Slök útkoma Íslendinganna

Nú eru komin úrslit úr Reykjavíkurskákmótinu í ár. Hannes Hlífar Stefánsson stóð sig enn einu sinni með ágætum og lenti í 1.-4. sæti með 7 vinninga af 9 mögulegum. Henrik Danielsen náði einnig þokkalegum árangi, lenti í 11. sæti með 6 vinninga.

Aðrir ollu vonbrigðum, enda náði enginn íslensku keppendanna áfanga að stórmeistara- eða alþjóðlegum meistaratitli. Íslensku alþjóðlegu meistararnir lentu hæst í 24., 26. og 28. sæti, Jón Viktor Gunnarsson, Bragi Þorfinnsson og Guðmundur Kjartansson með 5 og hálfan vinning.

Fleiri skákmenn sem bundnar voru vonir við lentu enn neðar, svo sem Dagur Arngrímsson (36.), Ingvar Þór Jóhannesson (40), stórmeistarinn Þröstur Þórhallsson (41.), mesta efni okkar Hjörvar Steinn Grétarsson (37.) og Guðmundur Gíslason (35.), en vonast var til að tveir þeirra síðastnefndu myndu vinna sér áfanga að alþjóðlegum meistaratitli.

Aðrir þekktir skákmenn voru enn lægri, menn eins og Björn Þorfinnsson og Sigurbjörn Björnsson. Kannski táknrænt fyrir þá báða því þeir hafa ekki séð neitt athugavert við frammistöðu Íslendinga á skáksviðinu mörg undanfarin ár.

Þá er það og eflast einnig táknrænt að tveir efstu menn okkar, Hannes og Henrik eru annað tveggja, útlendingar eða búsettir erlendis!

Já, það er ekki til árangurs um þessar mundir að vera íslenskur að uppruna eða að búa hér á landi ef þú vilt ná árangri á skáksviðinu. Öðru vísi mér áður brá.


mbl.is Fjórir efstir og jafnir á Reykjavíkurskákmótinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 158
  • Frá upphafi: 458370

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 137
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband