Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Hjaltalínsættin klikkar ekki!

Þessi leikmaður, Alfreð Hjaltalín, sver sig í þessa yfirburðaætt. Afkomandi í beinan karlegg af sr. Jóni Odssyni Hjaltalín á Breiðabólstað á Skógarströnd (d. 1835). Þessi prestur skrifaði a.m.k. 10 rómönskur sem voru vinsælastu handrit á sínum tíma en ekki prentaðar fyrr en á 20. öld.

Segjum svo að bókvit og líkamlegt atgerfi fari ekki saman!


mbl.is Víkingur og Stjarnan skildu jöfn í Ólafsvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjö "lettar"?

Þetta hljóta nú að vera sjö Litháar því liðið er frá Litháen.

Reyndar sést það hér á þessum þræði þar sem fylgjast má með ef eitthvað gerist í leiknum (þar eru Litháarnir sjö (auk sex á bekknum) en enginn Lettinn!):

http://vglive.no/#match=iss1787605

 


mbl.is Frábær sigur FH í Litháen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað ekki!

Þetta er auðvitað mjög eðlileg ákvörðun hjá Indriða. Hann er einhver besti miðvörðurinn í norsku úrvalsdeildinni, sá 12. hæsti af öllum leikmönnum deildarinnar í einkunnargjöf blaðsins Verdens Gang, fyrirliði liðs síns sem var í 5. sæti deildarinnar og hokinn af reynslu.

Samt er hann ekki valinn í landsliðið meðan önnur miðvarðarstaðan er í tómu tjóni. Sölvi Geir er án nokkurrar leikæfingar, Kári Árnason er að spila í 3. deildinni ensku og landsliðsþjálfarinn treystir ekki Hallgrími Jónassyni.

Gæti ástæðan verið sú að hinn sænski Lars lætur leikmenn ekki segja sér fyrir verkum hvar þeir eigi að spila? Ari Skúlason veit t.d. að hann verður sendur heim ef hann gerir einhverjar athugasemdir við að spila í vinstri bakvwerðinum en ekki í varnartengiliðnum hægra meginn eins og hann gerir hjá félagsliði sínu.

Svo er auðvitað frægt hvernig Lagerbäck refsar Gunnar Heiðari fyrir það eitt að hafa ekki gefið kost á sér fyrir óralöngu.

Já, það er greinilegt að landsliðsþjálfarinn lítur stórt á sig.


mbl.is Spilar ekki bakvörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er Aron Jóhannsson ekki í liðinu?

Hann er jú byrjaður að leika með varaliði AZ Alkmaar og virðist vera búinn að ná sér eftir meiðsli.

 

 


mbl.is Eyjólfur valdi þrjá nýliða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sama gamla sagan

Hann er greinilega ekki mjög nýjungagjarn landsliðsþjálfarinn okkar, Lars Lagerbäck. Hann gerir helst engar breytingar á liðinu ef hann kemst hjá því.

Enn eru snillingar eins og  Jóhann Berg og Sölvi Geir valdir í liðið þó svo að þeir leiki ekkert með liðum sínum (Sölvi) eða sáralítið (Jóhann Berg), sem og Ólafur I. Skúlason sem nær alltaf er varamaður hjá liði sínu.

Menn sem voru valdir í hóp 50 bestu leikmanna norsku úrvalsdeildarinnar eru hins vegar ekki valdir svo dæmi sé tekið af þeim sem ekki eru í liðinu. Indriði Sigurðsson var valinn sá 12. besti og Steinþór Þorsteinsson sá 21. besti.

Þá er Theódór Elmar farinn að leika fast með þriðja besta liði Danmerkur, Randers, og svo auðvitað Gunnar Heiðar sem var næst-markahæsti leikmaðurinn í sænsku deildinni í fyrra, með liðinu sem þar varð í 5. sæti (Norrköping). Guðlaugur Victor er einnig reglulega í byrjunarliðinu hjá NEC sem er í miðri hollensku deildinni (til samanburðar má nefna að lýst hefur verið því yfir að Helgi Valur muni fá lítið að spila hjá AIK í sænsku deildinni sem fer að byrja - en er samt valinn í landsliðið).

Fleiri má nefna sem ég nenni ekki að nefna hér enda búinn að gera það margoft.

Segja má að í liðinu núna eru aðeins fimm manns, sem spila reglulega þessa daganna með félagsliðum sínum - og í alvarlegum deildum. Það eru þeir Ragnar Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason. Aðeins þessa tel ég vara í landsliðsklassa.

Hinir eru meira og minna varamenn hjá liðum sínum eða að spila í lægri deildum.

Þess vegna verður það að teljast meiriháttar bjartsýni að tala um "góða möguleika" í leiknum gegn Slóvenum. Ég spái öruggu tapi.


mbl.is Lagerbäck: Góðir möguleikar í Ljubljana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú, var hann ekki búinn að semja við Val?

Sorglegt fyrir leikmann eins og Andra að lenda í klúbbi sem fær ekkert út úr leikmönnum sínum, sama hvað þeir eyða miklum peningum í að fá þá.
mbl.is Andri Ólafsson til KR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brandari!

Þetta val er nú algjör brandari. Að vísu er Pálmi Rafn fastamaður í liði Lillestöm í norsku deildinni en hann er sóknartengiliður sem tæplega getur komið í stað varnartengiliðanna tveggja, Einars Arons og Helga Vals, sem verða ekki með gegn Sviss.

Þá hefur ungur og óreyndur strákur eins og Rúnar Már ekkert erindi gegn svo sterku liði sem Sviss er.

Hér virðist reynsla ekki skipta neinu máli heldur þeir helst valdir sem enga reynslu hafa. Hugsunin virðist vera sú að byggja upp lið til lengri framtíðar en ekki að velja bestu mennina nú til að nota tækifærið sem gefst í því að vera í einhverjum veikasta riðlinum í undankeppni HM.

Sama vitleysan, sem var við lýði þegar Óli Jó. var við stjórnvölin, heldur nú áfram. Maður er farinn að gruna að Lars Lagerbäck hefði ekki fengið landsliðsþjálfarastarfið nema hann lofaði því að halda áfram stefnu KSÍ-forystunnar, þ.e. að leyfa ungu strákunum að spreyta sig. 

Svo til samanburðar má nefna að meðalaldur norsk liðsins er 26 ár. Svo er með flest önnur landslið. Hvað ætli hann sé eiginlega hár hjá íslenska landsliðinu?


mbl.is Rúnar og Pálmi með gegn Sviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju var Magnús rekinn?

Það hljóta ýmsir að spyrja sig af hverju þurfti að láta þjálfarann fara svona rétt fyrir lok móts. Var hann ekki að standa sig vel hjá ÍBV? Liðið í 2. sæti deildarinnar og í góðum sjens að komast í Evrópukeppnina að ári.
Varla hefur það verið krafa Hermanns eða hvað?
mbl.is Snýr aftur til Eyja eftir 15 ár í Englandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtileg frétt í norskum netmiðli

Það er ítarlega fjallað um Hannes og starf hans hér heima, sem kvikmyndagerðarmaður, í norskum netmiðli í gær:

http://fotball.aftenposten.no/eliteserien/article230390.ece

Fyrirsögnin er nokkuð brosleg: "Þarf ekki lengur að vinna."

Það var tilefni til hróss í athugasemd. "Loksins bendir einhver á að það að sparka fótbolta se ekki vinna" (þó svo að menn fái himinhá laun fyrir það)!


mbl.is Hannes Þór gengur til liðs við Brann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband