Ertu þetta ekki þekktir siðleysingjar?

Mér skilst að (meint) brot Samherja hafi falist í því að það seldi afla skipa sinna hér á landi til dótturfyrirtækja sinna erlendis á lægra verði en tíðkaðist í viðskiptum ótengdra aðila. Fyrir vikið hafi hagnaður verið fluttur úr landi framhjá sköttum og gjaldeyrir skilaði sér ekki til landsins.

Hins vegar hafi komið í ljós að vegna mistaka í gerð reglugerðar vegna gjaldeyrislaganna hafi lögin ekki haldið á þessu tímabili sem um ræðir. 
Þannig að þetta var svo sannarlega lögbrot en vegna formgalla var því vísað frá.
Sem sé lögleg en siðlaust eins og svo margt annað í íslensku viðskiptalífi.

Þess vegna kemur aðförin að Má seðlabankjastjóra mjög á óvart. Hún hefur ekki aðeins átt sér stað í neikvæðri umfjöllun fjölmiðla um hann og Seðlabankann í þessu máli heldur hefur forsætisráðherrann, formaður VG, hneykslast mjög á framgöngu bankans í málinu.

Spurning af hverju hún reynir að þóknast útgerðarauðvaldinu á þennan hátt miðað við hinn harða tón Vinstri grænna í garð þess áður en til stjórnarsamstarfsins við íhaldið kom. Tækifærismennska á háu stig? 


mbl.is „Kumpánlegur“ bankastjóri óviðeigandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. mars 2019

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 455403

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband