21.3.2010 | 21:19
Gosmökkurinn gífurlegi!
Nú hefur verið tönglast á því í allan dag að gosmökkurinn frá gígaröðinni á Fimmvörðuhálsi sjáist langar leiðir og berist hátt til veðurs. Svo merkilega vill meira að segja til að nú berast fréttir af því að herflutningar flughers Bandaríkjamanna til Suðaustur Asíu frestast vegna hins ógurlega gosmökks, sjá (http://visir.is/article/20100321/FRETTIR02/807530063
Engar skýringar fást hvernig stendur á þessu. Eina skýringin hlýtur þá að vera sú að Kanarnir hafi fengið leyfi til að fljúga yfir landið og telja sig neyðast til þess að fresta aðgerðum vegna gossins (þó svo að nú hafi flugbannssvæðið hafi minnkað mjög mikið!
Já ekki er öll vitleysan eins því af myndum frá sjálfu gosinu í nótt mátti ráða að næstum enginn gosmökkur stóð upp af gosstöðvunum, enda nær enginn snjór (og alls ekki jökull) til að geta myndað þennan umtalaða mökk, og ekki hefur orðið vart við nokkurt öskugos!
Mér er því spurn. Sjá menn virkilega einhvern mun á skýjamyndum í þessu austan roki sem hefur verið í dag og á gosmökki?
Flug með eðlilegum hætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.