Færsluflokkur: Dægurmál

Gamalmenni með kjaft!

Haukurinn Biden byrjar forsetatíð sína með fleiri hrasanir en þessar. Hann byrjaði jú á að blessa sérstaklega bandaríska hermenn og fyrirskipaði svo loftárásir á Írak þar sem fjöldi almenna borgara lét lífið (en auðvitað var það látið heita að þeir væru "hryðjuverkamenn").

Núna síðast bætir hann svo samskiptin við hin stórveldin, Rússland og Kína, með því að taka undir það að Pútin sé morðingi og að Kínverjar stundi netárásir á Bandaríkin.

Pútin svaraði auðvitað eins og lá beint við, "Margur heldur mig sig", og Kínverjar svöruðu með því að benda á, að hvað netárásir varðar sé Kaninn í miklu betri stakk búinn til að stunda slíkt. Þeir hefðu jú yfir að ráða miklu betri tækni til þess - og beiti henni óspart.

Já, vel byrjar haukakratinn Biden í embætti og allir velunnarar aukinnar spennu í alþjóðlegum samskiptum stórveldanna taka andköf af hrifningu!

Stemmningin er að verða ærið árasargjörn í vestrænum fjölmiðlum og hjá pólitíkunum.
Eigum við von á enn einu heilögu stríði - og nú undir yfirskini lýðræðisins?


mbl.is Biden heill á húfi eftir hrakföll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækningin verri en sjúkdómurinn?

Þessar fréttir um alvarlegar aukaverkanir bóluefnisins frá AstraZeneca setur auðvitað allt sóttvarnarkerfi landa heimsins í uppnám, ekki síst hér á landi.
Hugmyndir ráðamanna hér um að opna landið fyrir ferðamönnum hljóta að verða teknar til endurskoðunar eftir þetta, ekki aðeins vegna aukinnar smithættu heldur einnig vegna þess að bólusetningaráform gegn veirunni hljóta að fara illilega úr skorðum. Það mun klárlega ganga verr að mynda almennt mótefni gegn henni en vonir stóðu til. 

Svo er ekki víst að almenningur verði hrifinn af því að taka á sig áframhaldandi skerðingar vegna veirunnar bara til þess að offjárfest ferðaþjónustan geti farið að raka inn peningum á ný.   

Yfirlýsing ASÍ í morgun er gott dæmi um óánægjuna sem þegar er komin upp vegna þessara hugmynda um að opna landið fyrir bandarískum og breskum túristum:

https://www.ruv.is/frett/2021/03/18/varhugavert-ad-rymka-reglur-a-landamaerum

Til er gamalt máltæki frá 16. öld: 

the cure being worse than the disease (haft eftir Francis Bacon). Á latínu er til eitt enn eldra: Aegrescit medendo (eftir Virgil).

Hér á landi hefur þetta verið kallað hrossalækningar.

Já, framfarirnar í læknavísindunum eru ekki eins miklar og menn vilja vera láta - og heimurinn ekki mikið öruggari staður til að vera á en þegar læknavísindin voru í sinni frumbernsku.

 


mbl.is Sterk ónæmissvörun hafi valdið blóðtöppunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarna skeit yfirlæknirinn illilega á sig!

Norskur prófessor og læknir við Háskólasjúkrahúsið í Osló hefur fundið beint samband milli lyfjagjafar með Astra Zeneca og blóðtappa sem hefur leitt til dauðsfalla í Noregi. 

Hann segir að engar aðrar skýringar séu mögulegar en að blóðtappinn sé afleiðing lyfjagjafarinnar, þ.e. aukaverkanir vegna hennar.

https://www.nrk.no/norge/ous-forsker_-har-funnet-arsaken-til-astrazeneca-bivirkninger-1.15422689

Það er því spurning hvort þetta gildi ekki einnig um hin lyfin, en hér á landi hafa menn einnig greinst með blóðtappa eftir lyfjagjöf með þeim.

Ætli Már þessi sé sjálfur tilbúinn til að láta bólustetja sig með Astra-lyfinu eða jafnvel hinum? Hann vísar ótrauður veginn en fer hann varla sjálfur.


mbl.is Væntir þess að notkun bóluefnisins verði heimiluð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brugðist við hættuástandi?

Þetta er furðu lituð frétt um aukin hernaðarumsvif Bandaríkjamanna hér í Norðurhöfum.

Á visir.is er miklu hlutlausari frétt og meira að segja vitnað í ummæli háttsetts herforingja í Bandaríkjaher um að með þessum "æfingum" sé verið að "viðhalda sterkri stöðu" Kanans á heimsvísu: 

https://www.visir.is/g/20212086227d/oflugustu-sprengjuthotur-bandarikjahers-aefdu-undan-strondum-islands-i-fyrrinott

Þarna er sem sé ekkert verið að fela það lengur að Kaninn og NATÓ eru að færa sig upp á skaftið á Norðurslóðum. Öflugustu herþotur Bandaríkjamanna eru nú staðsettar í Þrændalögum í Noregi (tímabundið að sögn en ekki tekið fram hve lengi) en í frétt Moggans er talað um að þær komi frá herstöðvum í Texas og Missouri og ekkert um hversu öflugar þær eru!!!

Yfirleitt hefur verið talað um þessa hernaðarútþenslu NATÓ sem svar við vaxandi umsvifum Rússa hér norður frá en í fréttinni á visir.is var ekkert á það minnst!

Norðmenn eru m.a.s. farnir að hafa áhyggjur af aukinni hervæðingu Kanans og NATÓ á þeirra landi - og eru hræddir um að Rússar fari að líta á landið sem alvarlega ógn við öryggi þeirra. NATÓ er t.d. farið að senda herþotur og -skip inn í efnahagslögsögu Rússlands, líklega fyrst og fremst til að ögra Rússunum.

Það stefnir í hættuástand hér á Norðurslóðum, ekki vegna Rússanna heldur vegna heimsyfirráðastefnu Kanans.


mbl.is Heræfing við Íslandsstrendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fékk hann kauphækkunina fyrir þetta?

Bjarni Bjarnason gerir það ekki endasleppt hjá Orkuveitunni og alltaf er hann verðlaunaður fyrir snilldina. Nú síðast um 370.000 kr. launahækkun á mánuði plús þriggja milljóna eingreiðslu, sem mun gera 14,8% hækkun - og var hann þó ekki á nástrái fyrir!

Líklega fær svo krataliðið í borginni hækkun í samræmi við þetta, og rökstuðningurinn: Frábær frammistaða við að gera borgina grænni!


mbl.is Vilja vatn aftur í Árbæjarlón fyrir vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert gos?

Hver fjárinn! Ekkert gos til að gleða mann og beina athyglinni frá veirunni sem enginn er reyndar.

Ég var að vonast eftir túristagosi með opnum landamæranna, fjölda útlendra ferðamanna - og um leið opnum fyrir okkur landsmenn til að komast loksins burt af skerinu.

En nei, ó nei. Samt var hálfpartinn búið að lofa okkur gosi.

Víðir, sem enginn hlýðir, sagði þjóðinni að það gysi líklega á næstu klukkutímum, Kristín skjálfti talaði fjálglega um gosóróa, sem breytist svo í nauðaómerkilegan óróapúls (hvaða orðskrípi sem það nú er), og menn fóru um spá og spekulera hvert hraunið myndi renna, hvort þyrfti að loka fyrir flug, ekki bara hér á landi heldur einnig í henni Evrópu, hvort þyrfti að rýma efri byggðir á höfuðborgarsvæðinu o.s.frv.

Svo dettur botninn úr þessu öllu saman - og fjölmiðlar, almannavarnir, vísindamenn og pólitíkusar fara hina mestu sneypuför.

Synd.

Víðir er samt enn við öllu búinn, byggð ekki í hættu segir hann, sem er auðvitað hárrétt hjá honum enda ekkert gos!


mbl.is Ummerki um óróapúlsinn lítt sjáanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víðir í essinu sínu!!!

Varla er landið orðið smitlaust af kórónaveirunni þegar Víðir, sem enginn hlýðir, er aftur kominn af stað með nýjar hamfarir, þó engar hamfarir séu að hefjast að eigin sögn.

Loka Reykjanesbrautinni þó ekkert sé eldgosið, a.m.k. ekki enn sem komið er. 
En allur er varinn (og víðirinn) góður - og ekki ráð nema í tíma sé tekið (nema óráð) - og síðast en ekki síst er auðvitað öruggast að notast bæði við belti og axlabönd (ég man ekki fleiri slíka frasa í bili). 

Já það er gaman að hafa mikið vald - og enn skemmtilegra að beita því ótæpilega.


mbl.is Vegum lokað á Reykjanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hiti um 6 stig og vindur 3-5 m/s!

Þetta lið ætti nú að halda sig við skrifborðið í stað þess að vera að þvælast þarna! Ekkert að veðri nema lítilsháttar rigning.
En álagið er auðvitað svo geysimikið á jarðskjálftavaktinni ("búin að vera á vakt í allan dag"!) að þessum greyjum er kannski ekki vanþörf á smá göngutúr. Enda tryggð í bak og fyrir, útbúin með GPS-tækjum sem þau kunna greinilega ekki að nota - og svo kemur auðvitað þyrlan þeim til hjálpar ef þau nenna ekki að labba lengra. Lúxus!


mbl.is Vísindamennirnir fundnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldum rétt!

Þetta fyrirtæki, Eldum rétt, á sér nokkuð sérstaka sögu. 

Í desember 2017 festi B[r]asko, móðurfélag 10-11, kaup á helmingshlut í fyrirtækinu af stofnendum þess, þeim Kristófer Júlíusi Leifsyni og Val Hermannssyni. 

Eignarhlutur B[r]asko í Eldum rétt er nú í eigu framtakssjóðsins Horn III sem rekinn er af Lands­bréfum (2019). Tekjur námu þá 815 milljónum og jukust lítillega milli ára.

Horn III hefur verið framtakssamt á markaðinum undanfarin ár og keypt hlut í mörgum fyrirtækjum svo sem 40% hlut í Bílaleigu Flugleiða (2019).

Hagnaður Landsbréfa, eiganda Horn III, á fyrri hluta ársins 2020 nam 232 milljónir. Landsbréf er dótturfélag Landsbankans en eins og menn vita þá er sá banki í eigu ríkisins.
Hér er því um stóralvarlegt mál fyrir ríkið. Ef dómur fellur Eldur rétt í óhag þá er ríkið ábyrgt fyrir mannsali - sem yrði auðvitað saga til næsta bæjar.
En kerfið passar sitt og sína eins og dómur Héraðsdóms Reykjavíkur er gott dæmi um.


mbl.is Ummælin hafi ekki átt rétt á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norskur landliðsmaður hefur haldið Hirti á bekknum

Þessi frétt um Hjört Hermannsson er ekki mjög nákvæm. Hjörtur hefur fengið að spila talsvert eftir jól vegna þess að Norðmaðurinn Sigurd Rosted meiddist nýlega en hann hefur verið helsta ástæðan fyrir því að Hjörtur sat mikið á bekknum fyrir jól.

Önnur ástæða fyrir litlum leiktíma Hjartar er sú að þjálfarinn hefur breytt um leikkerfi og spilar nú með 3 manna vörn, þrjá miðverði (3-5-2), í stað fjögurra manna (4-4-2). Fyrra dæmið, þ.e. með mann í hægri bakvarðarstöðunni, þ.e. stöðu Hjartar, gekk ekki nógu vel. Eftir breytinguna hefur liðið hins vegar verið á mikill siglingu og er efst í dönsku deildinni eins og kemur reyndar fram í fréttinni.

Ef Hjörtur ákveður að hverfa frá félaginu verður hann eflaust mjög eftirsóttur, allavega af félögum á Norðurlöndunum, því hann hefur verið að spila vel að undanförnu og hjá mjög góðu liði. Hann verður þannig áfram vel gjaldgengur í íslenska landsliðið.


mbl.is Tekið á að vera í eltingarleik um sæti í byrjunarliðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.8.): 10
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 464356

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband