Eftir að fjármagna!

Já þeir byrja greinilega á öfugum enda, Landsvirkjunarmenn, og með fullu samþykki iðnaðarráðherra.

Fréttir af mjög slæmri fjármagnsstöðu Landsvirkjunnar hafa dunið á okkur undanfarin ár - og jafnvel talað um að Lífeyrissjóðirnir tæki yfir fyrirtækið (þó sjálfir séu ekki of vel haldnir).

Um áramótin 2007-8, þ.e. fyrir hrun, var talað um skuldir upp á nær 3000 milljónir Bandaríkjadala, skuldir sem hafa aukist mjög síðan. Þó tala menn nú digurbarkalega um góða lausafjárstöðu og að lánaskilmálar séu alls ekki svo slæmir.

Ekki veit ég af hverju þessi sýndarleikur er settur af stað núna, því engar líkur er á að lánafyrirgreiðslur fáist, hvað þá að fyrirtækið geti staðið við þær lánaskuldbindingar sem það er þegar í.

Svo vildi ég gjarnan fá að sjá frétt um hvernig raunveruleg staða Landsvirkjunnar er í dag, svo sem hvað hún skuldar nákvæmlega og um getu hennar til að borga af þeim lánum. Ríkið er jú í ábyrgð fyrir fyrirtækið, svo það getur ekki einfaldlega skipt um kennitölu eins og önnur fallít fyrirtæki hér á landi til að komast hjá að borga skuldir sínar.


mbl.is Skref í mikilvægri framkvæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Pálsson

Sæll Torfi

Þú ættir að tileinka þér að kanna sjálfur staðreyndir frekar en að velta þér upp úr villandi fréttaflutningi.

Vissulega eru skuldir Landsvirkjunar miklar en eignir eru það líka.  Eigið fé, það er eignir umfram skuldir, var um síðustu áramót um 180 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall um 30%.  Betur sett stórfyrirtæki finnst vart á Íslandi um þessar mundir.  Landsvirkjun gerir upp í bandaríkjadölum, fær meirihluta tekna í erlendri mynt og hefur einnig skuldir í erlendri mynt og hrun íslensku krónunnar hefur því ekki haft sömu áhrif á Landsvirkjun og mörg önnur stórfyrirtæki.  Lausafjárstaða Landsvirkjunar er um 50 milljarðar króna og því hafa þessar framkvæmdir í sumar ekki afgerandi áhrif á getu fyrirtækisins til að borga af lánum næstu tvö árin.  Landsvirkjun er í ríkiseigu og lánshæfiseinkunn þess fylgir því lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins sem veldur helstu endurfjármögnunarvændræðum félagsins.

Vísa annars í ársuppgjör fyrirtæksins á vefsíðunni www.lv.is

Vona að þú sofir rólegur í nótt!

Bjarni Pálsson, 10.2.2010 kl. 14:51

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Æi já, hversu mjög myndi ég ekki vilja geta sofið rólegur á næturnar, elsku Bjarni minn. En því miður þá trúi ég þér ekki - og enn síður ársuppgjöri Landsvirkjunar (líklega fyrir árið 2008 þar sem nýtt uppgjör kemur ekki fyrr en í mars að sögn forstjórans sjálfs).

Því miður, segi ég, vegna þess að við höfum fengið að heyra um ársuppgjör fjölda fyrirtækja sem fyrir hrun voru rekin með miklum hagnaði. Skuldir að vísu miklar en eignir umfram skuldir miklu meiri.

Einkum voru það bankarnir sem sýndu jákvætt eigið fé, og hlupu íslensk stjórnvöld og eftirlitsstofnanir með þessar góðu fréttir til útlanda og var trúað. 

Eftirleikinn þekkja jú allir. Algjört hrun allra þessara vel stæðu fyrirtækja og okkar fólk sagt hafa logið að vesalings útlendingunum, bara til þess að geta stolið af þeim fé.

Já, ef einhverjum er ekki treystandi þá er það endurskoðendum íslenskra fyrirtækja. Er Landsvirkjun eflaust engin undantekning þar á, enda hefur hún verið rekin með tapi nú til fjölda ára, eða er ekki svo?

Allar fréttir mörg undanfarin ár segja frá erfiðleikum fyrirtækisins, vandræðum þess að fá lánsfé og kvíða vegna afborgana á þeim risavöxnu lánum sem bíða.

Torfi Kristján Stefánsson, 10.2.2010 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 211
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 187
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband