Gnarr talar í frösum!

Gnarr er þegar farinn að læra inn á pólitíkina, að segja sem allra minnst í sem mestum frösum. Er hann greinilega ekki barnanna bestur þar:

„Stærsta vandamálið sem við þurfum að takast á við eftir kosningar eru málefni Orkuveitu Reykjavíkur. Það er alvarlegasta málið og við munum mæta því af mikilli festu og undirbúningi. Það er mál sem verður að leysa í mjög nánu samstari við starfsfólk Reykjavíkurborgar. Þar er reynsla og þar er kunnátta til að leysa þetta eins farsællega og hægt er. Orkuveitan er gullkálfurinn okkar. Hann er fárveikur og nú þarf að hjúkra honum og reyna að koma honum aftur til heilsu. Það krefst skapandi hugsunar og vinnu“.

Mikil festa og undribúningur, skapandi hugsun og vinna! Er hægt að orða þetta loðnar??

Með sjö bæjarfulltrúa af 15 og skammt í þann áttunda og hreinan meirihluta, hlýtur alvarlega þenkjandi kjósandi að vilja fá meira konkret svör.

Ætlar besti flokkurinn að selja gullkálfinn (það er jú synd að ala hann og hvað þá að dansa í kringum hann samkvæmt trúarbók Gnarrs (eða var trúaráhugi hans einnig bara sjónarspil?)), eða gefa hann eins og Sjálfstæðisflokkurinn gerði með hlut borgarinnar í HS veitu?

Þetta er mikið hitamál í dag svo ég geri ráð fyrir að Besta flokknum verði stillt upp við vegg og krafinn undanbragðslausra svara við þeirri spurningu?

Vilja Gnarristar selja OR eða halda henni í almenningseigu?


mbl.is „Fyllist von fyrir hönd borgarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Lestu fréttina aftur, hægt.

Sævar Einarsson, 26.5.2010 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 14
  • Sl. sólarhring: 103
  • Sl. viku: 263
  • Frá upphafi: 459184

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 239
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband