Færsluflokkur: Dægurmál
29.8.2021 | 15:16
Segja af sér eða birta öll nöfn - og málavexti?
Það er spurning hvernig KSÍ ætla að leysa þetta hneykslismál hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta - og innan sjálfrar hreyfingarinnar. Þarna hefur greinilega ríkt ofbeldis- og þaggarkúltur alltof lengi.
Þöggunin er farin að hafa áhrif á sjálfa leikmennina, ekki síst þá sem hafa hvergi komið nærri þessum málum. Það liggja allir undir grun - og allskonar getgátur uppi hvort þessi eða hinn hafi átt hlut að máli: "Af hverju var hann ekki valinn í landsliðið, er það vegna þess að hann ...?", sbr. orð Guðna Bergssonar um að að sögusagnir um meint [nauðgunar]brot landsliðsmanna kunni að blandast inn í það þegar leikmannahópar fyrir stórmót eru settir saman:
https://www.visir.is/g/20212147332d/-vid-viljum-audvitad-hafa-thessa-hreyfingu-okkar-an-ofbeldis-
Einnig orð landsliðsþjáfarans, Arnar Þórs Viðarsonar, um að hann veldi þann hóp sem stæði til boða hverju sinni en ef honum yrði bannað að velja einhverja leikmenn hlýddi hann yfirboðurum sínum!:
https://www.mbl.is/sport/efstadeild/2021/08/25/fylgjum_fyrirmaelum_okkar_yfirmanna/
Það hlýtur að vera krafa landsliðsmannanna að nöfn hinna meintu ofbeldismanna verði gerð opinber þannig að hinir saklausu verði hreinsaðir af öllum grun.
Svo er auðvitað spurning um hvort að hægt sé að uppræta þessa ómenningu innan hreyfingarinnar öðruvísi en með því að KSÍ-forystan taki öll pokann sinn. Ef svo verður, er og eðlilegt að fara fram á að landsliðsþjálfararnir geri það einnig, allavega Arnar Þór, því hann hefur augljóslega tekið þátt í þessari þöggun og þannig beint grunsemdum að þeim sem saklausir eru.
![]() |
Allir starfsmenn KSÍ boðaðir á fund klukkan 16 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2021 | 10:24
Allt á kostnað skattgreiðenda
Þessi hugmynd stjórnvalda - og heilbrigðisráðherra - að bjóða uppá ókeypis hraðpróf verkar meira en lítið furðuleg í ljósi þess að það eru einkaaðilar sem sjá um að taka þessi próf en ekki hið opinbera (eins og t.d. er gert í Danmörku).
Í frétt á visir.is kemur fram að hvert próf kosti allt að 7.000 kr. Hér eins og venjulega er ríkiskassinn einkavæddur fyrir gróðapungana og almenningur látinn blæða.
Og það athyglisverða er að ráðherra Vinstri grænna leggur þetta til en maður hefði frekar haldið að það væru Sjálfstæðismenn sem gerðu slíkt til að hygla vinum sínum í einkageiranum.
Já það er lítill munur á hægri og vinstri þessi misserin!
https://www.visir.is/g/20212148372d/hradprof-geta-reynst-stjornvoldum-randyr
![]() |
Aðalatriði að hraðprófin gangi í gegn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2021 | 15:23
Algjört klúður!
Skipulagið á bólusetningunni er greinilega ekki eins gott og af er látið af þeim sem eru í forsvari fyrir henni.
Í dag klúðraðist það gjörsamlega. Mér skilst að það hafi verið rólegt fyrir hádegi og allt gengið vel en eftir hádegið fór allt í handaskolurnar.
Fyrst kláraðist skammturinn af AstraZeneca (þrátt fyrir rólegan morgun) svo það þurfti að blanda nýjan skammt og koma honum að staðinn - og það tók tímann sinn.
Svo reyndist skammturinn, sem loksins kom, ekki nægja nema fyrir tæplega fullan sal.
Þá gripu snillingarnir til þess ráðs að bjóða uppá Pfizer í staðinn og virtust nær allir sætta sig við það (þó svo að þeir sem ætla til útlanda geta lent í vandræðum ef þeir eru ekki fullbólusettir með sama lyfinu). Röðin náði a.m.k. alla leið upp á Suðurlandsbraut þegar svo var komið og ekkert fararsnið á fólki.
Já langlundargeð þjóðarinnar er meira en maður hafði haldið!
![]() |
Boðið Pfizer í stað AstraZeneca |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2021 | 11:30
Klagar í ráðherra!
Hann byrjar vel þessi nýi umboðsmaður Alþingis! Klagar Tryggingastofnun til ráðherra í stað þess að senda fyrirspurnina til stofnunarinnar eins og liggur beinast við!
Loksins þegar opinber stofnun fer að framkvæma eftirlitsskyldu sína heyrast harmakvein úr ólíklegustu áttum. Fyrst voru það læknar í einkavæðingageiranum sem kvörtuðu undan gagnrýni Tryggingastofnunar á kostnaðinn sem hinir peningagráðugu sérfræðilæknar á læknastofum úti í bæ voru að velta yfir á ríkið og þar með á skattgreiðendur. Svo langt gengu þeir í áróðri sínum að kenna stofnuninni og vonda heilbrigðisráðherranum um að þeir hafi "neyðst" til að loka Domusi Medica.
Og nú þegar Tryggingastofnun (loksins) eykur eftirlit sitt með umsækjendum um örorkustyrk er vælt í umboðsmanni Alþingis sem klagar hana til ráðherra!!
Það leggst greinilega ekki lítið fyrir kappann!
![]() |
Sendi fyrirspurn vegna kvartana og ábendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2021 | 11:20
Nákvæmlega sama gagnrýni og í Noregi
Loksins er komin upp umræða um innihald þessa samnings sem Guðlaugur Þór miklaði sér mikið af í aðfaranda prófkjörs flokksins enda mikið í húfi þar.
Einnig hefur ekkert verið fjallað um hvort samstaða hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um þennan samning (þöggun VG er dæmigerð fyrir þann flokk) en eitthvað um óánægju stjórnarandstöðunnar um að hafa ekki verið höfð með í ráðum. Eitthvað heyrist og frá Bændasamtökunum en ótrúlega lítið miðað við hagsmunina sem þar eru í húfi.
Allt annað er uppá teningnum í Noregi þar sem sagt er frá því að miklar deilur hafi verið innan norsku stjórnarinnar um þetta samkomulag, sem Norðmenn eru jú hluti að sem EES-þjóð. Þetta á bæði við um sjávarútveginn og landbúnaðinn. Þar er greint frá innihaldinu og sagt frá hinni hliðinni, gagnrýninni.
Norðmönnum finnst t.d. alltof hár tollur vera enn á unnum fiski því aðeins sá óunni sé tollalaus. Þetta verði til þess að störf tapist og lægsta hugsanlega verðið fáist fyrir fiskinn. Með þessu sé hráefni og vinnuafl flutt til Bretlands. Nákvæmlega sama gagnrýni og hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi hér á landi.
Þá er flýtirinn við þennan samning gagnrýndur, einmitt það sem Guðlaugur Þór hrósar sér af og notar sem tylliástæðu fyrir að hafa ekki samband við einn eða neinn um þennan samning.
Það merkilega við þetta allt saman hér á landi, að svo virðist sem ríkisstjórnin, les utanríkisráðherrann, geti ákveðið þetta upp á sitt einsdæmi án þess að leggja það fyrir þingið. Í Noregi þarf þó þetta samkomulag að vera samþykkt af þinginu.
![]() |
Segja samning við Breta vonbrigði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2021 | 18:27
Ekki eitt orð um innihald samningsins
Þessi frétt, og sú fyrri í dag þar sem Guðlaugur Þór sló sig til riddara fyrir stórkostlega frammistöðu við samningaborðið, segir ekkert um hvað samkomulagið snýst. Og ekki heldur hvort einhver óánægja hafi verið um það á þinginu eða innan stjórnarinnar. Þetta er dæmigert fyrir íslenska blaðamennsku þar sem allt gengur út á viðtöl, það sem kallast referat í háskólasamfélaginu og nemendum er yfirleitt refsað fyrir í einkunnargjöf (nema líklega í fjölmiðlafræðinni), en ekki eigin úttektum sem sýnir að fjölmiðlafólk hafi vald á fræðilegum og vönduðum vinnubrögðum.
Allt annað er uppá teningnum í Noregi þar sem sagt er frá því að miklar deilur voru innan norsku stjórnarinnar um þetta samkomulag, sem Norðmenn eru jú hluti að sem EES-þjóð. Þetta á bæði við um sjávarútveginn og landbúnaðinn. Þar er grein frá innihaldinu og sagt frá hinni hliðinni, gagnrýninni.
Norðmönnum finnst t.d. alltof hár tollur vera enn á unnum fiski því aðeins sá óunni er tollalaus. Þetta verður til þess að störf tapast og minnsta verðið fæst fyrir fiskinn. Með þessu sé hráefni og vinnuafl flutt til Bretlands.
Þá er talað um flýtirinn við þennan samning, einmitt sem Guðlaugur Þór hrósar sér af og notar sem tilliástæðu fyrir að hafa ekki samband við þingið, en það mun vera vegna mikillar pressu frá stóru sjávarútvegsfyrirtækjunum.
Einnig er mikil óánægja innan landbúnaðargeirans. Samkomulagið gengur nefnilega einnig út á það að Bretar geti selt meira af landbúnaðarafurðum til Noregs - og þá auðvitað einnig til Íslands. Með samkomulaginu fá Bretar einmitt stærri innflutningskvóta á nautakjöti og ostum til EES-landanna. Norðmenn er skiljanlega hræddir við að minni framleiðslueiningar innan landbíúnaðarins fari á hausinn vegna þessa. Aukinn innflutningur er auðvitað ógn við innlenda framleiðslu. Norðmenn nefna einnig að sama hætta steðji að grænmetisframleiðslunni en hún er einmitt mjög mikilvæg hér á landi. Sjálfbærnismarkmið þessara þjóða er þar með í hættu.
Það merkilega við þetta allt saman hér á landi, degi fyrir hatrammt prófkjör innan Sjálfstæðisflokksins, að svo virðist sem ríkisstjórnin, les utanríkisráðherrann, geti ákveðið þetta upp á sitt einsdæmi. Í Noregi þarf þó þetta samkomulag að vera samþykkt af þinginu.
![]() |
Guðlaugur gagnrýndur fyrir samráðsleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2021 | 22:50
Samúel lagði upp tvö mörk og skoraði eitt!
Eitthvað fylgist nú moggaliðið illa með boltanum úti. Eins og segir í fyrirsögninni hér ofar þá gerði Samúel Kári Friðjónsson eitt mark fyrir Viking og átti tvær stoðsendingar (báðar úr innkasti!) í 1-3 sigri liðs hans (Viking) úti gegn Lilleström.
Þá gerði Viðar Ari Jónsson eitt mark fyrir Sandefjord sem vann Mjöndalen úti með sama mun (1-3).
Samúel fékk átta í einkunn fyrir frammistöðuna og var langstigahæstur í leiknum. Viðar fékk 6 í einkunn.
Þessir leikmenn eiga það sammerkt að vera ekki valdir í 35 manna hóp fyrir landsleikina sem fyrirhugaðir eru nú um mánaðarmótin - og vantar þó fjöldann allan af fastamönnum í liðið.
Líklega fylgjast landsliðsþjálfararnir ekki betur með leikmönnum í Noregi en íþróttafréttamenn Moggans gera ...
![]() |
Viðar Ari skoraði Samúel Kári lagði upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2021 | 18:09
Hvað ætli "sérgreina"læknar séu með í laun?
Samkvæmt þessu frá Sjúkratryggingum fá þessir læknar minnst yfir 2 milljónir á mánuði í greiðslur frá Sjúkratrygginum einum og er þó reiknað með að þeir fái "aðeins" 100.000 kr. fyrir hvern dag sem þeir séu á stofu (en ekki mörg hundruð þúsund eins og Sjúkratryggingarnar segja til um). Og þetta er auðvitað ekki nema hlutastarf svo það er spurning hvað þeir eru með há laun á mánuði (yfir 10 milljónir?).
Svo þetta um að greiðslur til læknanna nemi tugi milljóna á ári. Og enn er það bara fyrir hlutastarf. Hvernig væri nú að upplýsa almenning um hvað þetta lið er með há laun á ári - því há eru þau.
Í síðustu kjarasamningum lækna var mikill skollaleikur í gangi. Þeir þóttust ekki vera með meira en um 1,5 milljónir í laun á mánuði og mun lægri laun en kollegar þeirra í Noregi (svo dæmi séu tekin).
Í ljós kom hins vegar að þeir voru í það minnsta með 2,1 milljón króna á mánuði og langbest borguðu læknarnir á Norðurlöndunum.
Já, það er ekki mikið að marka þessa lækna þegar peningar eru annars vegar.
Er ekki nokkuð ljóst að læknar séu einungis í þessu starfi fyrir peningana, eða eins og Frank Zappa sagði fyrir hönd Bítlanna: "We are only in it for the money"?
![]() |
Vilja vita hver raunkostnaður sérgreinalækninga er |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2021 | 18:55
Er fólk fífl?
Ríkið er búið að ákveða að leggja 70 milljónir í uppbyggingu á svæðinu og Katrín forsætis tók skýrt fram að ef farið verði að rukka fyrir aðgang að svæðinu, þá yrði sú fjárveiting dregin til baka. Slíkt kæmi ekki til greina!
Landeigendur láta samt ekki segjast og rukka óbeint fyrir aðgang að svæðinu með þessu bílastæðagjaldi til að fjármagna verk sem ekki er byrjað á - og verður kannski ekkert af!
Ekki er heldur vitað hvort þessir gráðugu landeigendur hafi útbúið umrætt bílastæði, sem þeir eru að rukka fyrir núna, sem ég efast stórlega um.
En fólk er fífl og sér ekkert athugavert við peningaplokkið sem allsstaðar á sér stað í þessu þjófafélagi okkar.
Og stjórnvöld eru jafn firrt, gera örugglega ekkert við þessari ósvífnu gjaldtöku, þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar um annað.
![]() |
Borga bílastæðagjald með glöðu geði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2021 | 13:31
Ekki eitt orð um helstu ástæðu verðbólgunnar - lágir vextir!
Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri bregst ekki vonum vina sinna, Hrunverjanna og húsnæðisbraskaranna.
Hann nefnir auðvitað alls ekki helstu ástæðu verðbólgunnar, þ.e. hve húsnæðisverð - vísitalan - hefur snarhækkað að undanförnu, svo annað eins hefur ekki sést síðan fyrir Hrun.
Helsta ástæðan er lágir útlánsvextir bankanna, sem eru auðvitað stýrivaxtalækkunum Seðlabankans undanfarið að kenna.
Húsnæðisverðið hefur jú hækkað gífurlega nú um lengri tíma eða á einu ári vegna aukinnar eftirspurnar í kjölfar lækkunar vaxta til húsnæðislána.
Loksins núna er brugðist við, eftir hálfs árs tregðu, en hækkun stýrivaxtanna gat þó ekki verið minni, eða 0,25%!!
Já, Ásgeir sér um sína - sem líklega var ástæða þess að hann fékk starfið.
![]() |
Hræðist ekki að vera fyrstur að hækka vexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 7
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 464353
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar