"mögulegt að grípa þurfi til"??

Er ekki frekar kominn tími til að taka af skarið og sýni einhvern smá dug? Það er enginn spurning að grípa þurfi til "mun umfangsmeiri aðgerða vegna landbúnaðar á svæðinu en áður var talið".

Reyndar hef ég ekki séð neinar hugmyndir um aðgerðir, svo réttast væri að segja að það verði loksins (og þótt fyrr hafi verið) að fara að grípa til mjög umfangsmikilla aðgerða til að koma lambfé í ómengaðan haga, og það sem allra fyrst.

Auk þess þarf auðvitað að gefa bændum kost á að koma líffé aftur í heimasveit í haust - og rýmka þannig löngu úreltar reglur um sauðfjárveikisvarnarhólf (langt orð!), eða þá að það komi loforð frá Bjargráðarsjóði um að greiða bændum tjónið ef þeir þurfa að slátra öllum bústofninum í haust.

Bjargráðasjóður var fljótur að hlaupa til þegar nautgripabændur undir Eyjafjöllum lentu í kröggum en ráðamenn eru ekki eins snöggir þegar kotbændur lenda í vandræðum í sauðfjárræktinni.

Kannski er það vegna þess að þeir skulda ekki neitt - og því ekkert hægt að hafa af þeim. Hinir stóru skulda hins vegar allt sem þeir eiga og meira til - og því full þörf á að verðlauna þá fyrir vikið (án þess samt að fá nokkuð til baka)?


mbl.is Staða bænda rædd á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 455566

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband