Sökinni klínt á Geir Haarde!

Frekar finnst mér þetta nú lúalegt af Davíð að klína sökinni á einhvern besta vin sinn og samstarfsmann, Geir Haarde.

Þá er þetta allt saman málum blandið eins og Björgvin Sigurðsson bendir á í Pressuviðtali:

"Varðandi þau varnaðarorð sem hann segir Davíð Oddsson hafa gefið íslensku ríkisstjórninni, bendir Björgvin á, að um svipað leyti og Landsbankinn opnaði Icesave-reikningana í Hollandi hafi Seðlabankinn gefið út skýrslu þar sem sagði að íslenska bankakerfið væri traust."

Davíð þarf greinilega að svara til saka vegna þessarar skýrslu, það er alveg ljóst, enda bar hann ábyrgð á henni sem Seðlabankastjóri.


mbl.is Lýsti miklum áhyggjum af stöðu bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

snýst ekki um "vinagreiða" hér eru ákveðnar leikreglur sem td Seðlabankastjór verður að fara eftir - ekkert með vinskap hans og Geirs að gera

Jón Snæbjörnsson, 5.2.2010 kl. 08:58

2 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Stutt spurning Torfi. Hver var ráðherra bankamála á íslandi þegar landsbankinn opnaði icesave reikningana í Hollandi. (vísbending EKKI DAVÍÐ ODDSSON)

Hreinn Sigurðsson, 5.2.2010 kl. 09:36

3 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Var það ekki Björgvin G.? Davíð nefnir hann þó ekki heldur einungis forsætisráðherrann, enda hafði hann sem slíkur yfirumsjón með fjármálastofnunum, Seðlabanka og Fjármáleftirliti.

Annars er ég ekki að taka afstöðu til þess hver sé mest sekur í Hruninu eða þessu Icesavemáli. Það sem vekur furðu mína er það að allir bera af sér sök, ekki síst Davíð Oddsson. Mér finnst tími til kominn að hann geri upp þessa tíma og viðurkenni eigin sök á málunum.

Þessi tregða til að viðurkenna mistök sín er greinilega smitandi. Nú síðustu daganna hefur komið í ljós að alþingismenn, og meira að segja sitjandi ráðherra, hafa, á sælutímanum, framkvæmt fjármálagjörninga sem þeir hafa haft stóran ávinning af. Lánað sjálfum sér himinháar upphæðir, sem almenningur hefur engan aðgang að, tekið út fjármuni á hárréttum tíma eða stundað millifærslur fyrir félaga sína - allt á mjög svo gráu svæði og eflaust flest ef ekki allt kolólöglegt.

En enginn játar neina sök né iðrast á nokkurn hátt. Nei, þeir bera í besta lagi við ókunnugleika og þess háttar - og einn þeirra er meira að segja svo elskulegur að segjast ætla að borga lán til baka sem hann veitti sjálfum sér!

Málið er það að samfélagið okkar er gerspillt - og enn til menn sem eru að reyna að verja spillingu.

Torfi Kristján Stefánsson, 5.2.2010 kl. 09:59

4 Smámynd: Jón Sveinsson

Þetta hrun er fyrri ríkisstjórn að kenna, Davíð aðvaraði stjórnina og einhverstaðar heyrðist, Davíð á ekki að skipta sér að stjórnmálum og var rekin fyrir að sega sannleikan og að vera ekki falskur eins og ráðherrar, það er allur sannleikurinn.

Ríkisstjórnin í dag það eru niðurrifs fólk í hefndarhug gegn íslenskri þjóð og hygla útrásar víkingum á kostnað þjóðarinnar .

Jón Sveinsson, 5.2.2010 kl. 10:02

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú ber hver af sér alla ábyrgð á frjálsu falli þessa velmegunarsamfélags niður í dýpstu örbirgð og niðurlægingu á einni nóttu.

Málið er nú ekki flókið. Hér hafði grimmasta ljóni mannlegs samfélags, græðginni verið sleppt úr búrinu og gefið veiðileyfi. Tugir prófessora, lektora, og annra slíkra akademiskra gapuxa stóðu pungsveittir eða sátu við að boða alræði heimskunnar og allt á kostnað ríkisins.

Hér ríkti glórulaust neyslufyllirí í boði lántöku í þessum einkavæddu bönkum og ríkið stökk á eftir í slóðina með Íbúðarlánasjóð að vopni til að ná í atkvæði fyrir Framsóknarflokkinn.

Davíð nokkur Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri og sjálfskipaður yfirmaður þeirrar stofnunar var yfirmaður þeirrar stofnunar og skipaður af sjálfum sér til öryggis. Þar með var nefndur maður orðinn yfirmaður allrar peningamálastefnu þessarar þjóðar sem enn bar í nösum sér fnykinn af úldnum fiski, stækju úr loftlausum fjósum og var nýhætt að kveða rímur sér til skemmtunar á síðkvöldum á sama tíma og aðrar Evrópuþjóðir flykktust prúðbúnar í óperuhús að hlýða á Wagner og Brahms.

Auk þess að fyrir þessum manni bar stærsti flokkur þjóðarinnar enn slíka virðingu fyrir persónunni að ef hann leit snöggt á einhvern ráðherra féll hann samstundis í öngvit. 

Árni Gunnarsson, 5.2.2010 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 213
  • Frá upphafi: 459935

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 189
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband