Miđ-hćgri kall!

Ţađ er athyglisvert hversu Hollendingar eru miklu herskárri og óbilgjarnari en Bretar hvađ Icesave-máliđ varđar. Međan Bretar sýna skilning á smćđ samfélagsins og finnst upphćđin há sem lendir á hverjum einstaklingi, ţá láta Hollendingar sér fátt um finnast og telja ađ viđ eigum létt međ ađ borga skuldina. Einnig hefur veriđ fullyrt ađ Hollendingar séu miklu erfiđari en Bretar í samningarumrćđunum - og rennur ţessi frétt stođum undir ţađ.

Fjármálaráđherra Hollendinga tilheyrir krist-demókrata flokknum hollenska, rétt eins og forsćtisráđherrann, en flokkurinn er miđ-hćgri flokkur. Ríkisstjórnin á Bretlandseyjum er hins vegar stjórn jafnađarmanna eins og allir vita.

Rétt er einnig ađ benda á ađ hćgri stjórnirnar í Evrópu, ekki síst á Norđurlöndunum, eru okkur mun erfiđari en stjórnir vinstri manna. Má ţar benda á Finna og Svía en ţeir vilja ekki lána okkur ef ekki verđur gengiđ frá Icesave-málinu, en Norđmenn vilja hins vegar helst ekki tengja lániđ viđ Icesave né AGS-lániđ, enda er ţar vinstri stjórn.

Máliđ er ekki ţađ ađ ástćđan sé sú ađ ţađ er vinstri stjórn á Íslandi, heldur er ţađ einkenni hćgri manna ađ borga ekki, hvorki sínar skuldir né annarra!

Ljóst er ađ miđ-hćgri stjórnarandstađan hér á landi hefur engin tök á systurflokkum sínum ytra, enda er mottóiđ hiđ sama hjá ţeim: "viđ borgum ekki"!

 Ţađ eiga ţeir svo sammerkt međ fjárglćframönnunum, sem stálu öllum ICESAVE-peningunum:

VIĐ BORGUM EKKI!

Er ekki kominn tími til ađ hćtta ađ hlusta á lýđskrum stjórnarandstöđunnar?

 


mbl.is Ísland getur vel borgađ skuldina
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 455392

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband