Ekki nema von

Greinilegt er að lin viðbrögð stjórnvalda allt frá byrjun fyrsta smitsins í lok febrúar, eiga mesta sök á þessari hröðu útbreiðslu veirunnar. 

Bikarúrslitahelgin í handbolta um 10. mars var haldin þrátt fyrir að smit hafi greinst daglega undanfarinn hálfan mánuðinn eða svo. Þetta bitnar verst á Vestmannaeyingum sem fjölmenntu á úrslitaleikinn - eins og smitin þar sýna.

Þá eru margendurteknar fréttir af brotum á sóttkví, brot sem náðust svo á myndum sem birtust á mbl.is í gærkvöldi.
Það má benda á að brot á sóttkví getur varðað allt að sex ára fangelsi. Ég þori að veðja að þeir sem voru staðnir þarna að verki (og merktu sig sérstaklega sem sóttkvíarlið) fái ekki einu sinni tiltal vegna þessa.

Svo er auðvitað spurning hver geri svona vesti með sóttkvíarviðvöruninni. Þeir hljóta að vera illa klikkaðir.
Og ef þetta á að vera brandari, þá er húmorinn meira en lítið sjúklegur.


mbl.is 409 smitaðir af kórónuveirunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband