Var ekki hægt að fá flekklausan mann?

Eins og fram kemur á Eyjunni og eflaust víðar þá hafa bæði fyrirtækin sem Höskuldur þessi gegndi stjórnunarstöðum í, Eimskip og Valitor, gætt rannsókn samkeppniseftirlitsins og Eimskip orðið að borga yfir 300 milljónir í sekt fyrir brot á samkeppnislögum. Valitor er enn til rannsóknar.

Manni er spurn. Var virkilega ekki hægt að finna mann sem ekki var tengdur fjármálaspillingu liðinna ára? Hvernig væri að birta listann yfir hina 39 umsækjendurna?

Arionbanki hefur auðvitað verið sér á parti nú eftir hrunið - og virðist lítið hafa lært af reynslunni, eins og ráðning Finns Sveinbjörnssonar og fleira er til marks um. 

Verður ríkið sem helsti eigandi bankans ekki að fara að grípa inn í - og hætta þessu afskiptaleysi af starfi skiptanefndanna? Ef ekki, þá verður að líta svo á að ríkisstjórnin sem nú situr er jafn samsek núverandi spillingu innan bankakerfisins og sú sem sat áður.

Vilja t.d. Vinstri grænir sitja undir slíku ámæli því þeir voru jú stikkfrí, einir fjórflokkanna, fyrir hrunið?


mbl.is Höskuldur H. Ólafsson ráðinn bankastjóri Arion banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heiðarleigir viðskiftamenn eru ekki til á Íslandi..

Snorri Gylfason (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 21:02

2 identicon

Er ríkið einn helsti eigndi bankans?.  Þetta þarftu að kynna þér félagi!

itg (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 21:47

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Treysti ekki banka

Sigurður Haraldsson, 23.4.2010 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460026

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband