14.5.2010 | 11:59
Loksins breytt vindátt ...
sem eru góðar fréttir fyrir bændur undir Eyjafjöllum og í V-Skaftafellssýslu, en slæmar fyrir aðra.
Það hefur vakið furðu margra hve stöðug vindáttin hefur verið síðan gosið í Eyjafjallajökli byrjaði eða vest-, norðvestlæg. Hlýtur það að teljast óvenjulegt í svo langan tíma og hlaut einhvern tímann að taka enda.
En nú er vindátt að breytast svo búast má við öskufalli um mest allt land:
Spá veðurstofunnar er þessi fyrir dagana 13. maí til 17. maí:
Föstudagur (14. maí): Spáð er öskufalli vestur af Eyjafjallajökli, allt að Faxaflóa.
Laugardagur og sunnudagur (15.-16. maí): Horfur á öskufalli suðvestur og suður af eldstöðinni.
Mánudagur (17. maí): Útlit fyrir að aska falli norðaustur af eldstöðinni.
Þriðjudagur (18. maí): Útlit fyrir að aska berist til norðvesturs og norður af eldstöðinni.
Seinni part næstu viku er svo spáð suðaustlægum vindum og berst þá askan svipað og spáð er næsta þriðjudag.
![]() |
Öskufall í Landeyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 8
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 298
- Frá upphafi: 461714
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 244
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.