Færsluflokkur: Dægurmál

Samfylkingin og flóttamenn

Þarna er ýmislegt sem ástæða er til að velta fyrir sér. Vinstri grænir hafa jú fengið mikil ámæli fyrir að láta Sjálfstæðisflokkinn stjórna alfarið móttöku eða réttara sagt ekki-móttöku Palestínu­manna sem eiga yfir höfði sér að vera drepin af hinum morðóða Ísraelsher.
Viðtalið við formann Samfylgingarinnar sýnir sama tvískinnungsháttinn og einkennir kratana á hinum Norðurlöndunum í afstöðu þeirra til framgöngu Ísraels gagnvart Palestínufólki.
Kristrún segist hafa „skilning á lögum dómsmálaráðherra um búsetuúrræði“ og virðist ætla að styðja frumvarp hennar þar um. Þá talar hún um sjálfbærni í þessu sambandi, hvað sem það nú þýðir.
Svo um tengslin við Danmörku en þar er krati forsætisráðherra í samstarfi við hægri flokkana. Kristrún segist vera í góðum tengslum við Mette Frederiksen sem framfylgir mjög harðri flóttamannastefnu og segist bæði og vera sam­mála henni: „það þarf að hafa stjórn á landamærunum okkar.“
Þetta er nú ekki alveg það sama og slag­orð No Borders samtakanna, sem hafa hljómað í mjög fjölmennum mótmælum gegn stefnu íslenskra stjórn­valda í málefnum Palestínu og almennt hefur verið tekið undir með þeim.
Kristrún vill svo að Ísland gangi í takt við aðrar Norðurlandaþjóðir varðandi hælisleitendakerfið en eins og kunnugt er, er það eitthvað hið öfgafyllsta í Evrópu. Pragmatík og raunsæi er hennar mottó og að passa uppá „velferðarkerfið“.
Ekki orð um fjölskyldusameiningu Gazabúa við Palestínumenn hér heima heldur vísar á stjórnvöld: Rík­is­stjórn­in er að reka þessa stefnu núna. Hún tek­ur ákvörðun um að veita þessi dval­ar­leyfi núna."
Ég er efins um að óbreyttir liðsmenn Samfylkingarinnar taki almennt undir með henni hvað þetta varðar.
Hér er kratinn greinilega að viðra sig upp við íhaldið. Ný Hrunstjórn í uppsiglingu? Þá lauk henni með búsáhaldarbyltinu, nú gæti hún hafist í miðri nýrri búsáhaldabyltinu.
Já, pólitíkin er ekki lík nokkurri annarri tík.
Sjá einnig hér: 
https://www.visir.is/g/20242529369d/vill-ekki-ad-is-land-skeri-sig-ur-i-haelisleitendamalum


mbl.is Opin landamæri og velferðarkerfi fari ekki saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög alvarleg gagnrýni á Almannavarnir

Framganga Almannavarna, undir stjórn Ríkislögreglustjóra, hafa sætt miklu ámæli fyrir framgöngu sína gagnvart Grindvíkingum. Bærinn hefur lengi verið næstum lokaður íbúunum meðan fjölmiðlar, björgunarsveitarfólk og fleiri hafa fengið að valsa um að eigin geðþótta.
Samkvæmt þessu viðtali við smið bæjarins hefur framkoman við atvinnufyrirtækin í bænum þó verið algjörlega forkastanleg, eins og reyndar hefur komið fram áður. Þau hafa ekki fengið að koma inn í bæinn til að bjarga verðmætum nema eftir langa bið og mikla andstöðu Almannavarna.

Af hverju? Er meðvitað verið að gera bæinn að eyðiþorpi svo vildarvinir íhaldsins (sem jú stjórna Almannavörnum og lögreglumálum almennt) geti fengið húsin á slikk þegar að því kemur?

Munum að Ísland er talið með spilltari löndum í Evrópu og það spilltasta á Norðurlöndunum. Af hverju skyldi það vera? 
Enn sannast það sem forðum var sagt: "Íhaldið er alltaf sjálfu sér líkt. Ódrengilegt í bardagaaðferðum, undirförult og svikult við öll góð mál."


mbl.is Sér enga framtíð í bænum sem hann byggði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður nú tekið mark á honum?

Hneykslið við að ekki var búið fyrir löngu að gera varnargarð við hitavatnslögnina til Reykjanesbæjar (og við Grindavíkurveg), til að hindra hugsanlegt hraun í að eyðileggja lögnina, er sífellt að verða augljósara öllum. Þessi frétt afhjúpar það svo endanlega. 

Ákvörðun dómsmálaráðherra um að gera frekar varnargarða við Svartsengi, garða sem enn hefur ekkert reynt á, en við hitaveitulögnina eða ofar á svæðinu þar sem hraunið brann í nóvember, er augljóslega mikil mistök og dæmi um nepótisma, frændhygli, og vanhæfni í starfi. 

Nægur tími var til stefnu til að hindra það sem gerðist nú í þriggja daga eldgosinu í þessum mánuði. Öll þessi gos hafa verið algjörir ræflar en samt ollið miklu tjóni, þ.e. tvö þau síðustu þó þau væru langminnst.
Íslendingar hafa áratuga reynslu í að gera varnargarða við fjöll, fyrir vestan, norðan og austan, og vita að staðsetja skal garðana þar sem mest er hætta á skriðum, þ.e. í kringum gil, lækjarfarvegi og annan halla eða rás í landslagi. En það var ekki gert fyrir þetta síðasta gos þó svo að þrír mánuðir hafi verið til stefnu eftir reynsluna af nóvembergosinu.

Hvernig ætli ástandið væri ef það hefði komið almennilegt gos? Og ætli stjórnvöld sofi enn á verðinum - og dómsmálaráðherrann segir eins og hún gerði í öðru tilfelli: "Okkur ber engin skylda til að hjálpa ..."? Varla í þessu máli. Þetta er jú kjördæmið hennar. Hætt er þó við að hefnt verið fyrir vanhæfni hennar og vinahygli í næstu kosningum nema hún snúi við blaðinu hið bráðasta (en skaðinn er þó skeður).


mbl.is Varaði nákvæmlega við því sem gerðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Náttúran lætur ekki að sér hæða

Það er eins og goðin séu að hefna sín á stjórnvöldum fyrir að hugsa fyrst og fremst um einkafyrirtæki eins og HS Orku (Svartsengi) og Bláa lónið en láta almenning og heilu byggðarlögin sæta afgangi. Eitt það fyrsta sem nýskipaður dómsmálaráðherra gerði í starfi var að fyrirskipa gerð varnargarðs í kringum Svartsengi en ekki fyrr en nokkru síðar að verja byggðina í Grindavík. Ekkert var gert til að verja hitavatnsæðina, sem nú er í sundur, eða byggðalínuna fyrr en seint og um síðir enda opinberaði hraunrennslið í gær hversu furðulegt sinnuleysi það var.
Þrátt fyrir alla þessa frábæru sérfræðinga, sem vinna dag og nótt til að bjarga verðmætum, virtust þeir ekki sjá þennan farveg í landslaginu sem vestasta hrauntungan fann svo auðveldlega, eflaust gagngert til að loka veginum að Bláa lóninu og Svartsengi. Goðin hafa auðvitað reiðst þessu verklagi og látið það í ljós á þennan hátt. Þau hafa nefnilega siðferðislegt hugarfar eitthvað annað en íhaldið og græðgisliðið, vinir þess:

Tólf lífeyrissjóðir keyptu HS Orku og þar með virkjunina á Svartsengi árið 2019 af kanadískum eigendunum (sem nutu skattfrelsis hér á landi). Sama gilti um Bláa lónið lengi vel. Grímur Sæm og kó græddu á tá og fingri vegna þess að Lónið var undanþegið skatti, því það væri sundlaug! Er nema von að goðin reiðist?

Steininn tók þó úr þegar lífeyrissjóðirnir neituðu að fella niður vexti á lánum Grindvíkinga hjá sér en þáðu auðvitað með þökkum að reistur væri sér varnargarður í kringum virkjuna þeirra, þeim að kostnaðarlausu!!!
Og enn ganga stjórnvöld, les Sjálfstæðisflokkurinn í þessu tilviki fjármálaráðherrann, erinda lífeyrissjóðanna með því að ákveða að greiða vexti og verðbætur af lánum Grindvíkinga. Mikil er skömm þeirra: 

https://heimildin.is/grein/20800/rikid-greidir-nidur-vexti-og-verdbaetur-a-lanum-lifeyrissjodanna/

 


mbl.is „Það hefur ekki verið forgangsraðað rétt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kanar eru fasistar

Einni drónaárás, sem enginn veit hver gerði í raun, er svaraði með 85 árásum á Írak (ekki Íran eins og segir í fréttinni) og Sýrland - og það ekki með neinum drónum.
Kaninn er auðvitað grimmasta dýr veraldar og hikar ekki við að drepa almenna borgara ef því er að skipta, t.d. til að "bjarga" lífi hermanna sinna, eins og kjarnorkusprengjurnar á Hirosima og Nagasaki er skelfilegustu dæmin um. 

Og þetta elta utanríkisráðherrararnir okkar, Þórdís Kolbrún og nú Bjarni Ben. Sá síðarnefndi lýsti fjálglega fyrir stuttu hvernig Hamasliðar "fóru" með ísraelska borgara, en áður hafði hann aðspurður um árásir Ísraela á flottamannabúðir á Gaza svarað með smjörklípuaðferð íhaldsins, "hvaða flóttamannabúðir?"
Svo auðvitað það að stöðva fjárstuðning Íslands við flóttamenn á Gaza vegna mjög svo áróðurskenndra fullyrðinga Ísraela um að einhverjir hjálparstarfsmenn Sameinuðu þjóðanna á svæðinu hafi aðstoðað við gíslatökuna sem Hamasliðar framkvæmdu. Auðvitað ekkert um gíslatökur Ísraelshers sem eru miklu umfangsmeiri.

Svo berast fréttir um að bandarískir hermenn starfi með úkraínska hernum og það hafi verið þeir sem skutu niður flugvél með 85 úkraínskum föngum sem voru á leið í fangaskipti.

Já mikil fyrirmynd er þessi nýja Ísrael, Guðs útvalda þjóð, Bandaríkin. Þar hæfir fasistakjafti, fasistaskel. Hið gamla Ísrael og hið nýja.


mbl.is Bandaríkin hefja loftárás á Írak og Sýrland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt allsherjar klúður en jafnvel eitthvað annað enn verra?

Aðgerðir yfirvalda í Grindavík hafa verið eitt allsherjar klúður frá upphafi. Þetta með manninn sem féll ofan í sprunguna er þó líklega versta dæmið. Dögum saman fylgdist þjóðin með leitinni að honum og fór smám saman að efast um að nokkur væri týndur því engar upplýsingar bárust um hann og ekkert heyrðust í aðstandendum.
Nú er skýringin komin. Ekkert samband haft við fólk þess týnda, þeim þannig haldið alfarið utan við leitina og þurftu að lesa um hana í fjölmiðlum í stað þess að fá upplýsingar frá fyrstu hendi.

Það er eins og allt sé enn gert til að fegra myndina af aðgerðum stjórnvalda í Grindavík. Leyndarhjúpur yfir öllu nema því sem passar yfirvaldinu.
Spurning hvort það sé ekki enn einn liðurinn í að gera þegnana að viljalausum verkfærum lögreglu og almannavarna, hlýðnum borgurum sem gera allt sem þeim sé sagt að gera - alveg sama hversu vitlaust það er? Við sáum þetta í covid, sjáum það í aðgerðunum vegna loftslags"breytinganna" og sömuleiðis í peningaaustrinu í leppstjórn Vesturlanda í Úkraínu.

Nú stefnir allt í enn eina heimsstyrjöldina og heilaþvottur á almenningi er stundaður á fullu til að fá stuðning fólks við að láta drepa sig í þeirri kjarnorkustyrjöld sem er yfirvofandi.
Meira að segja eitt smágos við lítið samfélag á eyðilegri ströndu er notað í þessum sama tilgangi. Að búa til skynlausar skepnum sem fljóta sofandi að feigðarósi.

En það er von eins og mótmælin gegn þjóðarmorðinu á Gaza er gott dæmi um. Almenningsálitið getur breyst, frá feigðar-ósnum til sjálfstæðrar afstöðu gegn hinu þegjandi samþykki fjöldans:
https://bragi.arnastofnun.is/ljod.php?ID=3229

 


mbl.is Kallar eftir óháðri rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf jafn loðið hjá Veðurstofunni

Minnkandi hætta en samt töluverð! Í annarri frétt segir að landris sé meira nú en fyrir eldgosið í síðasta mánuði. Reyndar segir Veðurstofan að landrisið sé aðeins "örlítið meira" en þá (ekki bara meira!). Einnig kemur fram að skjálftavirknin á svæðinu sé nú lítil sem engin.
Spurning er þannig hver sé ákafari í hræðsluáróðrinum, fjölmiðlarnir eða Veðurstofan?

Reyndar virðist sem eina vitið þessa daganna sé hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum, sem er greinilega að berjast fyrir því að íbúarnir fái að vitja eigna sinna nú fyrir helgi, og jafnframt að bjarga verðmætum sem liggja undir skemmdum í fyrirtækjum bæjarins.
Enda virðist sem stór hluti bæjarins sé fyrir utan sprungusvæðið, svo eftir hverju er í raun verið að bíða?


mbl.is Hætta talin minni í Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"helgur staður"?

Bjarni Ben er greinilega kominn í últra-hægri gírinn hjá íhaldinu. Hann notar nákvæmlega sömu orð og einn þingmaður þeirra, Birgir Þórarinsson, sem hefur réttlætt fjöldamorð Ísraela á íbúum á Gaza. Óhætt er að líkja slíkri réttlætingu við fasisma þ.e. að réttmætt sé að drepa vel yfir 20.000 almenna Palestínumenn í hefndarskyni vegna þess að Hamas hafi drepið um 100 Ísraela.
Þetta minnir nefnilega á aðfarir nasista í seinni heimsstyrjöldinni svo sem í Noregi þegar þeir svöruðu skemmdarverkum andófsmanna með því að stilla óbreyttum borgurum upp og skjóta þá.
Svo má auðvitað nefna það, sem þegar hefur verið gert, að Austurvöllur hefur alltaf verið staður til mótmæla. Fyrst þegar íhaldið ákvað að landið gengi í Nató 1949 og til búsáhaldabyltingar 2008-2009 þegar búsáhöldin voru barin yfir utan Alþingishúsið vegna óstjórnar íhalds og krata.
Austurvöllur er auðvitað aðal mótmælastaður þjóðarinnar. Það að tala um vanvirtan helgan stað, hljómar eins og þetta hægra lið ætli að koma á lögregluríki hér á landi - og banna öll friðsöm mótmæli gegn stjórnvöldum.


mbl.is Bjarni: Hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framtíðarbyggð í Grindavík!

Ómar Smári Ármannsson hefur gert kraftaverk með umsjón sinni á vefsíðunni Ferill.is þar sem sagt er frá byggð og sögu á suðvesturhorninu, ekki aðeins á Reykjanesinu heldur einnig á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess - og kannski víðar. Ekki veit ég til þess að hann eða aðrir aðstandendur síðunnar hafi fengið neina styrki til að halda henni úti. Ef svo er þá hefur það eflaust verið lítilræði.
Mættu fleiri Grindvíkingar fylgja fordæmi Ómars og sækja það fast að búseta haldist í bænum og nágrenni í stað þess að byrja betli-óðinn um að fá borgað húsnæði sitt til að kaupa eða byggja annars staðar.
Eins og venjulega eru það sjálfstæðismenn sem hafa hæst í barlóminum, enda alltaf tilbúnir að sækja í ríkissjóð fyrir sig sjálfa, þó svo það þeir vilji helst ekkert borga í hann.

Hér má lesa um landnámsmanninn Moldar-Gnúp sem nam Grindavík, já eða synir hans:

https://ferlir.is/grindavik-landnam/

 


mbl.is Vill byggja sér hús í nágrenni Grindavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérsveitin í Grindavík?!

Fólk hlýtur að spyrja sig hvað sérsveitin er að gera þarna í hartnær mannlausum bæ. Hver er ógnin, hættan sem stafar af fólki og gerir það að verkum að vopnaðir menn, sem sveitin er jú, eru sendir inn í bæinn?

Auðvitað kemur svo í ljós að hættan, sem sögð er vera til staðar, er fyrst og fremst af sérsveitinni og ráðamönnum þessa allsherjarklúðurs sem lögregluyfirvöld hafa sýnt fram til þessa.
Valdníðsla virðist vera það fyrsta og síðasta sem þetta lið tekur sér fyrir hendur.

Og af hverju fá fjölmiðlar, björgunarsveitin og nú síðast sérsveitin að spranga um bæinn en íbúum bannað að bjarga dýrum sínum, m.a.s. með aðstoð viðbragðsaðila?

Spyr sá sem ekki veit en vert er að benda á að þeir aðilar sem stjórna þarna gera það í boði Sjálfstæðisflokksins, svo sem dómsmálaráðherrans og yfirlögreglustjórans, sem hefur fengið allan sinn frama í gegnum Flokkinn (og án auglýsinga um stöðurnar sem hún hefur fengið innan stjórnkerfisins).
Ekki er nema von að fylgið reitist af íhaldinu öruggum og hröðum skrefum. Vonandi losnar þjóðin við þetta geðþótta- og spillingarlið í næstu kosningum - og það jafnvel fyrr.


mbl.is „Sérsveitarmenn hafa sín fyrirmæli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 14
  • Sl. sólarhring: 103
  • Sl. viku: 263
  • Frá upphafi: 459184

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 239
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband