Er þetta aðalfréttin?

Samanber fyrirsögnina. Guðlaugur Þór utanríkisráðherra sýnir sitt rétta andlit (og Sjálfstæðisflokksins?) með því að verja Ísraelsríki, sem er eitt svæsnasta ríki heims í mannréttindabrotum og hefur komist upp með það svo áratugum skiptir. Þetta þrátt fyrir að Ísland hefur tekið eindregna afstöðu gegn ólöglegu hernámi Ísraels á palestínsku landi, nokkuð semn allsherjarþing SÞ hefur ítrekað ályktað gegn - og mannréttindaráð þess aðeins að fylgja þeim ályktunum eftir.

Með þessum ummælum er utanríkisráðherrann í raun að lýsa yfir stuðningi við apartheitstefnu stjórnvalda í Ísrael og gengur þar skrefi lengra en lengi hefur tíðkast hjá íslenskum stjórnvöldum. Skrítið að mælirinn sé ekki enn að fyllast hjá stjórnarsamstafsflokknum VG.

Og svo þetta með Venesúela, eins og það land sé versta dæmið um mannréttindabrot þjóða heims! Ljóst er að þessi utanríkisráðherra okkar gengur erinda Bandaríkjamanna í einu og öllu, sama hversu falskur hann er og reynir að hylma yfir þá staðreynd.

Er ekki kominn tími til að losa okkur við þessa ráðherraómynd? Þetta er Trumpisti af verstu gerð.


mbl.is Óásættanlegt að samkynhneigð sé glæpur í 70 aðildarríkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo er verið að afsaka ofbeldið!

Fréttirnar af þessu einelti og ofbeldi margra á einum dreng er auðvitað átakanlegar en spurning hvort að afsakarnir þeirra fullorðnu séu nokkuð skárri.
Ætluðu ekki að meiða, vita ekki hvað þeir voru að gera, osfrv!

Þvílíkt kjaftæði. Gerendurnir vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera. Sparka í líkamann og í höfuðið, gagngert til að meiða - og stórslasa.
Hreinn og klár fasismi sem verður að uppræta strax. Þessir drengir eru sakhæfir, komnir á refsialdur, þannig að lögreglan og dómskerfið verður að taka mjög alvarlega á þessu.


mbl.is Hópárás á fjórtán ára dreng í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mogginn að sýna sitt rétta andlit?

Hampar hér manni sem vill draga úr mannréttindinum almennings og leyfa pólitíkusum að hafa frítt spil í geðþóttaákvarðanatökum.

Þetta er á pari við umræðuna á Moggablogginu, blog.is, þar sem meirihluti bloggara eru últrahægri menn (fasistar) og sá vinsælasti að bera blak af nasistum.

Hér er athugasemd lagaprófessors við HR um það að Hæstiréttur hafi fengið þennan mann til að flytja erindi á 100 ára afmæli réttarins:
https://stundin.is/grein/10541/

 


mbl.is Mannréttindadómstóll á villigötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin rólegheit í veðrinu næstu daga?

Spárnar eru þó sammála um að helgin verði róleg og einnig byrjun næstu vinnuviku.
Svo er auðvitað einnig spurning um að þreyja góuna þegar enn er þorri!

 


mbl.is Alvöruvetrarveður í vændum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örfá hverfi?

"eins og spár gerðu ráð fyrir"? Gilti ekki rauð viðvörun í nótt á öllu höfuðborgarsvæðinu en vindur náði varla stormstyrk nema á örfáum stöðvum?!
Veðurstofan hefði mátt spara sér rauða litinn því hvergi var ofsaveður, hvað þá fárviðri, ekki einu sinni á Kjalarnesi! Og hvað varð um blindbylinn sem spáð var?

Dæmi um þær stöðvar þar sem ekki var stormur: Reykjavík (Veðurstofutúni), Garðabær (Urriðaholt), Straumsvík og Víðidal.
Við Korpu stóð stormurinn aðeins í tvo tíma (mest 22 m/s) og sömuleiðis á Reykjavíkurflugvelli (mest 20 m/s). 

Þetta var nú allt óveðrið á höfuðborgarsvæðinu.
https://www.vedur.is/vedur/athuganir/kort/hofudborgarsvaedid/#group=100&station=1479

 


mbl.is Vindur að ganga niður á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Feb. 2020
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 455374

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband