18.4.2010 | 10:53
Hættulaus fólki
Maður þarf að fara í erlenda fjölmiðla til að fá almennilegar upplýsingar um afleiðingar öskufalls á fólk.
Norskur sérfræðingur upplýsir t.d. að eldfjallaaskan hættuminni en svifrykið frá bílaumferðinni:
"Vulkanasken er mindre farlig for mennesker enn flyvestøv fra piggdekk fordi partiklene er større og vil stanse lenger opp i luftveiene. Foreløpig har vi ikke indikasjoner på at noen har fått alvorlige problemer, sier assisterende helsedirektør Bjørn Gullvåg til Aftenposten.no."
Hér er hins vegar greinilega verið að halda við hysteríu fólk (enda allur varinn góður eða hvað?).
Þá kemur það mér mjög á óvart af hverju askan frá Eyjafjöllum er sögð svona miklu hættulegri en askan frá öllum þeim gosum sem orðið hafa síðustu tuttugu ár eða svo, þ.e. úr Vatnajökli (Gjálp og Grímsvötnum). Var kannski ekkert öskufall þá?
Fólk flýr öskufallið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 99
- Frá upphafi: 458378
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í Svíþjóð hafa menn einnig rannsakað öskuna og komist að því að hún er hættulaus frísku fólki:
http://www.dn.se/nyheter/sverige/askan-sannolikt-ofarlig-1.1078474
Torfi Kristján Stefánsson, 18.4.2010 kl. 11:09
Þú getur fundið ágætis upplýsingar um áhrif öskunnar á heilsufar fólks á heimasíðu Landlæknisembættisins, algjör óþarfi að leita langt yfir skammt að þeim upplýsingum.
Að samanburði á svifryki frá umferð og gosösku. Það má almennt vera þannig að svifrykið sé hættulegra enda liggur í hlutarins eðli að það er smákornóttara. Agnir sem eru minni en 10 míkrómetrar að þvermáli eru skilgreindar sem svifryk. Í gosöskunni er aðeins hluti hennar svo smákornóttur og það er breytilegt frá gosi til goss hversu stór hluti hennar er það. Einnig er það breytilegt eftir fjarlægð frá gosstöð. Það vill svo til að þessi aska sem nú fellur úr gosinu er að 1/4 hluta mjög smá, þ.e. 1/4 kornanna er með minna þvermál en 10 míkrómetrar og allt niður fyrir 1 míkrómetra. En það eru einmitt minnstu kornin sem eru hættulegust fólki því þau geta borist lengst niður í öndunarfærin. Öskumagnið er líka mikið þar sem öskufalls gætir aðallega og er það mörgum sinnum meira magn af ögnum en reikna má með við Miklubrautina á þurrum og kyrrum degi í Reykjavík. Þú verður því að meta hlutina í réttu ljósi í stað þess að grípa eitthvað sem einhver norskur sérfræðingur segir, án þess að ég ætli að gera lítið úr honum. Allur er varinn góður og rétt að upplýsa fólk um mögulega hættu og hvernig það getur varið sig. Það er ekki hystería, heldur að búa í upplýstu samfélagi.
Upplýsingar um mælingar á svifryki og stærð gosagna í öskunni frá Eyjafjallajökli getur þú fundið á vef Umhverfisstofnunar.
Guðmundur (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 11:33
Takk fyrir þetta Guðmundur.
Málið er það að þessar svokölluðu "upplýsingar" sem stjórnvöld eru að gefa út eru þess eðlis að fólk hættir að taka mark á þeim þegar í ljós kemur að þau gera úlfalda úr mýflugu.
Menn hafa bent á yfirdrifin viðbrögð yfirvalda við svínainnflúensunni í fyrra, í Noregi var t.d. talað um að yfir 100.000 manns myndu deyja úr henni, sem skapar hræðslu og ótta hjá fólki að ástæðulausu.
Umræðan um öskuna er svipuð, ekki aðeins hér heldur einnig í Evrópu eins og flugbannið fáránlega þar er gott dæmi um.
Hættan er sú að svo oft hefur verið kallað: "úlfur, úlfur", að þegar raunveruleg hætta er á ferð þá tekur enginn mark á viðvörunum.
Torfi Kristján Stefánsson, 18.4.2010 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.