Færsluflokkur: Dægurmál
31.7.2025 | 09:20
Að setja skilyrði fyrir sjálfstæði þjóðar
Fréttirnar af góðmennsku Kanadamanna (og Breta) í garð Palestínu eru fullar af hræsni. Ekkert talað um skilyrði þess að viðurkenna sjálfstæði landsins.
Skilyrði Kanadastjórnar eru m.a. þau að að útiloka Hamas frá þátttöku í lýðræðislegum kosningu í Palestínu og afvopnun samtakanna. Taka skal fram að árið 2008 voru kosningar haldnar í Palestínu þar sem Hamas vann stórsigur á hinum gjörspillta Fatah-flokki sem þá var við stjórn og er enn að hluta.
Þessi beinu afskipti af innanríkismálum þjóðarinnar eru auðvitað forkastanleg og vitað mál að engin þjóð með snefil af sjálfsvirðingu mun sætta sig við slíkt (nema kannski hin spillta stjórn Abbas á Vesturbakkanum).
Þetta er þannig einber sýndarmennska í Kanadamönnum og hið sama gildir auðvitað um Bretana. Jafnframt er þetta óbeinn stuðningur við Ísrael og réttlæting á ofbeldi þeirra gagnvart Gazabúum.
Þjóðarmorðið þar er nefnilega allt Hamas að kenna!
![]() |
Kanada hyggst viðurkenna sjálfstæði Palestínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2025 | 12:04
Af hverju ekki lögbann á þetta?
Nú hefur Landsvirkjun verið gerð afturreka með virkjunarframkvæmdir þarna allavega tvisvar, nú síðast með dómi Hæstaréttar en halda samt áfram eins og ekkert hafi í skorist.
Þetta er klárlega lögbrot og það af grófara taginu. Vinir Þjórsár hafa barist af miklum krafti gegn þessum virkjunaráformum og -framkvæmdum og haft ítrekað haft erindi sem erfiði.
En hvað dvelur Orminn langa nú? Af hverju krefjast þeir ekki lögbanns á þessar ólöglegu framkvæmdir?
![]() |
Kraftur í framkvæmdunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2025 | 17:21
Gosmóða?
Merkilegir þessir "náttúruvár"sérfræðingar. Þokamóðan sem nú liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og eflaust víðar, kallast nú gosmóða, því eitt pínulítið eldgos er í gangi ekki langt frá!
Samt liggja engar mælingar fyrir um að þetta sé goðsmóða, enda flestir mælar sem slíkt mæla bilaðir, eins og komið hefur fram í fréttum.
Ótrúlegt hve sumt fólk hefur mikla þörf á að koma sér og starfi sínu á framfæri. Rosalega mikilvægt lið ...
![]() |
Mikil mengun en ekki komin á hættustig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2025 | 00:21
Úr hörðustu átt
Ekki nennti ég nú að hlusta á spekingana í Stofunni en get mér þess til að þeir hafi ekki verið alltof hrifnir af landsliðinu né þjálfara þess. Vitandi af Óla Kristjáns þarna er þó ljóst að þar fer maður sem bæði veit og kann.
Hins vegar er því sama ekki fyrir að fara hjá syni landsliðsþjálfarans. Hann getur ekkert í fótbolta og veit greinilega engu meira. Ávallt valinn í landsliðið, eflaust í gegnum pabba-klíku, þrátt fyrir að verma iðulega bekkinn hjá lélegu, þýsku b-deildarliði.
Vondandi losnum við alfarið við þá feðga héreftir og þó fyrr hefði verið.
![]() |
Landsliðsmaðurinn skaut rækilega á RÚV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2025 | 16:42
Liggur á landanum!
Sérkennilegt val landsliðsþjálfaranum í hægri bakvarðarstöðuna. Guðný Árnadóttir valin, sem kemst varla í lið hjá félagsliði sínu í Svíþjóð, Kristianstad! Enda notfæra Finnarnir sér það ágætlega, sækja mikið á hana upp vinstri kantinn svo mikil hætta skapast hvað eftir annað þeim megin.
Ekki sannfærandi fyrri hálfleikur hjá íslenska liðinu.
Svo eru það skiptingarnar í seinni hálfleiknum, það er að taka Hlín útaf og setja Öglu inná í staðinn. Allt í lagi með Öglu en af hverju Hlín en ekki Sandra Jensen sem hefur lítið sést?
Svo 0-1 (auðvitað upp vinstra kantinn) og Ísland einum færri! Og áfram sækja Finnar. Og nú eiga þeir ekki aðeins mun fleiri skot að marki heldur halda boltanum mun betur (55% en áður var þetta jafnt).
Karólína útaf. Þjálfarinn mikli og sjálfumglaði að gefast upp?
Katla Tryggva gerir kröfu til byrjunarliðssætis í næsta leik eftir góða innkomu.
![]() |
Allt fór á versta veg í fyrsta leik Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2025 | 12:06
"fínasta veður"?
Athyglisverð þetta um fínasta veður í Fljótshlíðinni, um 10 stig hiti nú þegar sumarið ætti að vera komið á fulla ferð.
Svo var það nóttin, aðfararnótt hvítasunnudags. Þá frysti víða svo sem hér á höfuðborgarsvæðinu. Það frysti t.d. á Sandskeiði (í fjóra tíma). Frostið fór mest í -2,5 stig. Í Víðidal fór hitinn lægst í 0,2 stig og við Korpu í 0,6 stig.
Á Þingvöllum var frost í þrjá tíma (mest -1,1 stig) en í fjóra tíma í Þykkvabæ (mest -1,4 stig). Hitinn fór niður undir frostmark á fleiri stöðum á Suðurlandi. Sem sé "fínasta veður"!
Þá frysti í Húsafelli, Hvanneyri og víðar í Borgarfirði. Einnig frysti fyrir norðan, svo sem á Haugi í Miðfirði.
Var ekki einhver að tala um hnattræna hlýnun ...
![]() |
Ferðalangar fjölmenna á Hellishóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2025 | 16:41
Íslenskt skáklíf í mikilli sókn?
Ekki er alveg ljóst hvers vegna Gunnar Björnsson er að hætta sem forseti Skáksambandsins en líklega er (loksins) komið fram framboð gegn honum - framboð sem gæti bent til óánægju með störf hans.
Í 16 ára forsetatíð Gunnars hefur árangur íslenskra skákmanna hrakað ört. Nær engir efnilegir skákmenn hafa komið fram, eins og sést á slökum árangri þeirra á alþjóðlegum vettvangi, auk þess sem árangur íslenska karlalandsliðsins hefur orðið lélegri með hverju árinu sem líður.
Þetta sést vel á árangri landans á Reykjavíkurskákmótinu í ár. Þar töpuðu nær allir Íslendingarnir stigum, nema ungu krakkarnir sem græddu einhver stig (en urðu þó neðarlega).
Einnig á Ólympíumótinu í fyrra (2024). Þá varð íslenska karlasveitin í 68. sæti, neðst Norðurlandaþjóðanna (m.a.s. lægri en Færeyingar!). Fyrir mótið var Ísland 46. stigahæsta landið.
Eins og einhverjir muna er besti árangur Íslands á Ólympíumóti fimmta sætið! Það var auðvitað fyrir tíð Gunnars í forsetastóli.
Konurnar enduðu í 58. sæti, einnig neðstar Norðurlandaþjóðanna.
Á EM ungmenna í fyrra (2024) voru 23 keppendur frá Íslandi (en engir á HM)! Aðeins einn keppandinn var með 50% vinninga og þar yfir (5 v. af 9 mögulegum). Sjö voru með 4 vinninga. Fæsta vinninga fékk strákur í efsta aldursflokki, með 2 vinninga (varð nr. 123). Fimm voru með 2,5 vinninga og þrír með þrjá vinninga. Sex Íslendinganna voru með 3,5 v. Sætin voru frá 35-138. Átta þeirra lentu undir 100. sætinu. Lélegasti árangurinn var í þremur elstu strákaflokkunum en þar lenti sá með flesta vinninga í 88. sæti. 12 keppendanna töpuðu stig á mótinu, eða meirihluti þeirra íslensku. Sá sem tapaði mestu missti næstum 50 stig!
Sem sé. Mikil sókn: íslenskt skáklíf "hafi vaxið þétt á tíma hans sem forseti."
![]() |
Gunnar Björnsson hættir sem forseti skáksambandsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2025 | 15:09
Hjónabandsörðugleikar?
![]() |
Gaf eiginmanninum einn á lúðurinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2025 | 10:03
Merkilegur viðsnúningur íhaldsins!
Sjálfstæðisflokkurinn í stjórnarandstöðu í borginni er allur annar en þegar hann er við stjórnvölinn. Hér áður fyrr, á velmektarárunum, stóð hann dyggan vörð um hagsmuni olíufélaganna enda voru þeir og eru í eigu flokksgæðinganna.
Nú hins vegar er gjafagjörningur vinstri meirihlutans til olíufélaganna gagnrýndur harðlega og það reyndar með réttu!
Vandamálið er þó það að hæpið er að hugur fylgi hér máli. Talað sé með tungum tveim, stjórnarandstöðutungunni annars vegar og meirihlutatungunni hins vegar.
En hvað með það. Þessi fyrirhugaða blokkarbygging við Háskólabókasafnið er auðvitað algjörlega út úr kú. Enda eru nóg þrengslin þar nú þegar, á þessum fjölmennasta vinnustað landsins.
![]() |
Andmæli Háskólans við Birkimel ekki lögð fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2025 | 12:21
Þetta "snarruglaða þéttingar-dogma"!
Mæl þú kvenna heilust, Sólveig Anna! Þetta þéttingardogma leiðir ekki aðeins til slæms birtuskilyrða í blokkarhverfum heldur einnig til stórhækkaðs íbúðaverðs sem allt venjulegt fólk hefur ekki efni á. Ástæðan er fyrst og fremst algjört lóðaorkur í borginni en von um hátt lóðaverð er eimitt það sem liggur að baki þessari dogmu um þéttingu byggðar.
Annað er einfaldlega fyrirsláttur. Borgin hefur verið illa rekin lengi, mikil skriffinnska og útþennsla "bálksins" hefur gert það að verkum að allar klær hafa verið úti til að mata krókinn þar á meðal á rándýrum lóðum.
Þetta hafa svo lukkuriddarar Hrunstímans nýtt sér og byggja eins mikið magn og hægt er á lóðum þeim sem þeir hafa keypt á okurverði, annað hvort af borginni eða af öðru stórhöfðingjum eins og Ólafi Ólafssyni og fleiri lóðabröskurum.
Borgarstjórnarmeirihlutinn gerir auðvitað ekkert í þessum málum, sem þeir þó geta í gegnum skipulagsráð og byggingarfulltrúa, enda þeim í hag. Skipbrot vinstrimennskunnar er algjört og kominn tími til að fá almennilegan Verkamannaflokk til að koma skikkan á málefni höfuðborgarinnar.
![]() |
Sólveig Anna gagnrýnir þéttingu byggðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.8.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar