Þingræðið sigrar lýðræðið naumlega

Sérkennileg frétt hjá Mogganum og ekkert sagt um sjálfa atkvæðagreiðsluna. Ríkisstjórn Macrons rétt stóð af sér vantraustið. 278 þingmenn greiddu atkvæði gegn Macron en hefðu þurft 287 atkvæði til að fella stjórnina. 

En andstöðu almennings er þó ekki lokið með þessu. Áfram er boðuð mótmæli gegn hækkun ellilífeyrisaldurs úr 62 árum í 64 ár. 

Til samanburðar má nefna að hér á landi kemst fólk ekki á lífeyri fyrr en 67 ára og í raun ekki fyrr en um sjötugt. Samt er blessuð framsóknarmaddaman, Lilja Alfreðsdóttir, að boða hækkun lífeyrisaldurs hér á landi!

Og fjölmiðlarnir spila með eins og ekkert sé sjálfsagðara. Engin gagnrýnin umræða um þetta og ekkert fjallað um gríðarlega auðsöfnun lífeyrissjóðanna hér á landi, hvað þá það að arðsemiskrafa þeirra sé helsta ástæða verðbólgunnar á landinu - og hárra vaxta.


mbl.is Vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Frelsun" Íraks á fölskum forsendum

Loksins druslaðist Mogginn til að birta frétt um 20 ára "afmæli" innrásar Bandaríkjamanna og Breta inn í Írak - en þá auðvitað á hlutdrægan hátt. Ekkert er til dæmis sagt frá því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lýstu stuðningi sínum við innrásina, þó svo að hún hafi verið gróft brot á alþjóðalögum (nú er aðalástæðan fyrir stuðningnum við Úkraínumenn að hernaðaraðstoð Rússa við sjálfstjórnarhéruðin í austur-Úkraínu sé brot á alþjóðalögum og því styðji Ísland hernaðaraðstoð Vesturlanda við Úkraínu (sömu flokkar í stjórn nú, auk Vinstri grænna, sem þó gagnrýndu innrásina í Írak harðlega á sínum tíma)).

Sama áróðurinn og þá er nú  rekinn í vestrænum fjölmiðlum og af stjórnvöldum á Vesturlöndum með því að persónugera hernaðarstuðninginn. Þá var það Saddam Hussain sem var vondi kallinn (síðan var það Gaddafi) og nú er það Putín sem er Grýlan. Og auðvitað eru það vestrænir leiðtogar og vestrænt "lýðræði" sem eru góðu aðilarnir, eins og svo oft áður. 

Hörðustu stuðningsríki Úkraínumanna nú eru þau ríki sem hvað ákafast studdu innrásina í Írak: Bandaríkjamenn, Bretar, Ástralir, Pólverjar, Tékkar/Slóvakar, Danir osfrv.
Og innrás þessara "lýðræðisríkja" var gerð þrátt fyrir mjög fjölmenn mótmæli gegn henni um allan heim ("lýð"ræðið í hnotskurn?). 

Talið er að mörg hundruð þúsund almennir borgarar hafi fallið í þessari innrás, sem enn krefst fjölda mannslífa á hverju ári. Já "frelsunin" var og er dýru verði keypt, jafn þar sem og í Lýbíu (og í Afganistan en síðastnefnda landið er reyndar ekki lengur "frjálst"!).

Til samanburðar má nefna að stríðið í Úkraínu hefur ekki kostað nema í mesta lagi nokkur þúsund almennra borgara lífið. Það sýnir að vondu Rússunum er ekki eins sinnulausir um líf almennings og góðu, lýðræðissinnuðu NATÓ-þjóðirnar eru.

Hér má sjá mun hlutlausari og sannari umfjöllum um hörmungarnar í Írak vegna innrásarinnar þar fyrir 20 árum (enda er sú sem skrifar ekki nýlendusinni né með islamfóbíu): 
https://www.ruv.is/frettir/erlent/2023-03-20-frelsun-iraks-a-folskum-forsendum




mbl.is Tuttugu ár frá umdeildri innrás í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. mars 2023

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 131
  • Frá upphafi: 455516

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 119
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband