7.2.2010 | 10:26
Það sem er ósagt ...
... í frétt Moggans er hvaða hópi mennirnir þrír voru, sem handteknir voru fyrir alvarlega líkamsárás. Af fréttinni að dæma mætti ætla að það hvafi verið vinstri "öfgamenn".
Svo var þó alls ekki og kemur fram í öllum fréttum í dönskum fjölmiðlum af afburðinum. Það voru sem sé hægri öfgamenn sem voru handteknir fyrir ofbeldisverkið.
Sjá http://politiken.dk/indland/article895519.ece
Einnig má ráða af fréttinni að flestir hinna handteknu hafi verið vinstri sinnaðir en svo var alls ekki. Flestir, eða á milli 25 og 30 manns, voru hægri bullur.
Einnig hefði vel mátt koma fram í fréttinni að þessi hægri öfgasamtök væru rasistísk og ný-nasísk og hluti af hinn svokölluðu White Pride-hreyfingu. Meirihluti meðlimanna í þessum Árósarhóp eru jafnframt fótboltabullur.
Þá eru vinstri sinnar í fréttum danskra fjölmiðla yfirleitt ekki kallaðir öfgamenn heldur aktívistar, en hægri hópurinn alltaf kallaður öfgasinnar.
Mogginn er greinilega ennþá í bólakafi í gamla áróðursstríðinu gegn vinstri mönnum og með greinilega tilhneigingu til að verja hægri öfgamenn í þeirri baráttu. Er ekki tími til kominn að því linni?
Sýður upp úr í Árósum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 213
- Frá upphafi: 459935
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 189
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir ábendinguna, ég skildi greinina einmitt öfugt.
Birgir Hrafn Sigurðsson, 7.2.2010 kl. 13:03
Hér er linkur á anti-fasistísku samtökin sem héldu fund í í Árósum á föstudaginn var. http://goodnightwhitepride.dk
Hér er einnig ágætis úttekt á þessum rasistasamtökum (Hvítt stolt) í Árósum: http://redox.dk/aarhus08/
Torfi Kristján Stefánsson, 7.2.2010 kl. 13:10
Hér er og heimsíða anti-fasistísku samtakanna í Danmörku. http://projektantifa.dk/
Mér finnst þetta skipta okkur hér á landi einnig miklu máli, þar sem það kom berlega í ljós í búsáhaldabyltingunni hversu grunnt var á fasismanum, sérstaklega í átökunum við Hótel Borg þar sem ráðist var á mótmælendum með fasistískum hætti.
Torfi Kristján Stefánsson, 7.2.2010 kl. 13:15
Ég les það út úr þessari bloggfærslu að þér finnist það í lagi að fjölmiðlar séu bullandi hlutdrægir og hliðhollir vinstri ÖFGAMÖNNUM og antifa skríl, en eigi markvisst að djöfulgera hægri öfgamenn og nýnastisa skríl eins og hægt er? Fréttin er ekkert hliðhollari hægrimönnum frekar en vinstrimönnum, þú einfaldlega túlkar það þannig, kannski vegna þess að þú ert vinstrisinni sjálfur?? Vinstrisinnaðir Antifa hópar og "no-boarder" anarkistar eru nákvæmlega jafn miklir öfgamenn og samfélagsmein eins og nýnastistar og white-power bjánar. Antifa er ekkert annað en marxískur "fasismi" sem reynir að ráðast á alla sem eru andsnúnir þeirra hugmyndafræði. Fjölmiðlar eiga hreinlega að vera hlutlausir og kalla báða þessa hópa það sem þeir eru: ÖFGAMENN.
Kalli (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 16:03
Mér sýnist nú þú vera all illilega heilaþveginn af pressunni.
Antifa er hópur sem mótmælir hvers konar ofbeldisverkum og berst fyrir umburðarlyndi og virðingu öllum þeim til handa sem eru lagðir í einelti kynþáttafordóma sem og annara fordóma.
Ég setti inn þessa tengla til að fólk geri sjálft séð fyrir hvað þessir aktívistar standa fyrir. Þú ættir síðan að fara inn á White Pride síðurnar til að sjá hvað þær ganga út á. Þar séðu muninn ef þú ert ekki sjónlaus - og sjálfur rasisti og fasisti.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.