17.5.2010 | 21:53
Loksins eitthvað gert með kvótabraskið í landbúnaðinum
Já, loksins er brugðist við kvótabraskinu í landbúnaðinum sem hefur verið skelfilegt undanfarin ár. Stórtækustu braskararnir hafa keypt upp kvótann í heilu byggðarlögunum og lagt sveitirnar að meira eða minna leyti í rúst.
Þetta hafa þeir getað gert vegna ótakmarkaðs aðgangs í lánsfé hjá bönkunum og yfirskuldsett sig - og vonast nú til að allt verði afskrifað vegna þess hve þeir eiga nú bágt og eru mikilvægir fyrir samfélagið.
Uppgjörið við kvótabraskið í landbúnaðargeiranum er sama eðlis og uppgjörið við kvótagreifana í sjávarútvegnum en er þeim mun mikilvægara að það er borgað með kvótabændum (helmingur af tekjum þeirra) en ekki með sægreifunum.
Þetta sýnir auðvitað mikilvægi þess að sjávar- og landbúnaðarráðuneytið haldist enn um sinn, á meðan gert er upp skuldir þessara grunnatvinnuvega þjóðarinnar, og kvótunum skipt upp meðal bænda sem vilja búa áfram á jörðum sínum en ekki meðal stórbúanna sem hafa lagt undir sig fjölda jarða og gert þær að eyðibýlum.
Öll viðskipti með mjólkurkvóta stöðvuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 458040
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta á að gilda með allan kvóta, ef þú notar hann ekki þá missir þú hann, einfalt og auðvelt í framkvæmd.
Tómas Waagfjörð, 17.5.2010 kl. 22:48
Ég vinn fyrir bændur og veit að þetta fyrirkomulag er ekki að ganga kvótinn var orðin allt of dýr. Torfi eins og þú sagðir þá hafa nokkrir stórglæframenn stofnað til gríðarlegar skuldar vegna stækkunar og kvótakaupa sem þeir hinir sömu vilja fá niðurfellt að hluta, það er reyndar eðlilegt að fá leiðréttingu ef um erlend lán hafi verið að ræða.
Sigurður Haraldsson, 18.5.2010 kl. 01:53
Má maður skuldsetja sig of mikið og ætlast svo til að allt verði bara fellt niður ef búskapurinn gengur ekki til að mjólkurframleiðslan leggist ekki af, þá er ég eingöngu að tala um stærstu bændurna sem ætluðu að gleypa allann markaðinn. Ég er ekki hlynt því að bændur geti keypt upp kvóta af jörðum sem vel er hægt að búa á og leggja svo jarðirnar í eyði.
Petrína (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.