Að taka ábyrgðina á sig!?

Víðir Reynisson, helsti vásérfræðingur okkar til margra ára, sagðist taka á sig (og þeirra í sóttvarnarliðinu) ábyrgðina á útbreiðslu veirunnar í Eyjum með því að leyfa bikarúrslitakeppnina í handbolta fyrir um hálfum mánuð,i þegar í ljós var komið að fólk hér á landi hafði smitast af kórónuveirunni og meira en vika síðan fyrsta smitið uppgötvaðist. 
Svo komu rétt í þessu fréttir af því að bændakór, sem hafði farið til Póllands á kóramót en þurfti í skyndi að aka til Þýskalands til að forðast að lokast inni í Póllandi, fékk að sleppa við sóttkví þegar það kom heim - allt í boði landlæknis og Almannavarna, þrátt fyrir settar reglur um sóttkví fólks sem kæmi frá Þýskalandi.
Það fylgir svo fréttinni að þessir bændur hafi haft vit fyrir sóttvarnarliðinu og farið í sjálfskipaða sóttkví. 
Já, það er spurning um frammistöðu landlæknis, sóttvarnarlæknis og Almannavarna - og hvort þetta lið þurfi ekki að fara að segja af sér - já eða sjálf ríkisstjórnin ef það er hún sem hefur gefið þessa línu.

https://www.visir.is/g/202023341d/lygilegur-land-flotti-song-elskra-sveita-manna-endadi-i-sjalf-skipadri-sott-kvi

 


mbl.is Hjarðónæmisaðferðin sætir gagnrýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband