Færsluflokkur: Dægurmál
20.3.2025 | 19:00
RÚV orðið að helsta slúðurfréttamiðlinum?
Þetta er allt með mestu ólíkindum. Hvernig komst RÚV að þessu? Ekki í gegnum barnsföðurinn þar sem fréttastofan hafði samband við hann að fyrra bragði. Það mætti halda að slúðurfréttafjölmiðlar eins og DV kæmi með slíka frétt en ekki ríkisfjölmiðillinn. Hann er reyndar frægur fyrir ýmislegt undanfarið eins og byrjunarmálið og fleira en þetta tekur nú öllu öðru fram.
Svo er það forsætisráðuneytið sem barst erindi um þetta fyrir um viku síðan. Lofaði að fara með það sem trúnaðarmál en lak því svo í RÚV-miðilinn.
Það var auðvitað strax ljóst að ráðherranum væri ekki sætt í embættinu eftir þetta og yrði að segja af sér. Þetta er reyndar ekki fyrsta aðförin að henni persónulega undanfarið en þessi er verri en nokkuð sem vont er.
Flokkur flokksins hlýtur að bregðast við þessu, enda hefur spjótunum verið mjög beint að honum. Eðlilegustu viðbrögðin eru að slíta stjórnarsamstarfinu nú.
Var það kannski ætlunin með þessum leka hjá forsætisráðuneytinu?
![]() |
Barnamálaráðherra átti barn með 15 ára dreng |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2025 | 11:58
Meðan íslenskir ráðamenn þegja ...
... hefur Störe forsætisráðherra Norðmanna tjá sig um fjöldamorð Ísraela í nótt á almennum borgurum á Gaza. Hann talar reyndar um tragedíu, harmleik, en mætti vel komast sterkara að orði. Hann bætir svo við að þetta séu árásir á varnarlaust, heimilislaust fólk sem búi í tjöldum. Að drepa mörg hundruð manns til að ná einum háttsettum Hamasliða, er framganga sem verði að stöðva. Utanríkisráðherra Norðmanna, Eide, tekur mun djúpar í árina og krefst þess að Ísraelar hætti nú þegar árásum sínum og virði vopnahléð.
https://www.nrk.no/urix/store-om-gaza-angrep_-_-en-stor-tragedie-1.17344139
Miðað við herskáan tón utanríkisráðherrans okkar í garð Rússa og nauðsyn þess að vernda Úkraínumenn er þessi þögn íslensku ríkisstjórnarinnar meira en lítið aumingjaleg. Spurning hvað veldur. Rasismi, fyrirlitning á Palestínufólki og öðrum í þriðja heiminum, eða fyrst og fremst samsinni með stríði Ísraela á Gaza?
Vestræn ríki eru í raun að styðja, beint og óbeint, Úkraínu og Ísrael með lítt falinni útþennslustefnu sinni. Nýlendustefnan enn og aftur en nú í breyttri mynd (samt alltaf jafn mikið fegruð). Norðmenn virðast vera þeir einu með sómatilfinningu í málefnum Gazabúa.
![]() |
Hávær mótmæli fyrir utan ríkisstjórnarfund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2025 | 07:26
Evrópulöndin andvíg friði í Úkraínu
Ljóst er af þessi frétt og ótal yfirlýsingum leiðtoga Evrópuríkjanna, þar á meðal íslensku ríkisstjórnarinnar, að Evrópa leggst alfarið gegn hugmyndum Bandaríkjastjórnar um raunverulega frið í Úkraínu.
Það sama er að gerast nú og gerðist í friðarviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Istanbúl sem hófust 10. mars 2022. Samningur var lagður fram 17. mars og 15. apríl og munaði litlu að hann yrði samþykktur af báðum aðilum. Vesturlönd komu hins vegar í veg fyrir það, m.a. vegna þess að þau sættu sig ekki við að Úkraína yrði hlutlaust land!
Þetta er enn þvert á það sem Evrópuþjóðirnar vilja. Þær krefjast þess að úkraínski herinn verði efldur með vopnum og með aðstoð frá Vesturlöndum - og hafna með öllu afvopnun hersins.
Þetta þó þær viti að Rússar munu aldrei samþykkja slíkt.
Rússar krefjast þess hins vegar að Vesturlönd hætti með öllu að sjá Úkraínu fyrir vopnum og að þjálfa úkraínska hermenn. Ennfremur að landið láti af öllum áformum um að gerast meðlimur í Nató og verði í þess stað hlutlaust ríki. Það verði einnig að fækka stórlega í herliði sínu.
Þetta eru þær forsendur sem Rússar setja fyrir friði á svæðinu, forsendur sem Evrópa hafnar með öllu og vill þannig halda stríðinu áfram með öllum ráðum.
Úkraínustríðið er í raun og veru styrjöld Evrópu (Nató reyndar því Kaninn er enn með) við Rússland með Úkraínu sem staðgengil sinn (proxy war), þ.e. stríð sem Evrópulöndin (og Nató) styrkja að fullu en þurfa ekki að fórna neinum mannskap í það (láta Úkraínu sjá um mannfórnirnar að mestu, auk "sjálfboðaliða" úr vestrinu).
![]() |
Segir víðtæka samstöðu vera að myndast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2025 | 18:58
Meiri skandall en Álfabakkinn?
Mikið hefur verið hneyklast á vöruhúsaskemmunni á Álfabakka í Breiðholti vegna nálægðar við blokk Búseta þar rétt við.
En þetta byggingarfyrirbæri við Grensásveg er líklega enn verra. Nálægðin milli húsa miklu meiri og það alltsaman íbúðir þar sem fólk horfir inn á hvert annað í nokkurra metra fjarlægð. Birtan næstum engin. Líklega verður andlegt ástand íbúanna eftir því.
Svo er það blessaður Mogginn með þessa líka rosalega jákvæða frétt af þessu furðufyrirbæri, enda eru þarna athafnamenn að verki sem íhaldsblaðið elskar.
Reyndar vekur það furðu að hann noti ekki tækifærið til að úthúða vinstri meirihlutanum í borginni fyrir þessa fáránlegu þéttingarstefnu sína með okurverð á lóðum sem afleiðingu.
Hún gerir þessa samþjöppunarstefnu að helsta úrræði braskaranna í að ná hámarksgróða með því að nýta lóðirnar til hins ítrasta.
![]() |
15 milljarða uppbygging |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2025 | 09:41
Blekkingarleikurinn kringum WOW air
Það var vitað mál lengi að WOW air væri í raun gjaldþrota, og það löngu áður en forstjórinn, Skúli Mogensen, viðurkenndi það. Þrátt fyrir það tókst honum að blekkja fjárfesta til að kaupa hlutabréf í gjaldþrota flugfélaginu, komst upp með það og þurfi svo engu að gjalda fyrir að hafa féflett fjölda félaga.
Eftir á sagðist hann hafa sett allt sitt fé í fyrirtækið og stæði uppi fjárvana - en tókst samt að kaupa Hvammsvíkina stuttu síðar og byggja þar upp þokkalegustu aðstöðu - fyrir stórfé. Seinna kom fram að hann hafi aðeins tapað 770 milljónum í gegnum félag sitt Titan. Gjaldþrotið nam hins vegar 20 milljörðum.
Já, Ísland er gósenland fyrir braskarana. Engin viðurlög þrátt fyrir margítrekað svindl.
Flugfélagið varð opinberlega gjaldþrota 28. mars 2019. Deginum áður birtist frétt í Fréttablaðinu, að Skúli, ásamt nokkrum stjórnarmönnum, hafi farið á fund í fjármálaráðuneytinu og komið flestir glaðbeittir út þaðan.
Í söluræðu Skúla sem vitnað er til í fréttinni segir að lausafjárstaðan verði orðin jákvæð um meira en milljarð þegar það sumarið (í júní!). Hún verði svo komin í næstum þrjá milljarða í lok árs 2021 og rekstrarafgangur orðinn um níu milljarðar!
Svo leið ekki nema sólarhringur frá þessari frétt þar til flugfélagið var lýst gjaldþrota. Þrátt fyrir þennan blekkingarleik Skúla birta blöðin viðtöl við hann eftir gjaldþrotið og fréttir um hve sárt þetta taki hann, þ.e. birta mynd af honum sem góða gæjanum.
Í skuldabréfaútboðið 18. september 2018 söfnuðust um 8 milljarðar króna sem áttu að duga til að brúa reksturinn næstu 18 mánuði! Í lok nóvember birti WOW hins vegar tilkynningu þar sem fram kom að langtímafjármögnun væri ótrygg og félagið þyrfti nauðsynlega á auknu fé að halda. Spurt var hvert þessir átta milljarðar hafi farið en fullnægjandi svör fengust ekki.
Þeir virðast hafa gufað með öllu upp og aldrei farið í að greiða niður skuldir.
![]() |
WOW air var í raun gjaldþrota löngu fyrr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2025 | 18:40
Hörð skoðanaskipti?
Reyndar voru þetta ekkert "hörð skoðanaskipti", eða rifrildi eins og erlendir fjölmiðlar fullyrða, heldur talaði Trump yfir hausamótunum á Selenski, sem reyndi að malda í móinn en komst lítið að.
Hins vegar kemur fram í þessum fréttum af fundi þeirra að Selenskí kallaði Pútín fyrir morðingja og terrorista, og sagði að samningar við morðingja kæmu ekki til greina.
Það var mjög heimskulegt af honum í ljósi vináttu Trumps og Pútíns, enda sagði Trump að það væri alltaf hægt að semja (compromise). Staða Selenskís versnar enn eftir þennan fund (sem átti að verða svo árangursríkur fyrir hann og Úkraínu), og var hún þó nógu erfið fyrir.
Allir norrænu fjölmiðlarnir fjalla um þetta og sýna myndbönd frá "umræðunum":
https://www.nrk.no/urix/donald-trump-moter-volodymyr-zelenskyj-i-det-hvite-hus-1.17320260
![]() |
Myndskeið: Fóru hörðum höndum um Selenskí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2025 | 08:32
Macron að bjarga andlitinu heima fyrir?
Sjarm-sókn Macrons með heimsókn sinni í Hvíta húsið til "vinar" síns, Trumps, er greinilega gerð til að bæta stöðu hans heima fyrir. Þar hefur hann átt mjög í högg að sækja eftir kosningarnar í Frakklandi í fyrra þar sem flokkur Macrons beið afhroð, tapaði miklu fylgi.
Í kjölfar þessa ósigurs hefur hann komið því til leiða að flokkur hans heldur enn völdum þrátt fyrir að lítinn stuðning á þingi. Macron hefur þannig í raun afnumið þingræðið í landinu með því til dæmis að skipa fjárlög án samþykki þingsins og þar sem afnema löggjafarvald þess að hluta.
Því er honum mikil nauðsyn að sýna fram á að hann sé í leiðtogahlutverki í Evrópu og standi vörð um öryggi ESB-landanna (og NATÓ). Segja má að þetta hafi honum tekist með því að halda góðu sambandi við Trump, þrátt fyrir allt.
Líklega hefur fundur Selenskís og Trump, í boði Macrons, í París í desember síðastliðnum haft þar mikið að segja. Eftir myndum að dæma af þeim fundi hefur Selenski móðgað Trump, sem skýrir fjandsamleg ummæli Bandaríkjaforseta í garð Úkraínumannsins. Þá gekk Macron á milli sem hinn viðkvæmi (og hégómlegi) Trump kunni að meta. Þar hljóp Selenskí illilega á sig, sem hann í raun viðurkennir nú með því að bjóðast til að segja af sér.
Sjá hér myndina sem sýnir móðgunina - og tilraun Macrons til að stöðva Selenski - glögglega. Hinn litla karl sem er að gera sig breiðan:
![]() |
Enginn leiðtogi heimsins höndlar Trump eins vel og Macron |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2025 | 16:43
Ritstjóri danska sjónvarpsins rekinn fyrir að segja sannleikann
Danir gera það ekki endasleppt í últra-hægri-sveiflu sinni. Landið er að verða að algjöru fasistaríki. Fyrst með mjög harðri innflytjendapólitík, þeirri verstu í Evrópu (meira að segja leiðtogi hægra flokksins í Þýskalandi (Kristdemókrata) vill ekki ganga eins langt), svo með fjáraustrinu til Selenskys (sem Trump kallar einræðisherra enda hefur "Selurinn" ekki leyft neinar kosningar í Úkraínu í mörg ár en forsetakosningar áttu að fara fram í landinu í fyrra) og svo þetta með Grænland núna.
Í myndinni um Grænland, sem ritstjórinn brottrekni leyfði sér að birta, er sýnt fram á það að Danir hafi stórgrætt á Grænlandi með námugröftri í á aðra öld. Þessi uppljóstrun kemur auðvitað Dönum illa, sem hafa alltaf haldið því fram að Grænland kosti þá miklu meira en landið gefur (sama hafa þeir sagt um Færeyjar sem einnig er lygi).
Þessi umræða hefur orðið til þess að Grænlendingar eru farnir að huga að því að krefjast endurgreiðslu á hluta af þessum gróða, eða jafnvel að taka tilboði Trumps um að verða bandarísk eign! Slík endurgreiðsla kæmi sér illa fyrir Dani sem huga að stórfelldri hervæðingu og mega því engan pening missa svo ekki fari allt í bál og brand heimafyrir.
Svo auðvitað þetta með Trump og áhuga hans á að eignast eyjuna.
Já illa láta dönsk stjórnvöld þessa dagana. Þar er við völd stjórn sem minnir mjög á íslensku ríkisstjórnina, miðhægri stjórn með krata sem forsætisráðherra og í samstarfi við "frjálslynda" hægri flokka (Venstre þar, Viðreisn hér). Í báðum þessum löndum eru gömlu hægri flokkarnir að líða undir lok, Konservative og Sjálfstæðisflokkurinn, en þá tekur ekkert betra við. Hinir færa sig þá bara lengra til hægri.
Hér áður fyrr, eða þegar ekkert lýðræði var í Danmörku, var í raun meira lýðræði og frjálsari skoðanaskipti en nú. Jón Sigurðsson forseti fékk til dæmis birtar kröfur sínar, og Íslendinga, í þarlendum blöðum um að Danir skulduðu Íslandi stórfé, m.a. vegna verslunargróðans og vegna klaustursjarðanna sem þeir hirtu við siðaskiptin.
Já, heimur fer greinilega versnandi þrátt fyrir allan fagurgalann um lýðræði - og opna og gagnrýna samfélagsumræðu. Það er einfaldlega orðin tóm.
![]() |
Dregur heimildarmynd um Grænland til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2025 | 19:02
Þétta raðirnar og taka þátt?
Illa láta Natólöndin í Evrópu þessa dagana. Vilja endilega koma á friði í Úkraínu með því að stórauka útgjöld til hermála. Friður með stríði?
Þessi skyndilega hervæðing er auðvitað enn merkilegri í ljósi þess að núna fyrst er farið að ræða um frið á svæðinu og stofna til funda þar um. Áður hefur enginn rætt um hugsanlegan frið í stríðinu, hvorki Bandaríkjamenn né Evrópuþjóðirnar. Nú loksins er friður svo rosalega æskilegur en hvernig friður er það? Friður með öfugum formerkjum?
Friður með þátttöku Evrópuþjóðanna í stríðinu við hlið Úkraínumanna? Friður með vopnavaldi? Það er eitthvað meira en lítið ruglað við þessa röksemdafærslu.
Þá hlýtur það að vekja athygli að öll Norðurlöndin og baltnesku löndin þrjú sendu harðlínukerlinguna dönsku, kratann Mette Fredriksen, sem fulltrúa sinn á "öryggismálastefnuna" í Munchen. Ekki aðeins það að hún, og stjórn hennar, rekur hörðustu útlendingapólitík í Evrópu heldur hefur hún einnig veitt Úkraínu mestan hernaðarlegan stuðning af öllum Evrópuþjóðum hingað til.
Og nú boða Mette þessi stóraukin útgjöld Dana til hermála. 50 milljarða danskra króna til að kaupa hergögn, upphæð sem samsvarar um 1000 milljörðum íslenskum!
Þessi hernaðar- og stríðsóða frauka var þannig fulltrúi Íslands á áðurnefndri ráðstefnu - og utanríkisráðherrann okkar tekur heilshugar undir með henni. Við tökum þátt!
Og gagnrýnisraddirnar? Þær heyrast varla, hvorki í Danmörku né hér á landi. Það flokkast kannski undir landráð að vara við þessum stríðsæsingi - og er fangelsissök?
Já, það er stutt í fasismann í þessum mikla heimshluta lýðræðis, opinnar umræðu og frelsis!
![]() |
Evrópa þéttir raðirnar og Ísland á að taka þátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2025 | 17:57
Falsfrétt eða léleg endursögn?
Þetta er undarleg endursögn á aðalatriðunum í ræðu Vance, nýja utanríkisráðherra Kanans.
Það sem skiptir raunverulega máli var gagnrýni hans á afstöðu Evrópuþjóða gagnvart Rússlandi. Evrópa væri enn föst í kaldastíðsáróðrinum frá tímum Sovétríkjanna.
Umfjöllunin í Evrópu um stríðið í Úkraínu einkennist af röngum upplýsingum og falsfréttum.
https://www.svt.se/nyheter/utrikes/jd-vance-i-hart-angrepp-mot-europa-i-tal-i-munchen
Þetta þýðir auðvitað gjörbreytta stöðu í heimsmálunum. Evrópa og þar með Norðurlönd standa nú ein í stríðsáróðrinum gegn Rússum en Bandaríkin eru að bakka út.
Áform ESB-þjóðanna um að stórauka vopnabúnað sinn er ekki til að verja Evrópu, eins og svo falslega er haldið fram, heldur til að auka þátttöku þeirra í stríðinu í Úkraínu.
Kannski eru þessar þjóðir á leið til að taka beinan þátt í átökunum þar með að senda herlið þangað.
Spurning hvað íslenska ríkisstjórnin með kúlulánadrottninguna í fararbroddi gerir. Sendir sérsveitina á vettvang eða kemur á herskyldu til að senda íslensk ungmenni til að verða fallbyssufóður á sléttunum í Úkraínu?
Önnur eins speki og sú sem vellur uppúr utanríkisráðherranum okkar þessa dagana, minnkar ekki líkurnar á þesskonar rugli.
Þetta er jú sá "friður" sem hún og ESB talar um þessa dagana.
![]() |
Vance hvatti Evrópu til að breyta um kúrs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.3.): 8
- Sl. sólarhring: 70
- Sl. viku: 549
- Frá upphafi: 462271
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 484
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar