En klikkar þjálfarinn

Ekki var nú fyrri hálfleikurinn mikið burðugri núna gegn Svíum en hann var gegn Noregi í gær. Byrjunin afleit í þeim báðum. Ástæðan? Aron Pálmarsson að sjálfsögðu og val Gumma á byrjunarliðinu. Nú hefur Aron spilað í sókninni allan hálfleikinn án þess að skora - og lungann úr hálfleiknum í vörninni þar sem allt lekur í gegn hjá honum. Lélegur bæði í sókn og vörn.

Það er greinilega fullreynt með Guðmund sem þjálfara landsliðsins. Vonandi verður hann rekinn sem fyrst þannig að nýr maður getur byrjað að byggja upp liðið.


mbl.is Slæmt tap í síðasta leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aron inná til 3-11, Ólafur inná og 12-12

Það er alltaf að verða augljósara hvað Aron Pálmarsson er ofmetinn.
Hann byrjar leikinn en er tekinn útaf í stöðunni 11-3. Þá var Ólafur Guðmunds kominn inná og strax með stoðsendingu á Aron. Síðan ágætur leikur hjá íslenska liðinu enda Aron ekki með í seinni hluta hálfleiksins, hvorki í vörn né sókn.
Svo eru það kjánarnir í "settinu" sem undarlega nokk hafa ekkert vit á handbolta (fyrrum landsliðsmaður og svo toppþjálfari!). Kannski er þetta ekki heimska heldur djöfuls klíka (það má jú ekki gagnrýna Aron og alls ekki að nefna hvað Ólafur er góður).


mbl.is Þriggja marka tap gegn Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúleg hlutdrægni hjá RÚV

Einar Örn Jónsson, sá sem lýsir öllum leikjum íslenska liðsins, er ótrúlega hlutdrægur hvað varðar einstaka leikmenn íslenska liðsins. Aron Pálmarsson alltaf jafn stórkostlegur, sama hvaða gloríur hann gerir, og svo varla minnst á aðra.
Sama í "settinu" þar sem Aroni er hrósað í hástert og Alex reyndar einnig (sem á það meira skilið).

Varla er minnst á Janus Daða Smárason sem þó átti stórleik og var markahæstur með 8 mörk.
Hann var loksins í byrjunarliðinu og lék nær allan leikinn, hefur algjörlega tekið yfir stöðuna sem leikstjórnandi, sem Gummi Gumm þrjóskaðist við að reyna Elvar Örn í þessari stöðu lengi vel framan af mótinu.
Þvílíkur munur á liðinu með Janus á miðjunni.


mbl.is Sigur gegn Portúgal í Malmö
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórstjarnan sökudólgurinn!

Mikið hefur verið látið með Aron Pálmarsson, sérstaklega eftir fyrsta leikinn. Skiljanlegt kannski vegna þessa að hann gerði 10 mörk en í 17 skotum og amk þrjár misheppnaðar sendingar. 
Minna var fjallað um Aron í leiknum gegn Rússum enda gerði hann ekkert mark gegn þeim þó hann hafi leikið nær allan leikinn.

Svo er það tapleikurinn gegn Ungverjum. Fjögur mörk hjá Aroni en amk átta misheppnuð skot og/eða sendingar. Samt látinn spila nær allan leikinn.

Óhætt er að segja að dýrkunin á Aroni hafi verið stærsta orsök tapsins - auk stjórnunar Guðmundar á leiknum.
Undarlegt byrjunarliðsval (Elvar Örn, næstum nafni Einars Arnar sem dýrkar þennan næstum-nafna sinn "sjáðu fótavinnuna", látinn byrja þrátt fyrir fjöldamörk mistök í síðasta leik - og svo auðvitað einnig í þessum) og innáskiptingarnar. Haukur litli t.d. settur inná þegar fór að blása á móti, osfrv. 

Spái því að liðið fá ekki fleiri stig í þessu móti - og að þjálfarinn verði rekinn.

Alfreð Gísla er jú á lausu ...


mbl.is Bakslag gegn Ungverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lagergren er meiddur

Lagergren er meiddur á fæti og lék ekkert með Svíum í tapleiknum gegn Slóvenum. Er það skarð fyrir skildi því hann er einn af lykilmönnum liðsins.

Sænskir íþróttafréttamenn voru fúlir yfir því að sænska handknattleikssambandið vildi ekkert segja um meiðsli Lagergren en nú er það komið á hreint.


mbl.is Kristján skiptir um leikmann á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"á báðum endum vallarins"?

Enn er verið að reyna að telja manni trú um að Aron Pálma sé góður í vörn. Þeir sem hafa horft á meistaradeildina í vetur í sjónvarpinu vita sem er að Aron spilar varla vörn með Barcelona. Ástæðan er auðvitað sú að hann er lélegur varnarmaður. Þessi lygi í íþróttafréttamönnunum er eflaust til komin til að sleikja sig upp við stjörnurnar, sem eru jú landlæg plága hér á landi.

Annars er Guðmundur greinilega á villigötum með þetta lið. Ég sá reyndar aðeins seinni hálfleikinn en Guðjón Valur sýndi þar að hann á ekki lengur heima í þessu liði (klúðraði víti og dauðafæri að auki). Þá er Viggó ekki sannfærandi (en sá gamli skrárri) svo það er spurning hvort ekki þurfi að kalla á Teit til liðsins.

Arnar Freyr er einnig slakur, bæði í vörn og sókn og samkvæmt lýsingu ætti Ágúst Elí frekar að vera með en Björgvin Páll.

Menn eru með væntingar fyrir EM en eftir að hafa séð þennan leik hljóta þær að hafa minnkað umtalsvert. B-lið Þjóðverja rúllaði yfir íslenska liðið.
 


mbl.is Þjóðverjar keyrðu yfir Íslendinga í seinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2020
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 455374

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband