Færsluflokkur: Dægurmál

"helgur staður"?

Bjarni Ben er greinilega kominn í últra-hægri gírinn hjá íhaldinu. Hann notar nákvæmlega sömu orð og einn þingmaður þeirra, Birgir Þórarinsson, sem hefur réttlætt fjöldamorð Ísraela á íbúum á Gaza. Óhætt er að líkja slíkri réttlætingu við fasisma þ.e. að réttmætt sé að drepa vel yfir 20.000 almenna Palestínumenn í hefndarskyni vegna þess að Hamas hafi drepið um 100 Ísraela.
Þetta minnir nefnilega á aðfarir nasista í seinni heimsstyrjöldinni svo sem í Noregi þegar þeir svöruðu skemmdarverkum andófsmanna með því að stilla óbreyttum borgurum upp og skjóta þá.
Svo má auðvitað nefna það, sem þegar hefur verið gert, að Austurvöllur hefur alltaf verið staður til mótmæla. Fyrst þegar íhaldið ákvað að landið gengi í Nató 1949 og til búsáhaldabyltingar 2008-2009 þegar búsáhöldin voru barin yfir utan Alþingishúsið vegna óstjórnar íhalds og krata.
Austurvöllur er auðvitað aðal mótmælastaður þjóðarinnar. Það að tala um vanvirtan helgan stað, hljómar eins og þetta hægra lið ætli að koma á lögregluríki hér á landi - og banna öll friðsöm mótmæli gegn stjórnvöldum.


mbl.is Bjarni: Hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framtíðarbyggð í Grindavík!

Ómar Smári Ármannsson hefur gert kraftaverk með umsjón sinni á vefsíðunni Ferill.is þar sem sagt er frá byggð og sögu á suðvesturhorninu, ekki aðeins á Reykjanesinu heldur einnig á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess - og kannski víðar. Ekki veit ég til þess að hann eða aðrir aðstandendur síðunnar hafi fengið neina styrki til að halda henni úti. Ef svo er þá hefur það eflaust verið lítilræði.
Mættu fleiri Grindvíkingar fylgja fordæmi Ómars og sækja það fast að búseta haldist í bænum og nágrenni í stað þess að byrja betli-óðinn um að fá borgað húsnæði sitt til að kaupa eða byggja annars staðar.
Eins og venjulega eru það sjálfstæðismenn sem hafa hæst í barlóminum, enda alltaf tilbúnir að sækja í ríkissjóð fyrir sig sjálfa, þó svo það þeir vilji helst ekkert borga í hann.

Hér má lesa um landnámsmanninn Moldar-Gnúp sem nam Grindavík, já eða synir hans:

https://ferlir.is/grindavik-landnam/

 


mbl.is Vill byggja sér hús í nágrenni Grindavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérsveitin í Grindavík?!

Fólk hlýtur að spyrja sig hvað sérsveitin er að gera þarna í hartnær mannlausum bæ. Hver er ógnin, hættan sem stafar af fólki og gerir það að verkum að vopnaðir menn, sem sveitin er jú, eru sendir inn í bæinn?

Auðvitað kemur svo í ljós að hættan, sem sögð er vera til staðar, er fyrst og fremst af sérsveitinni og ráðamönnum þessa allsherjarklúðurs sem lögregluyfirvöld hafa sýnt fram til þessa.
Valdníðsla virðist vera það fyrsta og síðasta sem þetta lið tekur sér fyrir hendur.

Og af hverju fá fjölmiðlar, björgunarsveitin og nú síðast sérsveitin að spranga um bæinn en íbúum bannað að bjarga dýrum sínum, m.a.s. með aðstoð viðbragðsaðila?

Spyr sá sem ekki veit en vert er að benda á að þeir aðilar sem stjórna þarna gera það í boði Sjálfstæðisflokksins, svo sem dómsmálaráðherrans og yfirlögreglustjórans, sem hefur fengið allan sinn frama í gegnum Flokkinn (og án auglýsinga um stöðurnar sem hún hefur fengið innan stjórnkerfisins).
Ekki er nema von að fylgið reitist af íhaldinu öruggum og hröðum skrefum. Vonandi losnar þjóðin við þetta geðþótta- og spillingarlið í næstu kosningum - og það jafnvel fyrr.


mbl.is „Sérsveitarmenn hafa sín fyrirmæli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýraníð

Þetta eru ótrúlegar fréttir! Fólk fær ekki einu sinni að fara inn í bæinn til að gefa dýrunum fóður! Á myndböndum sem birst hafa úr bænum hafa bílar sést vera á ferð þarna innanbæjar, svo eitthvað er nú af mannskap inni í bænum - en hobbýbændurnir mega ekki gefa skepnum sínum - ekki einu sinni  á eigin ábyrgð!
Þetta er auðvitað alvarlegt lögbrot stjórnvalda, flokkast undir dýraníð, og alveg ótrúlegt að yfirvöld hegði sér svona.
Minnir reyndar á viðbrögð Víðis og almannavarna þegar gaus á Fimmvörðuhálsi og allar Landeyjarnar voru rýmdar. Bændur máttu ekki einu sinni fara heim til að sinna skepnum, gefa þeim né kúabændur að mjólka kýrnar. 
Ástæðan? Jú, Markarfljótið gæti stíflast og flætt yfir undirlendið, alla leið vestur að Þjórsá! Já, það eru mikil gáfnaljós sem stjórna almannavörnum þjóðarinnar.


mbl.is Björgun dýra í Grindavík ekki í forgangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauðadómur yfir Grindavík

Nú þarf ísdrottningin í Hveragerði, blessaður dómsmálaráðherrann, og Víðir "sem öllu kvíðir" ekki lengur að verja ákvarðanir sínar um að rýma Grindavíkurbæ að fullu og öllu, því Skaparinn hefur tekið af þeim ómakið og kveðið dauðadóm yfir búsetu þar. Sorglegt auðvitað enda hefur þetta verið helsta verstöð landsins um langan aldur og malað gull fyrir þjóðarbúið.

Það leiðir hugann að því hverju goðin reiddust nú, rétt eins og fyrir 2400 árum þegar síðast gaus þarna. Fyrir nokkrum árum varaði verkfræðingur einn við jarðborunum á Reykjanesinu á vegum HS Orku og taldi að það gæti komið af stað jarðskjálftum og jafnvel eldgosum á svæðinu. Lítið hefur heyrst í þessum manni síðan, einhverra hluta vegna, en spurningin er enn jafn áleitin, hverju reiddust goðin nú þegar hraunið brennur (eða rennur)?

Við vitum auðvitað hvað boranir á Hellisheiðasvæðinu hafa gert af sér, þ.e. tíðir jarðskjálftar í heimabæ dómsmálaráðherrans og heitt vatn mjög nálægt yfirborðinu svo Hellisheiðin er nú næstum snjó- og íslaus vegna þessa (svo ekki sé talað um brennisteinsmengunina vegna orkuveitanna þar).

Sama á auðvitað við um Svartsengi og hitaveituna þar - og boranir eftir heitu vatni á svæðinu. Kaldur sjórinn streymir inn vegna þessa og veldur þenslu og/eða samdrætti í jarðskorpunni.
En auðvitað má ekki minnast á þetta. Þetta er jú lífsnauðsynlegt fyrirtæki fyrir svæðið - og svo auðvitað fyrir útlenska fjárfesta sem eru svo nauðsynlegir fyrir þjóðina (þó svo að þeir borgi enga skatta, hvorki hér né í heimalandinu Kanada). 

Lesa má um þetta "fyrirtæki" hér en áætlað var 2020 að stækkun virkjunarinnar lyki á síðasta ári (2023). Síðan hefur gosið fimm sinnum á svæðinu: 
https://www.hsorka.is/media/hecnxztz/hs_orka_hf-_ars_2021.pdf

 


mbl.is Sjáðu upphaf eldgossins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djöfuls fasismi!

Almannavarnir, með Víði Reynisson og yfirmenn almanna- og lögreglumála, gera það ekki endasleppt. Banna íbúum að búa á eigin heimilum! Og ástæðan? Mjög sorglegt vinnuslys í bænum, sem kemur í raun á engan hátt íbúðarmálum í Grindavík við.

Vald almannavarna og lögregluyfirvalda er orðið þannig að bera má það saman við verstu lögregluríki. Geðþóttaákvarðanir teknar án tillits til almennings, í þessu tilviku íbúa Grindavíkur. Af hverju er íbúunum ekki treyst til að meta sjálft hættuna og taka ákvörðun út frá því hvort það búi í bænum eða ekki? Er virkilega litið á fólk sem fífl af þessu liði?

Og hvað kostar þetta samfélagið? Með þessu er verið að gera Grindavík óbúanlega og íbúðarhús - og öll önnur mannvirki - verðlaus, sem mun kalla á gríðarlega skaðabætur úr ríkissjóði til íbúanna. Enda hætti stofnunin með langa nafnið, Nátturuhamfaratrygging Íslands, skyndilega við að meta tjón á þeim mannvirkjum sem höfðu orðið fyrir tjóni, líklega vegna skipunar frá háyfirvaldinu: Öll hús í Grindavík eru undir í sjóðnum, skemmd sem óskemmd!

Er ekki kominn tími til að ríkisstjórnin taki í taumana og fjarlægi þetta lið sem stjórnar þessu öfgum, Víði og almannavvarnarliðinu eins og það leggur sig?


mbl.is Fyrirskipa brottflutning úr Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigríður Dögg og trúnaðurinn

Sigríður Dögg Auðunsdóttir gerir það ekki endasleppt sem formaður Blaðamannafélags Íslands. Fyrsta frægðarverk hennar í stöðunni var að segja félagið úr Blaðamannasamtökum Evrópu fyrir þá sök eina að reka ekki blaðamannasamtök í austur-Úkraínu úr Evrópusamtökunum (talandi um hlutleysisstefnu fjölmiðla í fréttamiðlun!). Þetta þó að í lögum félagsins sé sérstaklega tekið fram að það skuli "standa vörð um prent- og tjáningarfrelsi" og "um ritstjórnarlegt frelsi og sjálfstæði fjölmiðla."

Þá hefur ítrekað verið bent á skattaundanskot hennar og eiginmanns hennar vegna útleigu íbúða sem þau eiga - og hún hefur í engu svarað. Hún flýtti sér hins vegar að skrá sig frá félaginu sem hluthafa þegar uppvíst var um að "gleymst" hafði að telja fram tekjur félagsins í þrjú heil ár!:
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2023/09/11/midlar_ehf_jok_tekjur_sinar_i_fyrra/

Engin viðbrögð heyrðust heldur frá stjórn Blaðamannafélagsins vegna þessa en hefði auðvitað átt að vera næg ástæða til að losa sig við hana.

Svona til samanburðar má benda á ekki svo ólík mál í Noregi þar sem einn ráðherranna þar þurfti að segja af sér vegna vafasamra "viðskipta" eiginmannsins - og formaður Hægri fólksins hefur fengið á sig harða gagnrýni vegna þess að hún hefur neitað að segja af sér vegna hlutabréfabrasks síns eiginmanns og það á meðan hún var forsætisráðherra (og hafði þannig "inside information" um slík mál).

En kannski er það einmitt helsta markmið Blaðamannafélags Íslands að "standa vörð um hagsmuni stéttarinnar gagnvart [..] löggjafarvaldi og stjórnvöldum" eins og segir í lögum þess. Segja má að þeim hafi tekist það ágætlega hingað til undir dyggri forystu Sigríðar Daggar.
https://www.press.is/is/um-felagid/felagid/log-bladamannafelagsins

 


mbl.is Stjórnin ber fyrir sig trúnaðarbrest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birgir Þórarinsson og fjöldamorðin á Gaza

Birgir Þórarinsson fyrrum þingmaður Miðflokksins, sem hljóp svo yfir í Sjálfstæðisflokkinn degi eftir síðustu kosningar, hefur áður verið sér til skammar með réttlætingu sinni á fjöldamorðum Ísraelshers á Palestínumönnum á Gaza. Í dag birtist grein eftir hann í Mogganum þar sem hann setur útá mótmælin á Austurvelli vegna blóðbaðsins á Gaza. Tekið skal fram að Birgir hefur aldrei á neinn hátt gagnrýnt framferði Ísraelshers.
Birgir þessi var nýlega valinn formaður Hollvinafélags Hallgrímskirkju í Saurbæ, líklega vegna setu sinnar á Alþingi svo að hægara verði að sækja peninga til framkvæmda við Saurbæ í Hvalfirði, þar sem sr. Hallgrímur Pétursson sat lengi og orti þar m.a. Passíusálmana.
Hætt er við að skáldpresturinn hafi snúið sér við í gröfinni ef hann hefði heyrt af þessu og tautað fyrir munni sér vers úr sálmunum: „Margur upp árla rísa / ei geta sofið vært, / eftir auð heimsins hnýsa. / Holdsgagnið er þeim kært.“

Þá kemur einnig í hug meint "gyðingahatur" sr. Hallgríms sem virðist hafa átt rétt á sér miðað við þann ofbeldisfasisma sem stjórnvöld í Ísrael sýna nágrönnum sínum þessa dagana. Ástæða er til að rifja þau upp vegna þessarar setu Birgis í Hollvinafélagi prestsins: "þú veist ei hvern þú hittir þar, / heldur en þessir Gyðingar."

Tekið skal þó fram að ekkert gyðingahatur er að finna í Passíusálmunum. Skáldið varar einungis við því að fylgja ofbeldisfullum yfirvöldum í blindni eins og þeim sem eru við völd í Ísrael nú - og voru þar einnig fyrir tæpum 2000 árum. 


mbl.is „Verið helsti samkomustaður mótmæla í áraraðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðleysi prófessorsins

Það er ótrúlegt hvernig prófessorar við HÍ bregðast við gagnrýni á stofnunina og á vini sína en þessi læknaprófessor er þó eitthvað versta dæmið. Svo er hræsnin yfirgengileg. Ríkið á að borga þennan viðbjóð en læknirinn er algjörlega fríaður, sem er reyndar ekkert nýtt hvað starfsmenn Landspítalans varðar. Spítalinn er sökudólgurinn en ekki starfsmennirnir sem brjóta af sér eða sýna vítaverða vanrækslu og/eða vanhæfni.

Svo er það auðvitað ótrúleg athyglissýki Tómasar Guðbjartssonar sem hér er rakin nákvæmlega: 

https://www.ruv.is/utvarp/spila/thetta-helst/33405/9uid2d

 

 


mbl.is „Persónuárás“ á Tómas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"hryðjuverkasamtök"?

Mogginn gerir það ekki endasleppt í þjónkun sinni við Kanann og við Ísrael. Kallar Hamas ítrekað hryðjuverkasamtök þó svo að pólitískur armur samtakanna séu hin löglega stjórn Gaza, kosin í lýðræðislegum kosningunm. Svo er jú Gaza hluti af Palestínu sem Ísland hefur viðurkennt sem sjálfstætt ríki. 
Þessi maður, sem morðóðir Ísraelsmenn drápu, hefur þannig sömu stöðu í stjórn Gaza eins og Bjarni Ben hefur á Íslandi, pólitískur næstráðandi síns eigin lands. 

Þessi árás er auðvitað ekkert annað en svívirðilegt brot á alþjóðasáttmálum, hreinn og beinn stríðsglæpur, svona svipað ef Rússar dræpu næstráðandi mann í Úkraínu - af yfirlögðu ráði.
Hætt er þá við að eitthvað heyrðist í leppfjölmiðlum NATÓ, ESB og Kanans, miðli eins og Mogganum og reyndar flestum öðrum hérlendum miðlum.
Hér, sem reyndar annars staðar á Vesturlöndum, er sífellt tönglast á orðinu "stríð" milli Hamas og Ísrael, en aldrei um innrás Ísraelsher í Gaza og stórfelldar loftárásir þeirra á Vesturbakkann, Líbanon og Sýrland.
Hins vegar er aldrei talað um stríð milli Rússa og Úkraínumanna heldur alltaf um hina "stórfelldu" innrás Rússa í Úkraínu. Já, tvískinningurinn er mikill í vestrænum fjölmiðlum og ekki síst hér á landi.

Kannski kominn tími til að Mogginn fari að sýna sitt rétta andlit, rétt eins og hann gerði á tímum kalda stríðsins og stuðningi blaðsins við stríðsglæpi Bandaríkjamanna í Víetnam, Írak og Lýbíu sem og annars staðar? En ekki er það þeim til hróss - hvorki þá né nú. 

 


mbl.is Næstráðandi Hamas felldur í drónaárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 249
  • Frá upphafi: 455365

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 199
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband