31.5.2010 | 20:39
"Þverpólitísk samstaða"??
Nú bregst Ögmundi illilega bogalistin og fer út í hið pólitíska spil sem hann hefur gagnrýnt svo harðlega undanfarið. Það er vitað mál að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni aldrei styðja alvarlegar refsiaðgerðir gegn Ísrael eins og slit á stjórnmálasambandi og/eða verslunarbann við landið.
Þetta var þó krafan sem var samþykkt á "meðmæla"fundi við utanríkisráðuleytið nú seinnipartinn. Þar samþykktu allir ekki aðeins fordæmingu á verknaði Ísraela heldur einnig að stjórnmálasambandi yrði slitið sem og öllum samskiptum á menningar-, verslunar- og íþróttalegu sviði.
Mér sýnist í raun vera meirihluti í utanríkismálanefnd fyrir þessu, þ.e. stuðningur Birgittu, sem lagði fram tillögu þess efnis á nefndarfundinum í kvöld, Vinstri grænna og Össurar (þótt hann hafi verið loðinn að venju á fundinum).
Ef Ögmundur ætlar að hlauspast undan merkjum þá er hætt við að stuðningsmenn hans innan flokks Vinstri grænna hætti að taka mark á honum og fari alvarlega að hugsa sér til hreyfings.
Hrikalegir atburðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 158
- Frá upphafi: 458376
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 138
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Birgitta er frábær talsmaður okkarallavega mín.
Sigurður Haraldsson, 1.6.2010 kl. 02:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.