Færsluflokkur: Dægurmál
20.12.2023 | 15:43
Blekkjandi mynd
Efsta myndin sem birtist hér og sýnir hraunið í um þrjá eða fjóra kílómetra í loftlínu frá Grindavík, er blekkjandi að því leyti að hún jafnar út landslagið. Þarna eru auðvitað fyrirstöður eins og Þorbjörninn og fleiri fjöll, enda hefur verið talað um að aðeins syðsti (austasti?) hluti Grindavíkur væri í hættu ef ólíklega vildi til að hraun færi að streyma í átt að bænum (Þórkötlustaðahverfið).
Það eru flestir jarðvísindamenn sammála um að afar ólíklegt sé að slíkt gerist - og vilja jafnvel meina að gosið sé að fjara út, standi varla fram að jólum. Má þar nefna prófessorana Magnús Tuma Guðmundsson, Ármann Höskuldsson og Þorvald Þórðarson!
Þrátt fyrir það gefur Veðurstofan, og þar með Almannavarnir, út nýtt hættumat fyrir svæðið og er þá Grindavík skyndilega þar inni. Jafnframt er lýst yfir neyðarástandi á svæðinu sem fær lögreglustjórann á Suðurnesjum að banna íbúum að koma til bæjarinnar í meira en viku og lokar jafnframt öllum vegum sem liggja til hans!! Það munar ekki um minna!
Er slíkt valdboð, sem getur ekki kallast annað en valdníðsla á hæsta stigi, er nær einstætt í sögu þjóðarinnar - og "almannavarna" - og er þó um margar slíkar geðþóttaákvarðanir að ræða. Afsökunin er: "við förum að ráðum "vísindamanna", sem er í raun aðeins einn maður á Veðurstofunni.
Umrædd mynd birtist reyndar fyrst á vef danska sjónvarpsins:
https://www.dr.dk/nyheder/udland/se-de-vilde-billeder-fra-vulkanudbruddet-paa-island
Myndir sýna nálægðina við Grindavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2023 | 18:35
Enn þrjóskast Benni við!
Einungis þriðjungur upphaflegu sprungunnar var virkur á hádegi í dag eftir að gosið hófst (um hálf-ellefu í gærkvöldi)! Þetta kemur meira að segja fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Hraunflæði er um það bil fjórðungur af því sem það var í byrjun. Gosvirknin er nú einangruð við miðbik þeirrar sprungu sem opnaðist í gærkvöldi. Lítið er að gerast við syðri hluta hraunsins (það er næst Grindavík).
Það stefnir í svipað gos og hafa verið - gos sem almennt hafa verið kölluð "óttalegir ræflar".
Benedikt Ófeigsson hjá Veðurstofunni er hins vegar sá sem málar skrattann mest á lofti og er yfirleitt á þveröfugu máli við aðra jarðvísindamenn.
Vandinn við það er sá að hann er jafnframt starfsmaður Almannavarna og sá sérfræðingur sem sú stofnun byggir fyrst og fremst ákvarðanir sínar á (les Víðir auðvitað, einræðisherrann). Sýslumaðurinn og bæjarstjórinn elta svo þessar öfgar - og láta enn eins og stórhætta sé á ferðum!
Af orðum þeirra mætti ráða að í Grindavík verði aldrei búið aftur. Það getur jú alltaf gosið þar, þó að það sé kannski ekki fyrr en eftir nokkur ár - eða aldir!
Nýjar sprungur gætu opnast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2023 | 09:23
Grindavík sloppið!
Jæja, loksins gaus og það á heppilegum stað. Reyndar var því spáð af "sérfræðingunum" að líklega myndi gjósa þarna ef af gosi yrði. Svo þeir höfðu rétt fyrir sér að því leyti.
Þeir á Veðurstofunni fagna eflaust eldgosinu og segja: "hvað sagði ég?" en það losar þá þó ekki úr snörunni.
Það að halda rýmingunni áfram þetta lengi vegna meints landsris í Svartsengi, er nefnilega enn eitt ýkta dæmið um "allur er varinn góður"-viðhorfið. Gosið, sem reyndar er að fjara út nú þegar eftir nokkra klukkutíma, var aldrei líklegt til að koma upp í Grindavík og enn síður núna þegar það loksins kom.
Þannig að ég hvet íbúana að gefast ekki upp á borgaralegri óhlýðni sinni, snúa aftur til bæjarins og halda jólin þannig heima hjá sér. Þessu er ekki síst beint til Ólafs veitingamanns, sem hefur gefist upp í bili og flúið í Ölfusborgir!
Hann hefur allan tímann haft rétt fyrir sér sem og Haraldur Sigurðsson. Það er engin hætta á ferðum!:
https://www.visir.is/g/20232505232d/-stundum-verdur-madur-bara-ad-kyngja-svona-logudu-
Syðsti hluti gangsins að deyja út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2023 | 18:02
Dæmdur rasisti öryggismálaráðherra í Ísrael
Nýjustu fréttir frá Ísrael herma að ráðherra öryggismála landsins, hægri öfgamaðurinn og formaður últra hægriflokks sem situr í ríkisstjórn, hóti að segja sig úr stjórninni og fella hana þar með ef ekki verður haldið áfram að drepa almenna borgara á Gaza!
Þessi ráðherra var frægur á sínum tíma fyrir að skjóta almenna borgara í Palestínu - og finnst greinilega ekkert tiltökumál að herinn fái einnig að gera slíkt hið sama áfram.
Ríkisstjórnin sem nú er við völd í Ísrael er hægri-öfgafyllsta og þjóðerniskenndasta sem nokkru sinni hefur setið í landinu og er þá mikið sagt.
Hægri flokkur Netanyahu tókst að lokum að mynda þessa ríkisstjórn með stuðningi flokka yrst á hægrivængnum.
Og eins og allir vita, en enginn vill segja, þá voru það Bandaríkjamenn sem á sínum tíma komu þessum hægri-öfgasamtökum á laggirnar sem gífurlegum fjárframlögum (rétt eins og þeir gerðu í Afganistan með Talibanana). Sú þjóð hefur mikið á samviskunni með að styðja við fasismann í heiminum. Og stjórnvöld á Vesturlöndum feta í þessi fótspor eins og hlýðnir hundar.
Svo er auðvitað að bíða eftir fundinum í Öryggisráðinu í kvöld um tafarlaust vopnahlé á Gaza - og hvort Kaninn muni beita neitunarvaldi sínu í annað sinn á stuttum tíma (sem hann auðvitað gerir). Vonandi fer fólk nú að sjá að stríðið í Úkraínu er rekið á sömu forsendum:
Óeðlilegt ef Rúv hlustar ekki á ákallið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2023 | 17:57
Einmitt þveröfugt!
Eitthvað rugl í gangi hjá Mogganum!!
Danir byrjuðu miklu betur en Svíar og voru yfir allan fyrri hálfleikinn. Í frétt Moggans hefur þetta hins vegar snúist við (Svíar í stað Dana)!!
Danir héldu svo forskotinu í seinni hálfleiknum þar til Svíar náðu að jafna og komast einu marki yfir!
Þannig var það nú heillin.
Danir tóku bronsið eftir mikla spennu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2023 | 13:34
Morðóður her
Þessi dráp ísraelska hersins á þremur löndum sínum sýnir einfaldlega hveru morðóður þessi her er, líklega meira en nokkurn tímann hefur áður þekkst í nútímanum.
Hann lætur sé ekki nægja að drepa tugi þúsunda óbreyttra borgara í Palestínu, á Gaza og á Vesturbakkanum, heldur drepur einnig sína eigin þegna.
Málið er að þessum þremur gíslum tókst að flýja og veifuðu hvítum fánum þegar þeir rákust á hermennina. Þrátt fyrir það voru þeir miskunnarlaust skotnir. Ísraelsher tekur nefnilega ekki "fanga" heldur skýtur alla og drepur með köldu blóði, sem þeir ná til.
Ég veit ekki til þess að þessi frétt hafi birst í fjölmiðlum hér á landi enda heldur pressan hlífiskildi yfir þessa bestu vini Bandaríkjanna, "vinaþjóðar" okkar.
Svo er enn talað um Hamas sem hryðjuverkasamtök, en eins og allt heilvita fólk sér og veit þá er það Ísraelsher og ísraelsk stjórnvöld sem er hið raunverulega hryðjuverkalið:
https://www.svt.se/nyheter/utrikes/uppgift-israel-redo-att-samtal-om-gisslan-igen--94z20v
Nú er m.a.s. allur almenningur í Ísrael búinn að fá nóg af þessu morðæði.
Mótmæli aukast eftir dauða þriggja gísla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2023 | 20:49
Flott hjá Katrínu!
Það er alveg ljóst að Bandaríkjamenn munu beita neitunarvaldi í Öryggisráðinu vegna þessarar tillögu - og verða þannig með blóð palestínsks almennings, kvenna og barna, á samviskunni
Mikið hefur verið fjallað í norrænum miðlum um myndbirtingu Ísraelshers á nöktum föngum sínum (Palestínumönnum auðvitað) sem virðast ekkert hafa til saka unnið.
Þessi meðferð á "stríðsföngum" er einfaldlega brot á alþjóðalögum og flokkast undir stríðsglæpi:
https://www.visir.is/g/20232500928d/palestinu-menn-hattadir-og-hand-jarnadir-i-ad-gerdum-israels-hers
Er ekki kominn tími til að heiðarlega hugsandi ríkisstjórnir á Vesturlöndum snúi baki við stríðsrektur Kanans út um allan heim og virki Sameinuðu þjóðirnar til að binda endi á þennan viðbjóð?
Líklega er það borin von en þessi ákvörðun Katrínar er þó ljós í myrkrinu.
Ísland lýsir yfir stuðningi við ákvörðun Guterres | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2023 | 09:25
"Neyðarpakki"?
Neyðarpakki ætlaður Úkraínu - og Ísrael?
Sérhver er nú neyðin - ekki síst í Ísrael! Hernaðarstuðningur Bandaríkjamanna við hina morðóðu Ísraelsmenn skapar jú ólýsanlega neyð fyrir Palestínumenn, búandi á Gaza, og reyndar einnig neyð á Vesturbakkanum og er svo auðvitað viðvarandi ógn fyrir öll hin múslimsku Mið-Austurlönd.
Það hlýtur að vekja furðu að demókratarnir á bandaríkjaþingi - og í ríkisstjórn - skuli vera orðnir miklu meiri stríðsöfgamenn en repúblikanar eru, en lengi framan af voru það þeir síðarnefndu sem voru ólmir í alls konar stríðsátök (Bush og hans líkar).
Sama virðist vera að gerast annars staðar, svo sem á Norðurlöndunum og í Þýskalandi. Þar er lítill sem enginn munur á vinstri og hægri hvað hernaðarhyggjuna varðar (og varla hægt að tala um "vinstrið" lengur). Stríðsæsingurinn er nú grasserandi alls staðar í Evrópu og því meiri sem norðar dregur.
Þetta beinir einnig huganum að Úkraínustríðinu og óheftum stuðningi Vesturlanda við spillingar- og öfgastjórnina í Kænugarði. Getur verið að sami hugurinn - og sama miskunnarleysið - sé á bakvið stuðninginn við Úkraínu og í stuðningnum við Ísrael, þ.e. einfaldlega heimsvalda- og útþennslustefna? Sinnuleysi gagnvart mannfalli almennra borgara - og svo auðvitað hermanna, sem flestir hverjir stríða án efa þvert gegn þeirra eigin vilja?
Það bendir allt til þess - en á meðan fjölmiðlar spila með er afar lítil von um að þessu morðæði linni.
Neyðarpakki stöðvaður í bandaríska þinginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2023 | 17:19
Blessuð íþróttahreyfingin!
Alltaf jafn siðlaus!
Arnarlax er eitt af þessum laxeldisfyrirtækjum sem menga hvað mest og fara sem verst með afurðina sem þeir eru að ala upp og selja sem mannamat (en er í mesta lagi hæft sem skepnufóður).
HSÍ er greinilega ekki með neinar siðareglur - og ef þær eru til staðar í einhverju formi, þá eru þær bara til að sýnast.
Mikið er talað um samfélagslega ábyrgð þessa daganna - og er þá ekki síst átt við atvinnu"rekendur". Einhver hefði nú sagt nei við þessari tilraun til ábyrgðar hjá hina illræmda fyrirtæki en ekki Handknattleikssambandið. Ó nei, ó sei sei nei.
Siðferðileg ábyrgð sambandsins er greinilega engin.
Arnarlax nýr bakhjarl landsliðsins í handbolta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2023 | 21:07
Loksins heiðarlegt hljóð frá Veðurstofunni
Nú, tíu dögum eftir jarðskjálftana miklu við Grindavík (mest 5 á Richter) er loks farið að heyrast heiðarlegt hljóð í Veðurstofufólkinu, sem hingað til hefur verið harla duglegt við að mála skrattann á vegginn varðandi "yfirvofandi" eldgos á svæðinu.
Flestir aðrir, sem ættu að hafa jafnmikið vit á málunum, hafa talið litlar líkur á eldgosi og líkurnar dvínað eftir því sem lengra líður frá stóru skjálftunum.
Þá hafa menn bent á að stór hluti húsanna í Grindavík sé algjörlega óskemmdur, kominn hiti og rafmagn í flestöll hús, og því ætti að vera hægt að flytja aftur inn í þau fyrr en seinna.
Einn helsti sérfræðingur okkar í eldgosa- og jarðskjálftafræðum, Haraldur Sigurðsson, hefur bent á að orkan sem losnaði úr læðingi þann 11. nóvember hafi aðeins verið "0,5% af orkulosun sem varð í Suðurlandsskjálftunum árið 2000."
Samkvæmt þessu hefði átt að rýma allt Suðurlandsundirlendið aldamótaárið, allavega miðað við hvað gert var núna í Grindavík.
En sem betur fer var Veðurstofan þá aðeins veðurstofa en ekki náttúruvárstofnun og Almannavarnir hvorki fugl né fiskur - og Víðir, sem öllu kvíðir, fjarri gamninu góða!
Líkur á gosi fara hægt minnkandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 61
- Sl. sólarhring: 146
- Sl. viku: 310
- Frá upphafi: 459231
Annað
- Innlit í dag: 54
- Innlit sl. viku: 281
- Gestir í dag: 54
- IP-tölur í dag: 54
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar