23.5.2010 | 19:02
Furðuleg frétt - furðuleg yfirlýsing
Hér virðist eitthvað málum blandið því fyrst segir Lilja frænka sig úr hópi stjórnarþingmanna sem áttu að komast að samkomulagi um hvar skuli skera niður - eins og hún sé á móti niðurskurði - og svo gagnrýnir hún hugmyndir um skattahækkanir, eða er ekki svo?
Mér finnst skiljanlegt af henni að mótmæla niðurskurði í ríkisgeiranum ef sá skurður lendir aðallega á láglaunastarfsfólki og leiði til fjöldauppsagna.
En að fetta fingur út í skattahækkanir finnst mér vera illileg mótsögn og óskiljanleg. Það á jú að hækka skatta á hátekjufólk og fyrirtæki en skattar hér á landi á þessa hópa - og tekjuskattar almennt - eru miklu lægri hér á landi en í nágrannalöndum okkar - og mjög gott svigrúm til að hækka þá nú, og þar með að jafna hinn mikla tekjumismun sem er hér á landi.
Annars vegar virðist þannig Lilja standa með láglaunafólki en hins vegar virðist hún einnig standa með fjármagnseigendum. Mér er það hulin ráðgáta hvernig þetta fer saman hjá vinstri manneskju og velti fyrir mér hvort tengsl ættar hennar við útgerðarauðvaldið í Grundarfirði spili þar eitthvað inn í?
Lilja var jú að setja fram frumvarp um gjaldeyrismarkað innanlands, en það kemur sjávarútvegsfyrirtækjum til góða. Þá geta þeir farið að braska með gjaldeyri sinn á löglegan hátt.
Eða er kannski íhaldsmottóið stétt með stétt einnig orðið mottóið hjá Vinstri grænum, rétt eins og hjá Alþýðusambandinu sem grætur nú mjög aukna skatta á "vinnuveitendur" og hátekjufólk?
Segir sig úr ríkisfjármálahópi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér virðist þetta vera mjög sérstakt. Ég veit lítið en grunar margt, já meira að segja mjög margt.
Sigurður Þórðarson, 25.5.2010 kl. 12:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.