Færsluflokkur: Dægurmál

Enn eitt okrið

Ástæðan fyrir þessari hækkun er einföld. Ríkisstjórnin fráfarandi með Guðlaug Þór í fararbroddi stofnaði til skrifstofu "út í bæ" eins og garðyrkjubændur benda á, og þar með hækkaði raforkuverð um tugi prósenta. Nánar tiltekið er ástæða hækkunarinnar sú að á næstu árum megi búast við orkuskorti í landinu. Þessi mikla hækkun er þannig ekki tilkomin vegna þess að í dag hefur orðið þetta mikið dýrara að framleiða raforkuna, heldur vegna þess að í framtíðinni mun verða meiri eftirspurn eftir henni! Gróði orkusölufyrirtækjanna mun með þessu stóraukast strax í dag með tilkomu þessarar skrifstofu úti í bæ, eða þessa "viðskiptavettvangs" sem forstjóri Landsvirkjunnar kýs að kalla króann:
https://www.visir.is/g/20242664920d/ekki-benda-a-mig-segir-for-stjori-lands-virkjunar

Svo leyfa sumir fjölmiðlar að tala um kosti þessa fyrirkomulags, "kosti" sem í raun felast ofur einfaldlega í því að kostnaðurinn við þetta lendir á hinum almenna notenda, þ.e. heimilunum, en orkufyrirtækin og milliliðurinn græða.
Já, Sjálfstæðisflokkurinn sér um sig og sína eins og venjulega en vonandi erum við laus við hann í náinni framtíð. Hins vegar er þess varla að vænta að ný ríkisstjórn breyti þessu því bæði Samfylking og Viðreisn virðast aðhyllast svipaða stefnu, það er að auka raforkuframleiðslu með vindmyllum sem mun þýða enn hærra raforkuverð til heimilanna. Það er nefnilega miklu dýrara að framleiða raforku með vindmyllum en með vatns- eða gufuvirkjunum.


mbl.is Verð á raforku hækkað um allt að 37% á einu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árskógarmálið

Nýjasta vendingin í Árskógarmálinu er sú að formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, píratinn Dóra B. Guðjónsdóttir, reynir að koma sökinni yfir á Búseta. Þeir hafi fært byggingu blokkarinnar 10 metra nær lóðarmörkum en deiliskipulagið nær til. Spurning hvort þetta sé ekki lygi til að komast hjá skaðabótum á hendur borginni. Allavega þarf samt byggingarfulltrúi borgarinnar að samþykkja slíka breytingu ef rétt er með farið. Reyndar virðist sá aðili hafa sofið ansi oft þegar útfærslu á byggingum í borginni varðar. Um það eru mörg dæmi. Báðir aðilar virðast þannig vera sökudólgar í málinu.
En ef þessi Moggafrétt er rétt þá virðist tilraun Dóru til að frýja borginni ábyrgð ekki ætla að takast hjá henni:

https://www.visir.is/g/20242663500d/-mer-finnst-thetta-bara-omur-legt-


mbl.is Íbúar segjast varnarlausir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"uppreisnarmenn" eða terroristar?

Merkilegur þessi fréttaflutningur frá Sýrlandi. Vestrænir fjölmiðlar þykjast að venju flytja hlutlausar fréttir en það er ljóst að áður stimpuð hryðjuverkasamtök eru allt í einu orðin uppreisnarmenn þar á bæ, vegna þess að þau beinast gegn "réttum" aðilum. 
Áður hefur verið sagt að Tyrkir styðji þetta lið en í glænýrri yfirlýsingu taka þeir undir með Katar, Sádi-Arabíu, Jórdaníu, Egyptalandi, Írak, Íran og Rússlandi um að átökin fyrir botni Miðjarðarhafs, og þessi sókn "uppreisnarmanna", ógni ekki aðeins stöðugleika á þessu svæði heldur einnig á heimsvísu.
Einu aðilarnir sem virðast styðja þetta lið og útvega þeim vopn eru þannig Ísrael og Bandríkin - og svo auðvitað vestrænir fjölmiðlar með sínar "hlutlausu" fréttir. Spurning einnig með ESB.
Er ekki með þessu verið að stofna til þriðju heimstyrjaldarinnar með vopnasendingum til "terrorista" sem nýtast nú vel fyrir Kanann og fleiri? Að færa stríðsátök út á sem flestum svæðum og skiptir engu máli með hvaða meðölum það er gert?


mbl.is Segja öflugar varnir umhverfis Damaskus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er óveðrið?

 
Veðurfræðingarnir gera það ekki endasleppt til að vekja athygli á sér - og sýna hversu mikilvægir þeir eru. Spáðu óveðri þegar í nótt á suðvesturhorninu sem enn bólar ekkert á - og verður ekkert af. Isavialiðið vildi auðvitað ekki vera minni menn og aflýstu helling af flugferðum nú snemma morguns þó svo að veðrið hafi oft verið mun verra - og samt flogið.
Já, það er gaman að sýna vald sitt - og sýna þjóðinni hver það er sem stjórnar ferðavenjum landsmanna - og ferðamanna!
Og svo er það blessuð pressan. Engin gagnrýni heldur aðeins copy and paste-vinnubrögð þar á bæ - að venju.
Hver borgar svo kostnaðinn sem af þessu rugli hlýtur? Allavega ekki Veðurstofan eða Isavia.

mbl.is Allar landgöngubrýr teknar úr notkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Horfir á með "hryllingi"

Ekki hefur heyrst bofs frá þessum forsætisráðherra Hollands vegna fjöldamorða Ísraelshers á Gazabúum en þegar stuðningsmenn Palestínu og gagnrýnendur stríðsglæpa Ísraels á óbreyttum borgurum leyfa sér að svara ögrunum stuðningsmanna ísraelska fótboltaliðsins heyrist loks hljóð úr horni.
Ísraelsku fótboltabullurnar gengu um götur Amsterdam, veifandi ísraelska fánanum og hrópuðu slagorð til stuðnings þjóðarmorðinu á Gaza - og komust upp með það því lögreglan gerði auðvitað ekkert til að stöðva það.
Hún var hins vegar ekki seint til þegar stuðningsmenn Gazabúa sættu sig ekki við þessar ögranir - og afskiptaleysi löggunnar - og réðist gegn mótmælendum.
Ekki í fyrsta sinn sem stjórnvöld í Holllandi sýna fasistískar tilhneigingar sínar.

Og af hverju er Ísrael leyft að keppa á alþjóðlegum mótum? Er ekki kominn tími til að stoppa það? Já, hræsnin í stjórnvöldum í Evrópu er yfirgengileg.


mbl.is Fordæma árásir á ísraelska áhangendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sú er klikkuð

Kannski verður að túlka þetta útspil formanns Samfylkingarinnar sem reynsluleysi í pólitíkinni en það virkar þó eins og hroki hennar og sé dæmi um einræðistilburði hennar. En kannski er þetta einfaldlega dæmi um vanhæfni til að stjórna stjórnmálaflokki?

Ekkert bendir til þess  að Dagur sé ógnun við forystuna, hann gefur einfaldlega kost á sér í forystusæti og er valinn sem slíkur af einhverri uppstillingarnefnd. 

Af hverju þá þessi yfirlýsing formannsins? Er flokkurinn á einhvern hátt farinn að efaat um forystuhæfileika hennar og þetta séu varnarviðbrögð við minnkandi trausti?


mbl.is Skilaboðin í heild sinni: Dagur „aukaleikari“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjaldan lýgur Mogginn!

Fréttir Moggans af andláti VG virðast vera orðum auknar. Þessi könnun á vegum þeirra er eins og einhvers konar óskhyggja. Sjálfstæðisflokkurinn stærri en Miðflokkurinn og VG með 2,2% fylgi! Það er einkar athyglisvert að ekki kemur fram hversu margir tóku þátt í þessari könnun, í mesta lagi um 100 manns?

Á sama tíma var gerð önnur könnun af einhverju traustasta fyrirtækinu sem stendur að slíkum könnunum, Maskínu. Þar kemur í fyrsta lagi fram hve gild svör eru mörg, eða 871. 

Hjá Maskínu kemur einnig allt annað fram en í hinni pöntuðu könnun Moggans. VG eykur talsvert við fylgi sitt, fær yfir 5% atkvæða og kemur þremur mönnum inn! Það eftir að hafa lengi verið úti í könnunum. Ástæðan er augljós: að taka loksins af skarið og segja skilið við óstjórn Sjálfstæðisflokksins. Það kunna kjósendur að meta!

Á sama hátt kemur fram í könnun Maskínu að Miðflokkurinn fær mun meira fylgi en íhaldið, þvert á tilbúna könnun Moggans, eða 17,7% en Sjallarnir 14,1%. Meira að segja Viðreisn er farin að narta í hælana á Sjálfstæðisflokknum ...

Já, sjaldan lýgur Mogginn.

 

 


mbl.is Ný könnun: VG í frjálsu falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morðingjar

Ef rétt reynist þá er þetta alvarlegur stríðaglæpur, rétt eins og þegar fyrri leiðtogi Hamas var drepinn nú fyrr í sumar. Að drepa pólitískan leiðtoga þjóðar, sem af mörgum löndum hefur verið viðurkennd sem sjálfstæð þjóð, er auðvitað fáheyrt og sýnir þvílíkur viðbjóður stjórnvöld í Israel eru.

Það hefur auðvitað verið vitað í rúm ár - og enn lengur svo sem - en það alvarlega er að foraeti Bandaríkjanna, Joe Biden, fagnar þessu morði: "Góður dagur fyrir Ísarel, fyrir USA og fyrir heiminn."

Enn er talað um hryðjuverkasamtökin Hamas og að þrátt fyrir drápið sé enn mikið verk eftir að vinna (drepa sem sé enn fleiri óbreytta borgara).

Skýrari réttlæting bandaríska forsetans á stríðsglæpi Ísraela hefur ekki heyrst áður.
Spurning hvort að Trump og repúblikanir sé ekki skárri kostur í forsæti Kanans en demókratar. Þeir síðarnefnu ítreka jú í sífellu að Ísrael hafi rétt til að "verja" sig.

Minnir mjög á "varnar"bandalagið NATO og innrásina í Írak á sínum tíma - og ofbeldi Vesturlanda gagnvart miðausturlöndum undanfarin 50 ár eða svo (og auðvitað mun lengur).

 




mbl.is Leiðtogi Hamas drepinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bla, bla, bla, bla ... Bjarni

Sá er að reyna að bjarga eigin skinni - og flokksins. Fylgið hrapað dag frá degi og komið niður undir 10%!!

Og tylliástæðan? Jú útlendingamálin, lögreglan(!) og umhverfismálin (hin svokallaða "græna" orka sem er ekki grænni en vindmyllurnar sem á að reisa út um allt í ósnortinni náttúru landsins). Svo auðvitað lygin um að samfélagið kalli eftir þessu (nema auðvitað að samfélagið sé gróðaöflin og engir aðrir).
Já, hljóðið er skyndilega snarbreytt. Nú skipta fjárlögin engu máli né samgöngumálin. Þingróf á fimmudag og kosið 30. nóvember - þ.e. um hávetur!! 
Leitt að VG hafi ekki stolið glæpnum af Bjarna og samþykkt tillöguna sem lögð var fram á landsfundi þeirra fyrir skömmu - að slíta sjálf samstarfinu og það strax.


mbl.is Ríkisstjórnin sprungin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virða hvaða samkomulag?

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir m.a. þetta um málefni útlendinga (bls. 38):

"Kerfi og stofnanir sem meta einstaklings­bundnar aðstæður og hagsmuni eiga að vera skilvirk, laga- og regluverk skýrt og mannúðlegt og framkvæmd fullnægjandi."

Einnig þetta: "Áfram verður aukið við móttöku kvótafóttafólks með áherslu á einstaklinga og fjölskyldur í viðkvæmri stöðu."

Að lokum þetta: "Auka þarf traust og gagnsæi um ákvarðanir útlendingayfirvalda."

https://www.stjornarradid.is/library/05-Rikisstjorn/Stjornarsattmali2021.pdf

Ljóst er af þessu að það er ekki VG sem virðir ekki samkomulag stjórnarflokkanna heldur eru það Sjálfstæðismenn. Kerfið sem Sjálfstæðismenn veita forstöðu er hvorki "skýrt né mannúðlegt", ekkert tillit er tekið til fólks í viðkvæmri stöðu - og ekkert traust ríkir lengur til "útlendingayfirvalda" né gangsæi í ákvörðunum þeirra, enda einkennast þær af geðþótta viðkomandi stofnana. 

Það er auðvitað ágætt ef Sjálfstæðisflokkurinn slítur stjórnarsamstarfinu því hann mun ekki ríða feitum hesti frá kosningunum. Hins vegar er spurningin hvort núverandi stjórnarandstaða, með Samfylkinguna í fararbroddi, sé eitthvað betri því hún hefur verið samstíga íhaldinu í málaflokknum.
Nú síðast vakti færsla eins af þingkonum kratanna á Fésbókinni hörð viðbrögð svo hún sá þann kost vænstan að eyða skrifunum. Inntakið var stjórnleysi og að það væri "mannúð" að treysta stjórnvöldum!
https://www.visir.is/g/20242634117d/dag-bjort-eyddi-faerslu-eftir-hord-vid-brogd

Athyglisvert að mál fatlaðs drengs skuli afhjúpa á þennan hátt mannúðarleysi tveggja af stærstu stjórnmálaflokkunum og verða til þess að fella ríkisstjórnina. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi!


mbl.is Kalli eftir endurskoðun af hálfu VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 171
  • Frá upphafi: 459082

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 155
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband