Færsluflokkur: Dægurmál
2.7.2019 | 19:25
Allar þrjá lesbíurnar á bekknum hjá Kananum!
Þær lesbíur sem hafa verið hvað ákveðnastar í réttindabaráttu samkynhneigðra eru allar settar á bekkinn í undanúrslitaleiknum gegn Englandi.
Furðulegast er auðvitað að Rapinoe er á bekknum en hún hefur jú gert tvö mörk í tveimur síðustu leikjum liðsins, þ.e. fjögur mörk í tveimur leikjum.
Svo leyfði hún sér að mótmæla kjörum minnihlutahópa í USA með því að taka ekki undir í þjóðsöngnum og hlaut bágt fyrir frá mr. Trump.
Parið Ali Krieger og markvörðurinn Ashlyn Harris lýstu yfir stuðningi við Rapione og voru fyrir vikið settar á bekkinn.
Merkileg þjóð þessi bandaríska!
![]() |
Rapinoe óvænt á bekknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2019 | 21:30
Tvær villur ...
... önnur innsláttarvilla(?) í fyrirsögn (Roseborg) og hitt staðreyndavilla. Álasund var aldrei manni færri í leiknum því einn leikmaður Rósenborgar hafði verið rekinn útaf áður en Davíð Ólafs fékk að sjá rauða spjaldið.
![]() |
Bikarævintýri Aalesund hélt áfram gegn Rosenborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2019 | 18:34
Rekum Gvend!
Heppnisjafntefli!! Ótrúlegur leikur hjá ótrúlega illa stjórnuðu liði. Eitt örvhentur maður fyrir utan og nær engin ógn frá honum. Enginn valinn í stað Ómars osfrv.
Óli Guðm. alltaf tekinn útaf ef hann stóð sig vel í vörninni!
Guðmundur hreinasta hörmung svo vitnað er í Loga alvitra.
![]() |
Ísland gat ekki fagnað sæti á EM |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2019 | 09:06
Ófriðarástand?
Miklu frekar okur, brask og spákaupmennska. Enginn ófriður hefur verið lengi í Íran, eins og spekingurinn hjá N1 heldur fram, eða síðan um 1970! Þá hafa lengi verið átök í Líbíu eða allt síðan Gaddafi var drepinn (sem sé ekkert nýtt) og í Venesuvela er ekki styrjöld heldur óeirðir sem hafa lítil áhrif á olíuvinnslu og útflutning.
Að auki má benda á að þessi lönd flytja ekki mikið út af olíu, og alls ekki Líbía, ef miðað er við stórútflytjendur eins og Saudi-Arabíu sem er langstærst á því sviði. Þar hefur ríkt "friður" í meira en 100 ár!!
Sameiginlegt þessum þremur löndum, sem spekingurinn nefndi, eru hins vegar afskipti Vesturlanda af innanríkismálum þeirra, viðskiptaþvinganir á Íran og Venesuela og loftárásir á Libíu á sinni tíð.
Spurning hvort ekki sé vísvitandi verið að reyna að hækka olíuverð með þessum afskiptum?
Svo má benda á mótmæli gul-vestunga í Frakklandi sem beinast ekki síst að háu olíuverði.
Það er full ástæða til að feta í fótspor Frakka og mótmæla háu bensínverði hér á landi. Að minnsta kosti á meðan Samkeppniseftirlitið skiptir sér ekkert af samráði á þessum markaði - og það þrátt fyrir að salan færist á sífellt færri og stærri hendur með tilheyrandi okri á vörunni.
![]() |
Olíuverð hækkar vegna ófriðarástands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2019 | 20:09
Þeir falla nú hver af öðrum
Forstjóri Isavia nú en Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arionbanka fyrir fáeinum dögum!
Og hvað tengir þessa tvo hálaunamenn saman? Jú, Wow air. Þeir treystu báðir hinum tungulipra Skúla Mogenzsen um of og þurfa nú að gjalda þess.
Auðvitað bera þeir öðru við eins og eðlilegt er. Tími til að hætta eftir mjög ánægjulegt og árangursríkt starf (tap upp á marga milljarða hjá báðum þessum "stofnunum").
En hvað með fjölmiðlafólkið? Er ekki einnig kominn tími til að almenningur losni við liðið þar, sem enn er að reyna að hjálpa Skúla og fleirum tengdum þessu Wow-air ævintýri til að hafa flugfarþega, starfsfólk og hlutabréfahafa að fíflum?
![]() |
Björn Óli hættir sem forstjóri Isavia |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2019 | 19:51
Vill Gummi ekki vinna Makedóna?
Liðuppstillingin klúður að venju. Aron Pálmarsson spilar nær allan leikinn með sex misheppnuð skot, sendingar og leikbrot - og bara þrjú mörk!
Svo Elvar! Hann jafnar leikinn í lokin og gerði fimm mörk en klúðrar einnig fimm sinnum (misheppnuð skot osfrv.) en fær samt að spila nær allan leikinn.
Ekki má gleyma Guðjóni Val sem gerði mörg mistök en ekkert mark. Spilaði samt nær allan leikinn!!
Ólafur Guðm. sat að venju á bekknum nær allan leikinn og tekinn útaf eftir nokkrar mínútur, eftir að hafa gert tvö mörk í röð!
En allt frábært, stórkostlegt og algjörlega frábært að mati Gumma!
Svo er það Einar Jóns og hrifning hans á Aroni Pálmarssyni, nú þegar Aron átti stoðsendingu: "Aron Pálmarsson sér það að sjálfsögðu".
Og Aron sjálfur um Viktor Gísla: Við skulum vona að hann verði eins góður og ég!
![]() |
Elvar Örn tryggði stig í Skopje |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2019 | 17:00
Það er ekkert að veðri!
Icelandair-fólkið hefur greinilega hlaupið á sig. Enn sem komið er, er ekki að veðri. Í gær var ekki hægt að hleypa fólki frá borði þegar vindur fór yfir 50 hnúta, sem gerir 26 m/s. Enn hefur vindhraðinn á suðvesturhorninu varla farið yfir 16 m/s, sem er langt undir mörkunum.
Ljóst er að vitlausar veðurspár getur skapað stórfellt tap hjá flugfélögunum og því ábyrgðarhluti hjá Veðurstofunni að spá einhverri vitleysu.
Eins og kemur fram í fréttinni er öllu síðdegisflugi aflýst hjá Icelandair þrátt fyrir að enn sé ágætis flugveður þegar þetta er skrifað (kl. 17).
Ætli Veðurstofunni verði sendur reikningurinn upp á kostnaðinn sem af þessu hlýtur?
![]() |
Hefur líklega áhrif á þúsundir farþega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2019 | 19:19
Arnþrúður og sr. Davíð Þór
Davíð: Þó ég fengi Arnþrúði Karlsdóttur dæmda til að greiða skaðabætur þá myndi hún bara svíkja þann pening af einhverri andlega fatlaðri manneskju líkt og hún gerir þegar hana vantar peninga.
Sigmar G.: Þetta er ekki fallega sagt
Gúgglaðu: Arnþrúður Karlsdóttir svíkur öryrkja. Þá sérðu á hvaða level hennar fjármál og fjármálasiðferði er.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2019 | 19:10
Arnþrúður og Davíð Þór
Þó ég fengi Arnþrúði Karlsdóttur dæmda til að greiða skaðabætur þá myndi hún bara svíkja þann pening af einhverri andlega fatlaðri manneskju líkt og hún gerir þegar hana vantar peninga.
Þetta er ekki fallega sagt
Gúgglaðu: Arnþrúður Karlsdóttir svíkur öryrkja. Þá sérðu á hvaða level hennar fjármál og fjármálasiðferði er.
![]() |
Arnþrúður þarf að endurgreiða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2019 | 18:40
Nýi forsetinn í Ekvador
Framferði forseta Ekvador í máli Assange undanfarið er mjög athyglisvert. Forsetinn, Moreno, var kosinn fyrir tveimur árum sem frambjóðandi mið-vinstri flokks jafnaðarmanna.
Hann var hins vegar fljótur að breyta um stefnu forvera síns og fór að hegða sér eins og einræðisherra.
Í júní í fyrra heimsótti varaforseti Bandaríkjanna, Pence, landið og komu Morena og hann sér saman um bætt samskipti ríkjanna. Strax í kjölfarið var staðan Assange þrengd. Honum neitað um aðgang að interneti osfrv.
Að lokum var svo friðhelgi Assange í sendiráði Ekvador í Londion afnumið og hann handtekinn strax í kjöfarið.
Já, menn lúffa létt fyrir Kananum þessi misserin.
https://en.wikipedia.org/wiki/Len%C3%ADn_Moreno
![]() |
Svíi með tengsl við WikiLeaks handtekinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.8.): 80
- Sl. sólarhring: 146
- Sl. viku: 200
- Frá upphafi: 464533
Annað
- Innlit í dag: 77
- Innlit sl. viku: 180
- Gestir í dag: 75
- IP-tölur í dag: 74
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar