Færsluflokkur: Dægurmál

Aron með þrjár stoðsendingar!

Aron Sigurðar átti stórleik með Start, var með þrjár stoðsendingar og fékk hæstu einkunn leikmanna Start (8).

Í ljósi þess hve íslenska landsliðið er orðið gamalt (þ.e. leikmennirnir!) og sumir þeirra sem valdir eru spila ekki neitt, vekur það furðu að maður eins og Aron fái ekki tækifæri.

Slæm úrslit í komandi landsleikjum hlýtur að kynda undir stólinn hjá landsliðsþjálfaranum sem virðist ekki þora að gefa yngri leikmönnum tækifæri.

 


mbl.is Aron skoraði í stórsigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mogginn sér um sína

Nú er rógherferðin hafin, sem Haraldur Jóhannessen ríkislögreglustjóri talaði um, en hún beininst auðvitað ekki að honum heldur að þeim sem hafa eitthvað við embættisstörf Haraldar að athuga.

Svo sem ekkert skrýtið að Mogginn taki þennan pól í hæðina. Haraldur er jú sonur Matthíasar Jóhannessen ritstjóra Morgunblaðsins til fjölda ára og alnafni (og frændi?) núverandi ritstjóra Moggans.

Það er athyglisvert að lesa um ráðningarferil Haraldar allt þar til hann settist í stól ríkislögreglustjóra. Hann átti greiða leið innan kerfisis enda sjálfstæðisflokkur við völd mestallan metorðaklifurstiga Haraldar. Eftir að hann fékk núverandi embætti var staðan ekki auglýst sem átti þó að gera á fimm ára fresti.

Það síðastnefnda virðist reyndar vera orðin venja innan lögreglunnar. Annað gott dæmi er leið núverandi lögreglustjóra í Reykjavík í embætti, en hún var skipuð án auglýsingar og auðvitað af sjálfstæðismanni í stöðu dómsmálaráðherra.

Síðan hafa verið talsvert um embættisráðningar innan þessara tveggja stofnana og yfirleitt án auglýsinga. Hafa þau mál komið inn á borð umboðsmanns alþingis sem sendi nýlega bréf til dómsmálaráðuneytisins vegna þeirra. 
Varla kemur nokkuð út úr því þar sem allir vita hvaða flokki dómsmálaráðherrar þessarar ríkisstjórnar tilheyra. 
Í staðinn er blásið til rógsherferðar til verndar sínum manni. Já, hún kemur úr öfugri átt!


mbl.is Arinbjörn brotlegur í starfi sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalreki eða matarsóun?

Þessi tíðu hvalrekar undanfarið, sérstaklega á grindhvölum, hafa vakið mikla athygli fjölmiðla og kostað heilmikið umstang við að reyna að bjarga þessum dýrum. Og ef það hefur ekki tekist eru dýrin annaðhvort urðuð eða dregin á haf út og sökkt með tilheyrandi kostnaði.

Hér áður fyrr þóttu þessi "strönd" hins vegar hin bestu búbjörg enda var orðið hvalreki algengt orð yfir happafeng.
Líkleg skýring á þessum undarlegu sinnaskiptum er líklega sú að þjóðin er orðin svo fín með sig, enda löngu orðin yfir sig södd af allri ofgnóttinni sem hún býr við.
Reyndar má á móti benda á að önnur rík þjóð, Færeyingar, stunda grindhvalaveiðar af mikilli íþrótt og borða kjötið af grindhvölum með bestu lyst.

Svo líklega er íslenska þjóðin frekar svona fín með sig en að hún sé einfaldlega of södd. Svo er auðvitað fátækt fólk á meðal vor sem myndi vel þiggja smá bita af hvalkjöti í matinn ef það væri í boði.

Þá má nefna að þetta ógrynni af kjöti, sem þarna fer til spillis, er enn enn eitt birtingardæmið um þá gríðarlegu matarsóun sem viðgengst í þessu þjóðfélagi allsnægtanna og ofneyslunnar.

Fólk, og ekki síst fjölmiðlar, vælir og vælir yfir hnattrænni hlýnun, talar um hamfarir og að heimsendir sé í nánd, en sóar og bruðlar svo sjálft með gjafir náttúrunnar eins og ekkert hafi í skorist.

Hræsni eða bara einfaldlega heimska? 


mbl.is Strandaði að nýju og drapst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara "smávægilegt"?

Þessir veðurspekingar á Veðurstofunni gera það ekki endasleppt. "Þetta var bara smá­vægi­legt" þegar sólarhringsúrkoman mældist 140 mm.

Þetta þætti nú ekkert smáræði í Reykjavík því sjaldan mælist þar svo mikil úrkoma á mánuði.

En það býr jú enginn út á landi svo þetta er auðvitað engin frétt!


mbl.is Aurskriður á Siglufirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brandari ársins eða aldarinnar?

Einn helst áróðurmeistari útrásarinnar - sem ítrekaði hvað eftir annað í aðdraganda Hrunsins að ekkert væri að - og nú orðinn Seðlabankastóri!!
Og það var Katrín og VG sem skipuðu Hrunverjann - er svona stutt í næsta Hrun!?
Ég vona að pólitíska minni kerfisins sé miklu styttra en almennings.

Svo er maðurinn auðvitað mjög óáheyrilegur, verður afskaplega leiðinlegt að þurfa að hlusta á hann í fréttum næstu misserin.
Hér er áhugavert viðtal við kappann árið 2007. Engin gagnrýni á markaðinn og engin hætta á Hruni eða hvað?

https://www.youtube.com/watch?v=us_0ATCsNLs

 

 


mbl.is Ásgeir Jónsson nýr seðlabankastjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var Fjarmálaeftirlitið að styðja ólögmætar vaxtaákvarðanir?

Þessi yfirlýsing Más Mixa hlýtur að koma sér illa fyrir Fjármálaeftirlitið í ljósi stuðnings þess við stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna og þar með óbeint við vaxtaákvörðun þess sem samkvæm Mixa var ólögleg.
Kannski afsakar Fjármálaeftirlitið sig með því að það hafi aðeins verið að gæta hags eigenda lífeyrissjóðsréttinda en ekki lánþega sjóðsins. Það er þó klén afsökun ef vaxtahækkun LV var ólögmæt.

Að auki gekk hún þvert á stefnu Seðlabankans sem lækkað einmitt vexti tveimur dögum áður með það að yfirlýstu markmiði að lækka vaxtastigið í landinu.

Þar með má segja að þessi væntanlega undirstofnun Seðlabankans hafi gengið þvert á stefnu sinnar yfirstofnunar. Kannski ekki heppilegasta byrjunin hjá stjórnendum Fjármálaeftirlitsins að ganga svo í berhögg við væntanlegan yfirmann sinn!
Spurning hvort að ekki verði hreinsað til hjá yfirstjórn eftirlitsins við samruna þess við bankann?


mbl.is Segir vaxtaákvarðanir ólöglegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimm áður óþekkt kjarnorkuveldi!

Athyglisverð frétt þetta, ekki síst sú breytta sem segir manni að þessar þjóðir geymi ekki aðeins kjarnavopn Kanans heldur hafi einnig flugflota til að beita þeim. 

Þar með bætast fimm kjarnorkuvopnaþjóðir í hópinn, leppríkin Holland og Belgía, og svo aðeins erfiðari þjóðir fyrir Kanann að tjónka við: Þýskaland(!), Ítalía - og Tyrkland!!

Spurning hvað Tyrkir gera við vopnin þar. Beita þeim gegn Ísrael ef með þarf?


mbl.is Kjarnavopn í evrópskum herstöðvum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir hjá Veðurstofunni í Reykjavík ættu að gera slíkt hið sama!

Í úrkomumælum Veðurstofunnar í Reykjavík (á Veðurstofuhæðinni) má iðulega sjá mælda úrkomu þó svo að heiðskírt sé og ekki komið dropi úr lofti þann daginn!
Þeir á þeim bænum ættu að kíkja aðeins oftar á úrkomumælinn. Spurning hvort að óprúttnir náungar geri það ekki að leik sínum að míga í mælinn?


mbl.is Þrestir klekktu á veðurfréttamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smárason fær mjög góða umfjöllun

Íslendingar mega vera stoltir af flestum sínum atvinnumönnum í fótbolta, þeim sem spila í útlöndum. Einn þeirra er Arnór Smárason sem fær mjög góða dóma fyrir leik sinn - og frábær ummæli um sig sem leikmann yfirleitt og sem persónu:

https://www.vg.no/sport/fotball/i/0nbEvA/pappa-smarason-scorer-alltid-naar-han-har-besoek

 

 


mbl.is Arnór hetja Lilleström
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Goalbeinn Sigþórsson

Goalbeinn er búinn að skora öðru sinni, svo spurningin er hvað hann sé að gera þarna. Er þetta ekki okkar aðalstjarna?


mbl.is Kolbeinn opnaði markareikninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.8.): 69
  • Sl. sólarhring: 136
  • Sl. viku: 189
  • Frá upphafi: 464522

Annað

  • Innlit í dag: 66
  • Innlit sl. viku: 169
  • Gestir í dag: 65
  • IP-tölur í dag: 64

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband