Færsluflokkur: Dægurmál
11.1.2025 | 13:08
Freyr orðinn þjálfari Brann
Samkvæmt norskum netmiðlum hefur Freyr Alexandersson ákveðið að taka tilboði Brann sem þjálfari félagsins. Þar með er ljóst að kandídötum til landsliðsþjálfarastarfsins hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta hefur fækkað um enn einn. Þá eru eftir tveir ...
https://www.nrk.no/vestland/freyr-alexandersson-blir-ny-brann-trener-1.17202144
Kraftaverkamaðurinn Freyr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2025 | 12:36
Strax byrjað að afsaka sig?
Það er nú full djúpt í árinni tekið að tala um mikið áfall við að Aron geti ekki spilað alla leikina á HM. Hans stórtíð er jú löngu lokið og frekar spurning en hitt hvort hann hafi nokkuð erindi lengur í landsliðið.
En Snorri þjálfari er klókur gaur og veit sem von er að ef illa gengur á mótinu þá er starf hans í hættu. Því er eins gott að byrja sem fyrst að afsaka sig.
Þá hefur hann og Aron verið full yfirlýsingaglaðir að undanförnu, greið leið uppúr riðlinum, þrátt fyrir að Slóvenar séu með í honum, þjóð sem hærra skrifuð en Íslendingar í handboltanum og urðu í 4. sæti á síðasta EM ef ég man rétt (en Ísland í því 10.).
Hrokafullar yfirlýsingar ekki satt?
Mikið áfall fyrir íslenska landsliðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2025 | 17:47
Hræsnin mun síst þér sóma
Brot Ísraela á alþjóðalögum með framferði sínu á Gaza er "hryllileg" en ekki endilega þjóðarmorð, það sé lagatæknilegt atriði. Já, Þorgerður Katrín kann að orða hlutina. Um daginn talaði hún um hið mikilæga, góða samband við vinina í vestri, þ.e. Kanann, og hvað fyrri utanríkisráðherrann okkar hafi staðið sig vel í því sambandi. Og blessunin hún NATO er lífsnauðsyn fyrir "varnir" Íslands. Á sama tíma voru Bandaríkjamenn að veita Ísrael 8 milljarða króna hernaðaraðstoð til að "endurnýja" herbúnað sinn, þ.e. til að geta haldið áfram að drepa almenna borgara í Palestínu og nágrannalöndunum. Já, hræsnin er söm við sig.
Ég las fyrir stuttu ritdóm um leik föður Þorgerðar, Gunnars Eyjólfssonar, Þar segir m.a.
"Það er ekki neitt verulegt last um Gunnar þó manni detti stundum í hug að ekki muni hann alltéð skilja mikið eða leggja óþarflega upp úr öllu sem honum er falið að segja í hlutverkum sínum; honum er allra manna sýnst um glæsibrag framsetningar og framgöngu á sviðinu."
Er þetta ekki einnig fín lýsing á dótturinni, öll á yfirborðinu í pólitísku hlutverki sínu en lítið á dýptina?
Þessum hryllingi verður að linna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2025 | 13:20
13. vindmyllugarðurinn
Nýlega hækkaði raforkuverð í smásölu um 37%. Ekki var það vegna þess að heildsöluverðið hafði hækkað heldur einungis vegna þess að smásalan var einkavædd!
Vindmyllurnar sem fyrirhugað er að reisa, og það einnig með nýjum orkumálaráðherra, eru sömuleiðis á vegum einkaðaila (nema ein). Það er sem sé verið að einkavæða raforkukerfið, án þess þó að selja Landsvirkjun (sem lengi hefur þó verið draumur sumra). Þessir vindmyllugarðar munu einnig stórhækka rafmagnsverð enda mjög ótryggur orkugjafi.
Rafmagn frá vindmyllum er nefnilega mjög dýrt og hefur valdið stórhækkuðu verði til neytenda ytra. Mest bar á því árið 2021 en í lok árs 2024 fór það uppúr öllu valdi. Ástæðan er sögð hægvirði en þá framleiða vindmyllurnar auðvitað ekkert rafmagn. Hin raunverulega ástæða er þó markaðurinn í Evrópu. Norðmenn eru því farnir að tala um að loka sæstrengjum til Evrópu til að lækka verðið innanlands. Þetta háa verð á sérstaklega við um suður-Noreg (en einnig suður-Svíþjóð). 9. des var verðið á kílóvattstund 13 kr norskar. Þetta er hæsta verð síðan 2009.
Reyndar lendir þetta verð meira og minna á ríkinu þar sem það niðurgreiðir raforkuna til almennings. Þannig þarf hið opinbera að styrkja einkafyrirtækin um himinháar upphæðir.
Hér stefnir allt í það sama, niðurgreiðsla á rafmagni til einkaaðila, teknar úr sjóði allra landsmanna, og svo auðvitað draumurinn um ESB og sæstreng til Skotlands og þar með inná þennan mjög svo ótrygga markað.
Ráðgera 20-30 vindmyllur í Flókadal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2024 | 17:33
Meira til hægri en gamla stjórnin?
Lýsingin í frétt Moggans um áhrif Viðreisnar í Valkyrjustjórninni er auðvitað hárrétt. Þorgerður Katrín "varnarmálaráðherra" ræður greinilega öllu í ríkisstjórninni og kemst upp með allt. Einna mest áberandi er það að hún tekur upp á sitt einsdæmi að gefa línuna í utanríkismálum, meðal annars með yfirlýsingum um að standa fast við bakið á "vinum" okkar fyrir vestan, þ.e. Kananum (jafnvel í málefnum Palestínu?), boðar stóraukin framlög til "varnar"mála og leyfir gífurlega aukin umsvif Bandaríkjahers hér á landi. Þetta er reyndar einfaldlega í beinu framhaldi af stefnu Sjálfstæðisflokksins og fyrirverandi utanríkisráðherra, hauknum og stríðsæsingamanneskunni Þórdísi Reykfjörð.
Þetta skýtur þó nokkuð skökku við stjórnarsáttmálann því þar er ekkert rætt um þessi "varnar"mál fyrr en í síðustu greininni, þeirri 23. Þar er meira að segja mjög vægt til orða komist. Þar segir t.d. aðeins að "mótuð verði öryggis- og varnarmálastefna".
Svo virðist sem að Þorgerður Katrín hafi upp á sitt einsdæmi mótað stefnuna og það þegar á fyrstu dögum hennar á ráðherrastóli. Ekki heyrist þó hljóð úr horni samstarfsflokkanna hvað þetta varðar sem hlýtur að teljast einkennilegt, allavega af hálfu forsætisráðherrans sem manni finnst að ætti að hafa forystu í svo mikilvægum málaflokki.
Þó svo að Þórdís Kolbrún hafi verið yfirlýsingarglöð í embætti þá virðist sem VG og Katrín fyrrum forsætisráðherra hafi tekist að halda aftur af henni að ákveðnu marki.
Því er ekki að heilsa nú, svo óhætt er að fullyrða að nýja stjórnin sé hægra megin við þá gömlu, allavega í utanríkismálum.
Hér kemur svo upphaf 23. greinar stjórnarsáttmálans:
"Með utanríkisstefnu sem byggir á mannréttindum, friði, virðingu fyrir alþjóðalögum og náinni samvinnu við Evrópusambandið, önnur norræn ríki og Atlantshafsbandalagið. Mótuð verður öryggis- og varnarmálastefna."
Valkyrjur koma og fara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2024 | 18:26
Gallabuxur eða bara slakur árangur?
Carlsen er jú þekktur fyrir að vera fýlupúki og sver sig þar í ætt við Kasparov gamla og fleiri slík "stórmenni" skákarinnar. En líklega voru það ekki aðeins gallabuxurnar og sérkröfur "meistarans" sem gerði það að verkum að hann hætti í atskáksmótinu heldur slök frammistaða. Hann hafi einfaldlega farið í fýlu vegna þess hversu illa honum gekk í mótinu. Fimm vinningar af átta mögulegum og 64. sætið var eitthvað sem hann, og flestir aðrir, gerði sér vonir um. Enda var hann ríkjandi heimsmeistari með þessum tímamörkum.
Auðvitað greip Carlsen tækifærið þegar það gafst og bar allt öðru við. Það gera nefnilega allir "snillingar".
Neitaði að skipta um buxur og hætti keppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2024 | 16:46
Einlæg ást og eindrægni!
Eins og sést á þessari mynd er Sjálfstæðisflokkurinn ekkert svo óánægður með að afhenda Viðreisn lyklavöldin. Viðreisn er jú klofningaflokkur úr íhaldinu og það er alls ekki langt á milli þessara flokka.
Spekingarnir eru að spá harðri stjórnarandstöðu en hún verður það varla frá Sjöllunum, nema svona til málamynda. Myndin sem birtist með fréttinni segir meira en mörg orð þar um!
Svo er faðir Þorbjargar dyggur íhaldsmaður af Nesinu en það er þó smá kratablóð í móðurættinni. Þar eru og einnig tengsl við Suðurlandið því móðir Tobbu, eins og hún var kölluð sem krakki og kannski enn, er frá Selfossi.
Tveir Sunnlendingar að faðmast! Getur eitthvað gott komið þaðan?
Lyklaskipti: Íhaldskonan er með alvöru lykil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2024 | 19:19
Áfram haukur í utanríkisráðuneytinu
Það er ekki nema von að Þórdís Kolbrún gleðjist yfir því að Þorgerður Katrín verði utanríkisráðherra. Þar er sami skítur undir sama skó. Með Viðreisn í nýju ríkisstjórninni verður auðvitað áfram tekið þátt í hernaðargeðveikinni í Úkraínu með hinum NATÓ-þjóðunum, sem mun kosta ríkiskassann stórar upphæðir.
Sama má segja um nýja fjármálaráðherrann, huldumanninn Daða M. Kristófersson. Valið á honum sýnir í raun hver er stefna Viðreisnar innan ríkisstjórnarinnar. Hann vill endilega ganga í ESB og taka upp evruna. Sem sé ekta kapitalisti og sem slíkur styður hann hernað ESB og NATÓ í Úkraínu. Þetta er þannig félegur hópur.
Bjarni Ben reynir að sjálfsögðu að breiða yfir þetta með því að þykjast vera harður andstæðingur "Sólstöðu"stjórnarinnar og heldur því m.a. fram að Flokkur fólksins hafi náð fram flestum sínum stefnumálum.
Það er auðvitað blekkingarleikur. Viðreisnin er sigurvegarinn í þessari stjórnarmyndun, enda er Þorgerður Katrín vel sjóuð í hráskinnsleiknum. Hún er auðvitað ennþá Sjálfstæðismaður og þannig er sá flokkur enn við völd, aðeins undir öðru nafni.
Já, það er lítilla breytinga að vænta.
Gott að fá Þorgerði í ráðuneytið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2024 | 10:58
Enn eitt okrið
Ástæðan fyrir þessari hækkun er einföld. Ríkisstjórnin fráfarandi með Guðlaug Þór í fararbroddi stofnaði til skrifstofu "út í bæ" eins og garðyrkjubændur benda á, og þar með hækkaði raforkuverð um tugi prósenta. Nánar tiltekið er ástæða hækkunarinnar sú að á næstu árum megi búast við orkuskorti í landinu. Þessi mikla hækkun er þannig ekki tilkomin vegna þess að í dag hefur orðið þetta mikið dýrara að framleiða raforkuna, heldur vegna þess að í framtíðinni mun verða meiri eftirspurn eftir henni! Gróði orkusölufyrirtækjanna mun með þessu stóraukast strax í dag með tilkomu þessarar skrifstofu úti í bæ, eða þessa "viðskiptavettvangs" sem forstjóri Landsvirkjunnar kýs að kalla króann:
https://www.visir.is/g/20242664920d/ekki-benda-a-mig-segir-for-stjori-lands-virkjunar
Svo leyfa sumir fjölmiðlar að tala um kosti þessa fyrirkomulags, "kosti" sem í raun felast ofur einfaldlega í því að kostnaðurinn við þetta lendir á hinum almenna notenda, þ.e. heimilunum, en orkufyrirtækin og milliliðurinn græða.
Já, Sjálfstæðisflokkurinn sér um sig og sína eins og venjulega en vonandi erum við laus við hann í náinni framtíð. Hins vegar er þess varla að vænta að ný ríkisstjórn breyti þessu því bæði Samfylking og Viðreisn virðast aðhyllast svipaða stefnu, það er að auka raforkuframleiðslu með vindmyllum sem mun þýða enn hærra raforkuverð til heimilanna. Það er nefnilega miklu dýrara að framleiða raforku með vindmyllum en með vatns- eða gufuvirkjunum.
Verð á raforku hækkað um allt að 37% á einu ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2024 | 07:25
Árskógarmálið
Nýjasta vendingin í Árskógarmálinu er sú að formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, píratinn Dóra B. Guðjónsdóttir, reynir að koma sökinni yfir á Búseta. Þeir hafi fært byggingu blokkarinnar 10 metra nær lóðarmörkum en deiliskipulagið nær til. Spurning hvort þetta sé ekki lygi til að komast hjá skaðabótum á hendur borginni. Allavega þarf samt byggingarfulltrúi borgarinnar að samþykkja slíka breytingu ef rétt er með farið. Reyndar virðist sá aðili hafa sofið ansi oft þegar útfærslu á byggingum í borginni varðar. Um það eru mörg dæmi. Báðir aðilar virðast þannig vera sökudólgar í málinu.
En ef þessi Moggafrétt er rétt þá virðist tilraun Dóru til að frýja borginni ábyrgð ekki ætla að takast hjá henni:
https://www.visir.is/g/20242663500d/-mer-finnst-thetta-bara-omur-legt-
Íbúar segjast varnarlausir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 460024
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar