landlæknis, sóttvarnarlæknis og Almannavarna - og hvort þetta lið þurfi ekki að fara að segja af sér - já eða sjálf ríkisstjórnin ef það er hún sem hefur gefið þessa línu.

https://www.visir.is/g/202023341d/lygilegur-land-flotti-song-elskra-sveita-manna-endadi-i-sjalf-skipadri-sott-kvi

 


mbl.is Hjarðónæmisaðferðin sætir gagnrýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki nema von

Greinilegt er að lin viðbrögð stjórnvalda allt frá byrjun fyrsta smitsins í lok febrúar, eiga mesta sök á þessari hröðu útbreiðslu veirunnar. 

Bikarúrslitahelgin í handbolta um 10. mars var haldin þrátt fyrir að smit hafi greinst daglega undanfarinn hálfan mánuðinn eða svo. Þetta bitnar verst á Vestmannaeyingum sem fjölmenntu á úrslitaleikinn - eins og smitin þar sýna.

Þá eru margendurteknar fréttir af brotum á sóttkví, brot sem náðust svo á myndum sem birtust á mbl.is í gærkvöldi.
Það má benda á að brot á sóttkví getur varðað allt að sex ára fangelsi. Ég þori að veðja að þeir sem voru staðnir þarna að verki (og merktu sig sérstaklega sem sóttkvíarlið) fái ekki einu sinni tiltal vegna þessa.

Svo er auðvitað spurning hver geri svona vesti með sóttkvíarviðvöruninni. Þeir hljóta að vera illa klikkaðir.
Og ef þetta á að vera brandari, þá er húmorinn meira en lítið sjúklegur.


mbl.is 409 smitaðir af kórónuveirunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að aðrir haldi sig í fjarlægð?

Þetta er nú kostuleg frétt!

Í leiðbeiningum landlæknis er tekið skírt fram að einstaklingur í sóttkví megi "ekki fara út af heimili nema brýna nauðsyn beri til". 

Að vísu eru til undantekningar á þessu svo sem fara í gönguferðir, en það er sá í sóttkvínni, sem verður að halda sig í "a.m.k. 2 m fjarlægð frá öðrum vegfarendum."

Ljóst er á myndinni að þetta sóttkvíarlið gætir þess alls ekki heldur hleypur framhjá grunlausum vegfarandanum fast upp við hlið hans svo hann getur á engan hátt varast þessa nálægð.
Svo eru það hinir í hlaupahópnum. Þeir gæta ekki heldur þessara fjarlægðarmarka við þá sem eru í sóttkvínni. 
Svo má reyndar nefna það að í leiðbeiningum segir aðeins að þeir sem eru í sóttkví megi fara í göngutúra (líklega á fáförnum stöðum) en ekkert um skokk niðri í miðbæ!
Sjálfhverfa þessa liðs er þannig átakanleg. Að vera sjálft í formi skiptir öllu máli en hagur annarra eflaust alls engu.

Svo er eftirlitið greinilega ekkert með því að sóttkvíin sé haldin, enda hafa upparnir ("þetta efnilega unga fólk sem erfa mun landið") hingað til notið forréttinda sem allur almenningur nýtur alls ekki: "Við treystum fólki, það er almannavarnir"!

 


mbl.is „Sóttkví - 2 metrar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útgöngubann?

Nú ganga þær sögur úr mörgum áttum að útgöngubann sé yfirvofandi.

Kannski ekki skrítið vegna þessarar miklu aukningar á greindum smitum. 

Smit hafa greinst hér á landi frá 27. febrúar, fyrst fá á hverjum degi en fóru svo fjölgandi frá og með 9.-11. mars (9, 14, 24). Stórt stökk kom 13. mars (aftur 24 smit) og eftir það. Reyndar hafði þá greiningum fjölgað. Síðustu tvo daga eða frá og með 17. mars fjölgaði greindum smitum mjög mikið (46, 66). 

https://www.covid.is/tolulegar-upplysingar

Þetta hlýtur að kalla á einhverja endurskoðun hjá stjórnvöldum, í það minnsta bann við komu ferðamanna til landsins, sem er auðvitað löngu tímabært. Einnig bann við ferðalögum Íslendinga til útlanda. Það hafa m.a.s. Svíar gert, sem við höfum þó fylgt fram að þessu (í því að gera sem minnst).
Þetta er a.m.k. miklu skárra en að setja á útgöngubann.


mbl.is 80 ný smit af kórónuveirunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harkalegar aðgerðir - á sumum sviðum

Á meðan íslensk stjórnvöld þrjóskast við að loka landamærunum og hlífa þannig Icelandair, ferðaskrifstofum og hóteleigendum við að endurgreiða útlagðan kostnað fólks sem ekki getur nýtt sér áður borgaðar ferðir og gistingu, er harkan á öðrum sviðum mikil.

Gott dæmi um þetta er það sem Birgir Guðjónsson bendir á, en hann er jú enginn leikmaður í þessu sambandi (læknisfræðiprófessor).

Hann vill einnig meina að miklu meira sé gert úr þessum veirufaraldri en ástæða er til.

Það má nefna nokkrar tölur í því sambandi sem styðja þessa skoðun hans.

Í Noregi hafa sex(?) látist af völdum veirunnar, þ.e. sem voru sýktir af henni. Meðalaldur þeirra er 89 ár. Árlega deyja 900 manns úr inflúensu í landinu.

Sex eru látnir í Danmörku, allt eldra fólk sem var með undirliggjandi sjúkdóma. Að meðaltali látast um 1100 manns úr inflúensu þar í landi.

10 eru látnir í Svíþjóð. Þar eru heimsóknir á sjúkrahús og hjúkrunarheimili ekki bannaðar, heldur aðeins takmarkaðar (ekki-nauðsynlegar heimsóknir).
Í öðru landi í Skandinavíu (man ekki hvar) er nánustu aðstandendum leyft að heimsækja eldra fólkið, svo sem makar og börn. Hér er þannig gengið mun lengra en í nágrannalöndunum.

Það bárust sjokkerandi tölur frá Ítalíu í gær um að 475 smitaðir einstaklingar hafi látist á einum degi. Alls hafa þar látist 2978 manns sem greindir hafa verið með veiruna. Ef litið er til íbúafjölda á Ítalíu er þetta í raun ekki háar tölur.

Auk þess kemur sjaldan fram hversu margir deyja af öðrum sjúkdómum, hvorki daglega eða yfir svipað langt tímabil sem veikin hefur geisað.

8.810 hafa látist á heimsvísu, 218.824 smitast. Þetta geta heldur ekki talist háar tölur.

Hér á landi hefur ekki verið gefið upp, svo ég viti, hve margir deyja hér árlega af inflúensu. Kannski er ekki til statistík yfir það, sem er ámælisvert, því slíkar upplýsingar liggja fyrir á hinum Norðurlöndunum.

 


mbl.is Ákvörðun sem stenst ekki skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi gaur er illa spilltur!

Því ber að taka varlega allt sem hann segir, ekki síst þegar hann fagnar einhverju þá er ástæða til að búast við öllu illu.

Hann var einmitt sá sem neitaði, sem málsvari ferða"þjónustunnar", að endurgreiða bandarískum ferðamönnum hótelgistinu, sem ekkert varð af, í því skjólinu að innlend stjórnvöld hafa ekki enn takmarkað ferðir til Íslands, sjá forsíðu Fréttablaðsins í gær.
Þetta þrátt fyrir að Kaninn sé búinn að loka túristaferðum til og frá landi sínu þannig að samkvæmt öllum sanngirnisreglum - og eflaust einnig alþjóðalögum - er sjálfsagt og eðlilegt að endurgreiða fólki þessar ferðir sem það kemst ekki í vegna ferðabannsins.


mbl.is Sannfærandi hjá Seðlabankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Mars 2020
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 455616

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband